Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 16
INNLENT» T il stendur að koma á fót stofnun eða samráðs- vettvangi, þar sem fjallað verður um örygg- ismál Íslands. Í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um ný verk- efni íslenskra stjórnvalda við brotthvarf varnarliðsins segir meðal annars: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að koma á laggirnar samstarfs- vettvangi fulltrúa stjórnmálaflokk- anna þar sem fjallað verði um öryggi Íslands á breiðum grundvelli, m.a. í samstarfi við sambærilega aðila á er- lendum vettvangi.“ Þegar Geir H. Haarde forsætisráð- herra var spurður út í þessa fyrir- ætlan nefndi hann öryggismálanefnd, sem starfaði í rúman áratug, frá 1978 til 1991, og var skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna. „Við hugsum þetta ekki nákvæmlega eins en við teljum heppilegt að til sé vettvangur þar sem fulltrúar flokkanna eða for- ystumenn þeirra geta talað saman, með fagfólk sér við hlið.“ Þarft innlegg í umræðuna Sú öryggismálanefnd sem vísað er til starfaði undir forsætisráðuneytinu og var lögð niður árið 1991, meðal annars með þeim rökum að aðstæður hefðu breyst í alþjóðamálum frá stofnun hennar auk þess sem hlut- verk hennar hefði verið óskýrt. Það stangast þó á við viðhorf bandaríska stjórnmálafræðingsins Michaels T. Corgans sem sagði í samtali við Morgunblaðið árið 2001 að með starfi öryggismálanefndar hefði verið lagð- ur grunnur að umræðum á íslensku um varnarmál, tæknihugtök verið þýdd og menn hefðu ekki látið duga að senda fulltrúa til að hlusta á ræður í Brussel eða Washington heldur far- ið að leggja sjálfstætt mat á tillögur og hugmyndir. Með því hefði grund- völlurinn fyrir stefnunni sem tekin var upp með inngöngu í NATO og varnarsamningnum verið efldur. Og Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skrifar í grein um gildi varnarsamningsins eftir lok kalda stríðsins: „En sú ástæða var einnig nefnd fyrir því að leggja ör- yggismálanefndina niður að það væri vegna niðurskurðar í ríkisfjármálum. Í því samhengi má nefna að fjárveit- ing til nefndarinnar í gildandi fjár- lögum var um níu milljónir króna.“ „Þetta voru rúmar fjárveitingar sem gerðu okkur kleift að vinna ágætt starf,“ segir Albert Jónsson sendi- herra, sem gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra öryggismálanefnd- arinnar frá 1988 til 1991. „Fastir starfsmenn voru tveir, fram- kvæmdastjóri og ritari, en auk þess voru mest tveir verkefnaráðnir á hverjum tíma. Hlutverk öryggismála- nefndar var að sinna rannsóknum á öryggismálum og gefa út efni og skýrslur um það. Hugmyndin var sú að slík útgáfa gæti verið þarft innlegg í umræðuna innanlands og til upplýs- ingar um alþjóðamál. Lögð var áhersla á málefni sem sneru að Ís- landi, en stundum var umfjöllunin breiðari en það.“ Á meðal rita sem öryggismála- nefnd gaf út var bókin „Ísland, Atl- antshafsbandalagið og Keflavíkur- stöðin“ eftir Albert Jónsson, „Evrópubandalagið: stofnanir og ákvarðanataka“ eftir Þorstein Magn- ússon stjórnmálafræðing, „Geimvar- nir: Áætlanir risaveldanna og áhrif þeirra“ eftir Albert Jónsson og „Ís- land og Evrópubandalagið“ eftir Gunnar Helga Kristinsson stjórn- málafræðing. „Við gáfum einnig út fréttabréf um öryggismál, bæði al- þjóðleg og sem vörðuðu okkar heims- hluta,“ segir Albert. „Þetta var fræði- legt starf, unnar rannsóknir og niður- stöður þeirra gefnar út í bókaformi.“ Viðameiri stofnanir erlendis Þess er sérstaklega getið í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar að farið verði í samstarf við sambærilega aðila á al- þjóðlegum vettvangi og nefnir Geir H. Haarde í því sambandi öryggis- mála- og alþjóðamálastofnanir í ná- grannalöndunum. Sú stofnun sem er ein sú öflugusta á þessu sviði er NUPI í Noregi, en þar vinna 80 manns, þar af 50 að rannsóknum, og fær stofnunin um 480 milljónir íslenskra króna í rekstr- arfé á ári. Mikið er lagt upp úr sjálf- stæði hennar og að stundaðar séu óháðar rannsóknir. Gildir það raunar almennt um slíkar stofnanir á Norð- urlöndum. Í Finnlandi er unnið að end- urskipulagningu á þessum málum. Finnska