Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 37
harmsaga MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 37         É g er mjög óánægð með vist Ás- geirs Ísaks, sonar míns, á sambýlinu Hólabergi þar sem hann er. Hann er að mínu mati mjög einangraður þar og hefur farið mikið aftur. Hann er orðinn heilsubilaður og hefur fitnað mjög mikið síð- an hann kom þangað. Þar við bætist að lítið sem ekkert samstarf er haft við mig, móð- ur hans, tekið illa undir spurn- ingar mínar og ég á erfitt með að fá upplýsingar um ýmislegt varðandi daglega líðan hans. Hann hefur sjálfur sótt um flutning og ég hef barist fyrir því að hann verði fluttur en án árangurs,“ segir Sigrún Arn- bjarnardóttir en hún á soninn Ásgeir Ísak Kristjánsson sem fæddist fatlaður vegna þess að móðir hans fékk rauða hunda snemma á meðgöngunni. „Ástæðurnar fyrir því hve Ásgeiri hefur farið aftur seinni árin álít ég m.a. vera einangrun, hann er látinn búa einn í bílskúr sem í fyrstu var meira að segja óíbúðarhæfur, þ.e. skorti nauðsynlegar brunavarnir og fleira. Úr því hefur verið bætt en úr ein- angruninni hefur ekki verið bætt. Hólaberg samanstendur af einbýlishúsi, þar eru fjórir einhverfir einstaklingar vist- aðir, og svo þessum bílskúr þar sem Ásgeir er látinn búa, áfastur skúrnum er annað sér- býli sem í er vistmaður en ekki er innangengt á milli. Ásgeir er verulega þroskaskertur, hann fæddist með tauga- og heilaskaða og greindist með anga af einhverfu. Ég fór með hann sem barn til greiningar í Bandaríkjunum, komst með hann fyrir tilstilli varnarliðs- ins hér þegar íslensk yfirvöld og læknar vildu ekkert gera. Fræðimenn í Bandaríkjunum sögðu mér að aðeins eitt gæti rofið hans miklu einangrun að einhverju marki – það væri ást og þolinmæði. Ég gaf honum allt sem ég átti í þeim efnum með þeim árangri að hann náði undraverðum árangri.“ Réttindabaráttan Það var þó ekki bar- áttulaust, ég þurfti að berjast fyrir því að hann fengi inn- göngu í Öskjuhlíðarskóla þeg- ar hann var stofnaður, einnig að fá fyrir hann sérþjónustu og sérkennslu, t.d. talkennslu. Ég barðist líka fyrir því ásamt öðrum að reist yrðu heimili fyrir fatlaða einstaklinga. Sú barátta bar þann árangur að Ásgeir Ísak flutti fyrstur inn í nýstofnað sambýli að Vall- argerði Kópavogi. Þar tók hann ótrúlegum framförum og þakka ég það ekki síst góðri samvinnu forstöðumanns, Geirlaugar Björnsdóttur, og tengils Ásgeirs þar, sem sinntu honum í átta ár. Eftir að þessar tvær konur hættu störfum fór að halla á ógæfu- hliðina. Ég hafði ítrekað sam- band við þá svæðisskrifstofu fatlaðra sem með málefni hans fór. Í kjölfar þessa hvoru tveggja og að vilja Ásgeirs var hann fluttur til, á nýtt sambýli að Borgarholtsbraut 51 í Kópavogi. Fljótlega eftir að hann kom þangað fór að bera á erfiðleikum í samskiptum Ásgeirs og annars vistmanns, pilts sem greindur hafði verið með greindarskerðingu og at- ferlistruflun.