Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 20
|sunnudagur|1. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf Einar Stefánsson prófessor og samstarfsmenn hans hafa þró- að mælitæki fyrir súrefnisflæði í augnbotnum. » 26 vísindi Sigríður Sigfúsdóttir spáir í spil og bolla, rýnir í kristalskúlur og hefur lesið í árur þúsunda Ís- lendinga. » 32 spádómar Hver er afstaða og persónuleg reynsla starfsmanna Lands- virkjunar af umræðunum um Kárahnjúkavirkjun? » 28 sjónarmið Haustið er sú árstíð sem lit- brigði náttúrunnar á Þingvöll- um eru ómótstæðileg fyrir ljós- myndara. » 34 haust Bílar, skíði, Bretavinna, bók- menntir og margt fleira kemur við sögu þegar Þórir Jónsson lítur um öxl. » 22 fólk *Tilboðsverð 2006 nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is *Tilboðsverð 2006 S e p t. 2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð sem kemurá óvart 25% afsláttur * Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Tískusýningar fyrir vor og sumar 2007 standasem hæst í tískuheimum. Harðsnúinn hópurþrautreyndra tískuskríbenta rýnir í afurðirhelstu tískuhönnuðanna og skrifar lærðar greinar. En hvernig horfir sjónarspilið við Janine di Giovanni, verðlaunarithöfundi og blaðamanni, sem alla jafna fjallar um aðra málaflokka, svo sem stríðsátök í heiminum, fyrir stórblöð á borð við The Times, Vanity Fair, National Geographic og fleiri? „Frakkar eru sérfræðingar í að gera allt að vits- munalegu viðfangsefni; mat, drykk og kynlíf. Jafnvel skýring Zidane á brottrekstri sínum af velli í úrslita- leik HM í sumar, hafði yfir sér akademískan blæ; hann þurfti aðeins að ræða „mikilvægari“ málefni. Þessi vitsmunadýrkun er þó hvergi eins áberandi og í tísku- heiminum og þar fer Frakkland fremst í flokki. Ég fór í fyrsta skipti á ævinni á sýningu á hátískunni, sem haldin var í París í sumar. Þetta var hvorki meira né minna en sýning tískuhússins Dior, ímyndar há- menningarinnar. Af hverju í ósköpunum skyldi mér því hafa liðið eins og kjána? Af hverju var ég eina mann- eskjan í áhorfendahópnum, sem skildi ekki hvers vegna grindhoraðar stúlkur með svartan varalit voru í flíkum gerðum úr brynklæðum? Af hverju þessir til- klipptu runnar á sýningarpöllunum? Og fyrir hverja eru þessi forljótu föt eiginlega? Versalir nútímans Á aðgöngumiðanum sagði að hönnuðurinn, John Galliano, sem er nokkurs konar Jean Paul Sartre fyrir tískuheiminn, hafi verið jafn innblásinn af kvikmynd með leikkonunni Arletty, sem frægust var á fimmta áratugnum, pönki og endurreisnarstefnu Toskana- héraðs á Ítalíu. Hvernig þetta þrennt getur farið sam- an er mér hulin ráðgáta. En allir viðstaddir, þar á með- al Cher, sem leit út eins og aukaleikari í kvikmyndinni um sjóræningjana í Karíbahafinu, Ivana Trump, skelfi- leg ásýndar, og kvikmyndamógúllinn Harvey Wein- stein, sem finnst Galliano vera snillingur – virtust ná þessu fullkomlega. Eftir sýninguna fór ég baksviðs til að hitta „kóng- inn“. Þar sat hann uppstrílaður í geimfarabúningi inni í loftkældu fuglabúri. Stúlka með heyrnartól svo gott sem klemmd við varirnar endurtók í sífellu: „Japanska rokkstjarnan bíður úti. Japanska rokkstjarnan bíður úti …“. Þetta var þó allt saman nógu fáránlegt til þess að ég náði þessu á endanum. Kannski vegna þess að Bastilludagurinn var á næsta leiti: Þetta eru Versalir nútímans. Gáfumennið Galliano Frásagnir fjölmiðla daginn eftir virtust hins vegar hafa verið skrifaðar af blaðamönnum sem voru ein- hvers staðar allt annars staðar en ég. Galliano er sann- kallaður gáfumaður, sögðu þeir upphafnir og báru hann saman við sjálfan Da Vinci. Ég var gjörsamlega gáttuð. Er virkilega hægt að bera saman kjólahönnuð og mann sem hannaði þyrlur kringum aldamótin 1.500 og málaði Mónu Lísu? Til að fá einhvern botn í málið leitaði ég til franskrar vinkonu minnar, sem tvímælalaust telst gáfumann- eskja – með prófgráðu frá Sorbonne upp á vasann og á sér glæstan feril sem skáldsagnahöfundur. Við mælt- um okkur mót í höfuðstöðvum gáfumenna, Cafe Flore. Vinkonan útskýrði fyrir mér að Frakkland væri eina landið í heiminum þar sem fólk gæti fullyrt á skatt- skýrslum sínum að starfsheiti þess væri heimspek- ingur. Ennfremur benti hún mér á að tímaritið Paris Match teldi fyrirsætuna Carla Bruni, sem varð fræg fyrir að fara út með Mick Jagger og hafa sætan rass, vera gáfumanneskju af því að hún hefði samið nokkur góð lög. Kannski er einhver glóra í rassinum á Carla Bruni – en ekki í tískuheiminum. Ekki Galliano í tunglstíg- vélum, takk fyrir. Eins og flestar konur á ég alveg til að eyða stórfé í skó. Hins vegar langar mig ekki til að brjóta heilann um skó öllum stundum. En hér í París er ég í minnihluta, sannar Parísardömur gera fötin sín að vitsmunalegu viðfangsefni.“ Reuters Hönnuðurinn John Galliano var í geimfarabúningi og með vandaða hárgreiðslu þegar hann steig á svið að lokinni tískusýningu. Hugsuðir í tískuheimum »Er virkilega hægt aðbera saman kjóla- hönnuð og mann sem málaði Mónu Lísu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.