utanríkismálastofnunin hef- ur fengið 78 milljóna fjárframlög og verið með 20 rannsakendur, en í jan- úar verður hún endurreist með fjár- magni frá finnska þinginu, og fær hún um 234 milljónir króna í rekstrarfé á ári. Stofnunin rannsakar annars veg- ar alþjóðamál sem varða Finnland og hins vegar svæðisbundin mál, eins og öryggismálastefnu Evrópusam- bandsins, Atlantshafshafstengslin, samband Rússlands við Vesturlönd, hryðjuverk og þjóðfélagsþróun í Kína svo dæmi séu tekin. Í Svíþjóð er öflugust SIPRI-friðar- stofnunin sem leggur áherslu á af- vopnunarmál, en hún fær 350 millj- óna rekstrarfé frá utanríkisráðuneyt- inu, og í Danmörku hafa alþjóðastofn- anir verið sameinaðar undir einn hatt, DIIS. Þó að stofnanir af þessum toga beri skyldur gagnvart stjórn- völdum, þá hafa verið farnir ýmsar leiðir til að fjármagna þær til að tryggja sjálfstæði þeirra. NUPI fær til dæmis styrk frá menntamálaráðu- neytinu, en aflar sér einnig styrkja hjá samkeppnissjóðum eins og norska Rannsóknarráðinu sem svipar til Rannsóknarráðs Íslands. NUPI sinnir einnig þjónustuverkefnum, t.d. fyrir utanríkisráðuneytið, og þá er Mikið lagt upp úr sjálfstæði Nýr samráðsvettvangur um öryggi Íslands á breiðum grundvelli Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Spillingarmál, sem sumir leggja að jöfnu við hið bandaríska Watergate, kemur tæpast í veg fyrir sigur Luiz Inácio „Lula“ da Silva Brasilíuforseta í kosningunum í dag Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is V erðbólgan er á und- anhaldi, erlendar skuldir sliga ekki leng- ur hagkerfið, lægstu laun hafa verið hækk- uð verulega og almennt hefur hagur hinna fátæku heldur farið skánandi, þökk sé miðstýrðum áætlunum stjórnvalda. Margur stjórn- málamaðurinn hefur hreykt sér af minni árangri en þeim sem Luiz Inácio „Lula“ da Silva, forseti Bras- ilíu, hefur náð á undanliðnum fjór- um árum. Fylgi við hann mælist enda mikið og svo virðist sem prýði- lega skrautlegt hneyksli muni tæp- ast koma í veg fyrir sigur Lula í for- setakosningunum sem fram fara í Brasilíu í dag, sunnudag. Tvær umferðir kunna á hinn bóg- inn að reynast nauðsynlegar. Stjórnarskrá landsins mælir enda fyrir um að forseti skuli jafnan njóta stuðnings meirihluta þeirra sem nýta atkvæðisréttinn. Lula (gælu- nafn sem forsetinn hefur nú raunar tekið formlega upp) er á hinn bóginn sigurviss og telur litlar líkur á að önnur umferð reynist nauðsynleg. Vafasöm þótti á hinn bóginn sú ákvörðun forsetans að mæta ekki til sjónvarpskappræðu frambjóðenda á fimmtudag. Stóll hans var auður en andstæðingarnir kepptust við að væna hann um valdhroka og spill- ingu. Fylgi við Lula hefur mælst 52– 55% að jafnaði í skoðanakönnunum. Helsti andstæðingur hans, jafn- aðarmaðurinn Geraldo Alckmin, hefur hins vegar sótt í sig veðrið og er sú þróun rakin til nýjasta hneykslisins innan Verkamanna- flokks (Partido dos Trabalhadores, PT) forsetans. Fylgi Alckmins mælist um 36% en tveir frambjóð- endur til viðbótar, þau Heloísa Hel- ena og Cristovam Buarque, eiga enga möguleika á að ná í aðra um- ferð. Bæði fylgdu þau forðum Verkamannaflokknum og málflutn- ingur hinnar róttæku Heloísa Hel- ena, þingkonu og frambjóðanda Flokks sósíalisma og frelsis (Partido Socialismo e Liberdade, PSOL), hefur fengið aukinn hljómgrunn á síðustu vikum. Hún kveðst bjóða fram eindregna vinstri stefnu gegn meintu miðjumoði forsetans og seg- ist vera eini sanni málsvari hinna allslausu í landinu. Helena, sem er 44 ára, fráskilin og hjúkrunarfræð- ingur að mennt, er um margt at- hyglisverður stjórnmálamaður. Hún var rekin úr PT-flokki forsetans árið 2003 og stofnaði þá nýjan flokk auk þess að njóta nú stuðnings komm- únista. Nokkrar líkur eru á því að vegur hennar eigi eftir að vaxa í brasilískum stjórnmálum. Geraldo Alckmin er 53 ára og einn af stofnendum Jafnaðarmanna- flokksins (PSDB). Hann er læknir að mennt, hóf stjórnmálaafskipti 19 ára og fjórum árum síðar var hann orðinn bæjarstjóri (!) í fæðingarbæ sínum, Pindamonhangaba í Sao Paulo-ríki. Buarque er frambjóð- andi Lýðræðislega verkamanna- flokksins (PDT), fæddur árið 1944 og menntaður