“ Fékk í dómi bætur vegna eineltis og ofbeldis „Þegar Ásgeir flutti á þetta sambýli gat hann tjáð sig í mæltu máli, framkoma hans var góð og til fyrirmyndar og hann gat farið í ferðalög inn- anlands og utan með aðstoð og jafnvel einn. Hann var fær um að klæða sig og þrífa og gat eldað einfaldan mat og sinnt öðrum daglegum þörfum. Fötlun hans lýsti sér einkum í einangrun og óframfærni. Það tekur hann langan tíma að kynnast og venjast fólki og hann þarfnast hvatningar, umhyggju, blíðlegrar ákveðni og hróss. Einnig er þörf hans fyrir að röð og regla sé á hlut- um mikil, svo og að staðið sé við loforð. Ásgeir vann um þessar mundir á verndaða vinnustaðnum Örva og var það mat manna þar árið 2000 að hann gæti unnið á almenn- um vinnumarkaði með stuðn- ingi. Hann hafði þá verið í starfsþjálfun í átta ár. Í fyrstu virtist allt með felldu á Borgarholtsbrautinni en fljótlega tók að bera á al- varlegum árekstrum Ásgeirs og hins atferlistruflaða vist- manns, sem og var lítið mark tekið á orðum mínum og beiðnum. Þetta ástand olli Ás- geiri miklu óöryggi og vanlíð- an. Seinni hluta ársins 2001 ræddi Halldór Kr. Júlíusson sálfræðingur við Ásgeir til að kanna líðan hans og leggja mat á hvers konar sambýlis- form hentaði honum best. Í vottorði hans kemur fram að ástæðu vanlíðunar Ásgeirs megi rekja til samskipta hans við hinn atferlistruflaða. Ásgeir og ég höfðuðum dómsmál gegn Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi vegna eineltis og árása sem Ásgeir varð fyrir og hljóðaði dómsorð héraðsdóms upp á fjárbætur Ásgeiri Ísak til handa, sem og fjárbætur til mín, en mér var dæmdur málskostnaður frá svæð- isskrifstofunni.“ Grunur um kynferðislegt ofbeldi Þegar þetta gerðist bauðst Ásgeiri vist á Hólabergi og var ákveðið að taka því tilboði. En þegar til kom var hann vistaður í fyrrgreindum bíl- skúr og var ég mjög óánægð með það. Honum var lofuð mun betri aðstoð og þjónusta en hann hafði haft, þetta hefur ekki gengið eftir. Þegar hann er veikur er hann sendur til mín, sem ekki get lengur ann- ast hann vegna veikinda – hann fékk ekki einu sinni að halda upp á 40 ára afmælið sitt inni í íbúðarhúsinu, mér var sagt að hann gæti farið með kökusneiðina sína inn í bílskúr sinn. Honum var í fyrstu fenginn tengill sem ekki talaði ís- lensku, hann var ekki lengi við störf. Síðan fékk hann tengil sem var með hann í rösklega eitt og hálft ár. Þetta var til- tölulega ungur maður sem var samkynhneigður og fór hann víða með Ásgeir, m.a. frétti ég af honum með Ásgeir hjá 7́8 samtökunum. Lýsingar Ás- geirs á samskiptum þeirra vöktu grun hjá mér og for- ráðamönnum sambýlisins um að tengillinn misnotaði Ásgeir. Af hálfu sambýlisins var Ás- geir sendur í HIV-próf sem var neikvætt og einnig í tvö viðtöl hjá Stígamótum. Ekki sannaðist neitt í þessu máli en eftir samtal tengilsins við for- stöðumann ákvað tengillinn að hætta störfum fyrirvaralaust. Ég óskaði eftir því að Ásgeir fengi sálfræðiaðstoð í Barna- húsinu, sem var auðsótt af þeirra hálfu, en forráðamenn sambýlisins og svæð- isskrifstofan vildu það ekki.