Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ F yrsta kristniboð- ið á Íslandi er talið hafa verið árið 981, Þegar Þorvaldur Kon- ráðsson hinn víðförli og Frið- rik trúðboðs- biskup frá Þýskalandi komu hingað til lands í trúboðserindum. Ekki höfðu þeir félagar erindi sem erfiði, og gáfust upp við að svipta okkur Ís- lendinga heiðninni fimm árum síðar, eða árið 986 og hurfu, að því að talið er, við svo búið af landi brott. Áður höfðu heiðnir menn að vísu ort níð um þá Þorvald og Friðrik, sem þótti þá eins og nú, mikill dóna- skapur. Hafði trúboðinn Þorvaldur m.a. svarað fyrir sig, með því að drepa tvo menn, sem ortu níðið, eins kristilegt og það má nú teljast. Þor- valdur víðförli var frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu og hafði tekið skírn í Saxlandi. Frá þessu er greint í Þorvaldar þætti víðförla, en hvað hefur þetta með Úkraínu, Kænugarð og víking í austri að gera? Jú, gagnmerk forn- leifa- og sagnfræðirannsókn er ný- hafin í Kænugarði (Kiev, höfuðborg Úkraínu), sem MP Fjárfesting- arbanki fjármagnar, að frumkvæði Margeirs Péturssonar, stjórnarfor- manns bankans og verkefnið er unn- ið í samvinnu við Sagnfræðistofnun Úkraínu. Markmið þessarar rannsóknar, er m.a. að kortleggja ferðir Þorvaldar víðförla í Rússlandi og Úkraínu fyrir þúsund árum eða svo, safna saman gögnum í Úkraínu og Rússlandi og bera saman við Íslendingasögur um ferðir Þorvaldar og finna grafreit hans í Kænugarði. Verðugt verkefni Margeir Pétursson er afar áhuga- samur um þetta nýja áhugamál sitt. „Ég hef bæði gaman af þessu og er þeirrar skoðunar að hér sé um verð- ugt og skemmtilegt verkefni að ræða,“ segir Margeir, þegar við för- um á söguslóðir í Kænugarði, í sept- embermánuði og hverfum í iður jarðar, í göng og hella undir og út frá kirkju Jóhannesar skírara, nánast í hjarta Kænugarðs, sem fyrir þúsund árum eða svo, voru afdrep munka, þar sem þeir stunduðu trú sína, fjarri glaumi og skarkala umheims- ins. Margeir segist hafa fengið áhuga á þessu verkefni, eftir að hann hóf fjárfestingar í Úkraínu og las Þor- valdar þátt víðförla. „Eftir það fór ég í Íslendingasögurnar og fann allt sem til var um hann og fannst heillandi, ef hægt væri að kortleggja ferðir hans í Úkraínu, en hér eyddi hann augljóslega miklum tíma og var í miklum metum. Einnig hafði ég lesið frábæra skáldsögu Árna Berg- manns „Þorvaldur víðförli“, en fyrir hana var Árni tilnefndur til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs á sínum tíma. Við hjá MP Fjárfestingarbanka erum að taka á móti mjög mörgum gestum hér í Úkraínu. Ætli við höf- um ekki tekið á móti yfir eitt hundr- að Íslendingum, gestum og kaup- sýslumönnum, frá því að við hófum starfsemi hér. Mér finnst þess vegna mjög skemmtilegt að geta kynnt þeim þetta verkefni og hvað við erum að gera í sambandi við söguleg og menningarleg tengsl Íslands og Úkraínu, ekki bara hrein viðskipti. Heiðursræðismaður Íslands í Úkra- ínu, Kostyantyn Malovanyy, kom okkur í samband við Sagn- fræðistofnun Úkraínu, sem tekur þátt í verkefninu. Auk þess finnst mér að raunveru- leg verðmæti felist í því að styrkja rannsókn sem þessa, því við hjá MP erum hvað eftir annað að fá áskor- anir um að styrkja þetta eða hitt, sem við teljum ekki endilega fela í sér virðingarauka fyrir bankann. En þetta verkefni er tvímælalaust mjög jákvætt og til vegsauka, bæði fyrir okkur og aðra,“ segir Margeir þegar ég spyr hann hvernig hann hafi fengið áhuga á Þorvaldi víðförla. „Unnendur Íslendingasagna eins og ég þrá að finna svör um sann- leiksgildi þeirra. Bætir svo við, kím- inn á svip: „Svo finnst mér líka skemmtilegt að finna mér nýtt áhugamál og hvíla mig á skákinni. Verkefnið er á frumstigi, en fyrstu bráðabirgðaniðurstöður, lofa samt sem áður góðu um framhaldið. Frumvinnan felst í því að bera sam- an heimildir. Það er í sjálfu sér ekk- ert flókið verkefni, heldur fyrst og fremst mikil vinna, að leita gagna, hér í Úkraínu og bera saman við þær upplýsingar sem við eigum m.a. heima á Íslandi. Heimildirnar eru á mörgum stöðum hér í Úkraínu, í fornum annálum, kirkjubókum, borgarannálum Kænugarðs og svo framvegis. Einnig þarf að fara til Miklagarðs (Istanbúl).“ Engar rannsóknir gerðar Margeir segir að þegar hann hafi fengið áhuga á þessu verkefni, hafi hann talið að einhverjar rannsóknir hefðu verið gerðar á ferðum Þor- valdar víðförla í Kænugarði, fyrir og um árið þúsund, en þegar hann fór að kynna sér málið, hafi komið á daginn, að engar rannsóknir hefðu verið gerðar, hvorki í Úkraínu, eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1991 né á tímum Sovétríkjanna. Margar víkingagrafir Hann segist í upphafi hafa talað við vin sinn Jón Böðvarsson, sem hafi bent honum á að ræða við Hjalta Hugason, prófessor, um verkefnið. „Hjalti ætlar að aðstoða okkur við verkefnið og vonandi kom- ast á uppbyggileg samskipti á milli Háskóla Íslands og æðri mennta- stofnana Kænugarðs, enda kominn Forn bönd milli landanna Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Rannsóknin Margeir Pétursson og Sergey Khvedchenya, úkraínski sagnfræðingurinn sem Margeir hefur ráðið til þess að rannsaka ferðir Þorvaldar víð- förla í Kænugarði. Hér eru þeir við kirkju Jóhannesar skírara, en inngangruinn niður í Væringjahellana er við kirkjuna. Í HNOTSKURN » Þorvaldur víðförli var til.Það sýna Íslendingasögur og fornir annálar frá Kænu- garði fram á. »Gögn gefa til kynna aðÞorvaldur víðförli hafi verið uppi frá u.þ.b. 950–1025. »Það er yfir vafa hafið aðÞorvaldur víðförli heim- sótti Valdimar mikla í Kænu- garði. Hann kom þangað að minnsta kosti tvisvar. »Nauðsynlegt er að rann-saka sérstaklega forna annála Kænugarðs og kirkju- bækur, þar sem rýnt verður í frásagnir af Væringjum og þar með talið Þorvaldi víð- förla. »Allar líkur eru á því aðmunkaklaustur það sem Þorvaldur víðförli stofnaði í Kænugarði hafi verið á hæð í Kænugarði, í grennd við hel- laklaustrin í Pechers’ka Lavra. Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Dníepur-fljót Margar víkingagrafir er að finna á bökkum Dníepur-fljóts. Það kom á daginn þegar Jón Böðvarsson heimsótti Kænugarð fyrir hálfri öld og hitti úkraínska fræðimenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.