á sviði hagspeki og verkfræða. Hann sagði sig úr flokki forsetans fyrir réttu ári og bar fyrir sig óánægju vegna þess hvernig Lula hefur tekið á spillingarmálum sem upp hafa komið í valdatíð hans. Watergate í Sao Paulo Og enn gera spillingarmálin for- setanum lífið leitt; því nýjasta er líkt við hið bandaríska „Watergate“ sem kostaði Richard Nixon forsetaemb- ættið árið 1974. Mál þetta kann að reynast Lula erfitt. Stjórnarand- staðan krefst opinberrar rann- sóknar af vaxandi þunga. Nái sú krafa fram að ganga er hugsanlegt að Alríkisdómstóll Brasilíu höfði mál gegn forsetanum í því augnamiði að svipta hann embætti. Slíka rás at- burða verður þó að telja ólíklega. Hneykslið varð opinbert 15. sept- ember þegar lögregla handtók í Sao Paulo félaga í PT-flokknum og lög- mann einn sem er handgenginn for- ustunni. Mennirnir höfðu meðferðis andvirði um 56 milljóna króna. Þeir gáfu þá skýringu að þeim hefði verið falið að nýta fjármunina til að kaupa skjöl sem bendluðu Alckmin og José Serra, frambjóðanda PSDB í rík- isstjórakosningunum í Sao Paulo, við spillingarmál. Lula kvaðst stórhneykslaður, full- ur angistar og trega, vegna fram- göngu trúnaðarmanna flokksins sem hann sagði í senn birting- armynd „brjálsemi“ og „heimsku“. Líkt og vænta mátti telja andstæð- ingarnir þessi ummæli ekki nægja til að losa forsetann undan ábyrgð og hefur Alckmin ítrekað lýst yfir því að ótrúlegt verði að teljast að forsetanum hafi ekki verið kunnugt um kaupin sem fram áttu að fara. Lula hefur undanliðna daga vænt andstæðinga sína um „pólitískar nornaveiðar“ en jafnframt hefur hann neyðst til að bregðast við. Mál þetta hefur með öllu skyggt á hefð- bundna kosningabaráttu síðustu tvær vikurnar sem PT-flokkurinn hafði lagt upp sem þjóðaratkvæði um umbótastefnu forsetans. Lula hefur rekið sjö menn sem tengjast honum og flokknum, þeirra á meðal kosningastjóra sinn, Ricardo Ber- zioin. Hann er jafnframt formaður flokksins og segir forsetinn Berzioin hafa ráðið „hóp vitfirringa“ til starfa fyrir framboðið. Lula hefur á hinn bóginn ekki útskýrt hvers vegna sérlegur grillmeistari forsetaemb- ættisins („Chefe do barbacoa“) þurfti einnig að víkja. Sá heitir Jorge Lorenzetti og er sýnilega fjöl- hæfur því auk þess að handleika grilltangir af meiri innlifun og fimi en flestir dauðlegir menn mun hann einnig hafa farið fyrir sérstakri „njósnadeild“ framboðsins. Handtökuskipanir hafa nú verið gefnar út á hendur sex mönnum en lögum samkvæmt má ekki úrskurða þá í varðhald eða vista í fangelsi fyrr en eftir kosningarnar í dag. Lula lætur ásakanir um spillingu og samlíkingu við Watergate sem vind um eyru þjóta. Í kosningabar- áttunni hefur hann leitast við að sannfæra kjósendur að hann muni áfram vinna að því að bæta lífskjör hinna fátækari og þar ræðir um um- talsverðan fjölda fólks; í Brasilíu búa um 184 milljónir manna og telst „Þeir hafa ef til vill lesið meira en ég“ SVIPMYND» AP Sigurviss Luiz Inácio Lula da Silva á lokafundi kosningabaráttunnar í Sao Bernardo do Campo á fimmtudag. Lula kveðst viss um að ekki þurfi að koma til annarrar umferðar, hann verði endurkjörinn forseti Brasilíu í dag. Í HNOTSKURN » Luiz Inácio da Silva fæddist 6. október 1945 í Caetés, fátækra-hverfi Garanhuns-borgar í Pernambuco-ríki í norðausturhluta Brasilíu. Raunar kveðst „Lula“ eins og hann er jafnan nefndur hafa fæðst 27. október, því hafi móðir hans jafnan haldið fram þótt op- inber plögg segi annað. » Foreldrar Lula voru ólæsir smábændur. Sjálfur lærði hann aðlesa 10 ára og lauk skólagöngu 12 ára þó svo síðar hafi hann lok- ið „diplóma-námi“ á framhaldsskólastigi. Hann gerðist verkamaður og hóf ungur störf innan verkalýðshreyfingarinnar. Árið 1978 var hann kjörinn leiðtogi Samtaka verkamanna í stáliðnaði og gerðist einn helsti andstæðingur herforingjastjórnarinnar sem þá ríkti í Brasilíu. Hann stofnaði ásamt öðrum PT-flokkinn árið 1980. » Lula vann sæti á þingi 1986, og bauð sig þrívegis fram í forseta-kosningum, 1989, 1994 og 1998 uns hann náði loks markmiði sínu í októbermánuði 2002. 16 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.