“ Tel að honum hafi hrakað mjög upp á síðkastið „Eftir að þetta mál kom upp vildi ég endilega að Ásgeir færi á annað sambýli. Á það var ekki hlustað – mér fannst honum líða svo illa, hann grét svo mikið þegar hann talaði við mig. Þá ákvað ég að reyna að fá son minn sviptan lög- ræði, bæði sjálfræði og fjár- ræði, og honum yrði skipaður lögráðamaður, til þess að geta haft meiri áhrif á að hann væri fluttur á annan stað þar sem betur færi um hann. Því miður tapaði ég þessu máli fyrir hér- aðsdómi á þeim forsendum að Ásgeir nyti bæði aðstoðar og aðhlynningar náinna vanda- manna sinna, mín og systur hans, sem og starfsfólks á Hólabergi. Ég er sú sem alltaf hef barist fyrir réttindum hans og það hefur verið mitt mesta hjartans mál að hann lifði sómasamlegu lífi, nú get ég ekkert gert honum til bjargar nema vekja máls á því sem mér finnst miður fara í umönnun hans og aðstæðum. Það fór fram vistunarmat og sálfræðimat á Ásgeiri 2001. Samkvæmt því er geta hans mest á sviði athafna og dag- legs lífs en slakur árangur hans á sviði tjáskipta og fé- lagsþroska undirstriki helstu einkenni fötlunar hans, ein- hverfu. Síðan þetta mat var gert hefur mér fundist honum hafa hrakað mjög og tel að að- stæður hans eigi þar hlut að máli. Samfélagið vildi að þetta barn fæddist. Ég fékk rauða hunda þegar ég var nýlega orðin ófrísk og sótti um leyfi til fóstureyðingar og fékk það, en þegar ég var komin upp á skurðarborðið henti yfirlækn- irinn gúmmíhönskunum í sitt- hvort hornið og sagðist ekki gera þessa aðgerð, ég væri of langt gengin með. Það var ekki rétt. Þegar ég var út- skrifuð lét ég aka mér beint til landlæknis og bað hann ásjár, hann reyndi að fá þessa að- gerð gerða fyrir tilsettan tíma en tókst ekki.“ Hann er manneskja eins og við hin „Allt þetta hefur markað mjög lífshlaup mitt – en úr því samfélagið ákvað með fyrr- greindum hætti að Ásgeir skyldi fæðast þá finnst mér það vera á þess ábyrgð að honum líði eins vel og kostur er. Ég er orðin mikið veik manneskja og allt mitt líf frá því að drengurinn fæddist hef- ur verið ein samfelld barátta. Ég hef barist fyrir réttindum hans og lagt á mig gífurlega vinnu en uppsker nú lítið ann- að en lítilsvirðingu hjá þeim sem annast hann og bera ábyrgð á honum, þegar ég hef reynt að benda á það sem bet- ur mætti fara. Maðurinn minn féll frá 38 ára eftir 12 ára bar- áttu við krabbamein í heila. Þetta voru næstum ómennskir erfiðleikar allt saman. Nú er ég orðin illa haldin vegna MS- sjúkdóms og get ekki barist meira. Ég beini því óskum mínum til þeirra sem ráða í málefnum fatlaðra – finnið Ás- geiri syni mínum samastað þar sem hann er ekki eins ein- angraður, leyfið honum að búa í húsi með öðru fólki þar sem hugað er nægilega að heilsu hans, ég get það ekki lengur. Sinnið honum, hann er mann- eskja eins og við hin. Hann á ekki að þjást vegna fötlunar sinnar og ekki sæta ofbeldi af neinu tagi. Ég get ekki sofið á nóttunni vegna umhugsunar um hve bágt hann á og van- máttar míns að bæta úr því.“ Ég get ekki sofið á nóttunni! „Aðeins með ást og þolinmæði er hægt að rjúfa einangrun hans,“ þetta var ráðið sem Sigrún Arnbjarnardóttir fékk hjá banda- rískum fræðimönnum þegar hún sneri sér til þeirra með fatlaðan son sinn. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við Sigrúnu, sem hefur miklar áhyggjur af líðan sonar síns og finnur sárt til vanmáttar síns gegn umhverfi sem ekki stendur sig sem skyldi við umönnun hans, að hennar áliti. Morgunblaðið/ Jim Smart Áhyggjur Sigrún kvíðir framtíð sonar síns. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.