Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Vog 23. september – 22. október Njóttu þess að eiga afmæli! Rökræður um peninga og út- gjaldaáætlun blasa við. Kannski þarftu að grípa til einhverrar tilfærslu til þess að afstemma, gættu þess að ræna ekki Pétur til þess að gefa Páli. Ekki láta afvegaleiða þig eða villa um fyrir þér á næstunni. Vertu viðbúin að þurfa að beita seglinu eða breyta stefnunni í lok mánaðar. Venus og Mars eru í vog- armerkinu, félagslífið og rómantíkin verða í brennidepli. Þú ættir að leggja mikið í útlitið, gera þitt besta eða reyna að ganga í augun á þeim sem þú ert nákomin eða vilt kynnast bet- ur. Á fullu tungli í hrúti 7. október upplifir þú kunnuglega til- finningu og færð jafnvel sterk viðbrögð eða stuðning frá öðrum. Fiskar 20. febrúar – 20. mars Tilfinningar fisksins einkennast af ákefð og hann er með pen- ingamálin á heilanum. Ekki fara yfir strikið í eyðslu eða skuld- bindingum. Nánd og erótík koma við sögu. Þú getur vel farið yf- ir strikið að þessu leyti, ef þú bara ferð eftir reglunum. Leiktu þér með ímyndunaraflið ásamt makanum en sneiddu hjá leynd- armálum og óviðeigandi framferði. Það myndi bara koma þér í koll. Ekki treysta dómgreindinni eða innsæinu einvörðungu í fyrstu viku mánaðarins. Á fullu tungli í hrúti 7. október sérðu hvernig málin standa og eitthvað leynt kemur upp á yfirborðið. Eitthvað í peningamálunum breytist eða kemur í ljós, nýir tekjumöguleikar gætu látið á sér kræla. Sporðdreki 23. október – 21. nóvember Sporðdrekanum liggur mikið á hjarta í byrjun mánaðarins, en ekki mun allt fara eins og hann vill. Farðu rólega af stað, þreif- aðu á fólki og aðstæðum. Berðu þig að bakvið tjöldin, vertu á varðbergi en ekki láta flækja þig í neitt eða reyna að þvinga at- burðarásina áfram. Kannski efast þú um sjálfan þig eða dóm- greind þína og umræðuefni tengd tilfinningum eða fjölskyldu gætu komið upp. Fjarskipti reyna á þolrifin. Málefni tengd heilsu og vinnu koma upp á fullu tungli í hrúti 7. október. Kraft- mikil eða tilfinningasöm manneskja í vinnunni kemur við sögu, jafnvel kona. Leynimakk freistar þín hugsanlega og þú gætir fundið fyrir óþolinmæði eða hvatvísi. Bogmaður 22. nóvember – 21. desember Hárfín en mögnuð hvörf virðast fyrir dyrum hjá bogmanninum á næstunni. Vinir, félagslíf og draumar koma við sögu. Leggðu þig fram við þau markmið og á þeim mannamótum sem blasa við. Samskipti gætu auðveldlega reynt á þolrifin eða valdið mis- skilningi. Kannski verður það fólkið eða vandamálin sem þú gleymdir að gera ráð fyrir sem á eftir að valda ruglingi eða vandkvæðum. Eða þá að bogmaðurinn er annars hugar eða hreint og beint utan við sig. Á fullu tungli í hrúti 7. október læt- ur rómantíkin á sér kræla í lífi hans, fagnaður eða mannamót af einhverju tagi kemur við sögu. Á nýju tungli 22. október finnur bogmaðurinn sig knúinn til samstarfs og hópvinnu. Steingeit 22. desember – 20. janúar Starfsferillinn, vinnutengd verkefni og samskipti við yfirboðara eru í forgrunni. Kannski þarf steingeitin að ræða við vini og samstarfsmenn og spá í vonir sínar og væntingar. Hún sér að möguleikarnir breytast og þarf að fara yfir stöðuna, en það verður ekki fyrr en í lok mánaðarins. Peningamál koma upp í samræðum og einhvers konar ruglingur eða ágreiningur um hvernig þeim er varið. Á fullu tungli í hrúti 7. október breytist fókusinn, þegar tilfinningar í fjölskyldu eða heimilislífi koma upp á yfirborðið. Sterk eða bráð kona gerir vart við sig. Á nýju tungli 22. október áttar steingeitin sig á því hvað hún þarf að gera og með hverjum henni tekst ætlunarverk sitt. Vatnsberi 21. janúar – 19. febrúar Faglegar skuldbindingar og ábyrgð og samskipti við maka og nána samstarfsmenn togast á. Kannski þarf að leiðrétta ein- hvers konar ójafnvægi með samningaviðræðum. Undir lok mánaðarins er hugsanlegt að vatnsberinn þurfi að draga í land í samræðum og byrja upp á nýtt. Óvænt þróun eða gömul vanda- mál gætu gert erfitt fyrir. Nám, ferðalög menntun, lagaleg efni og stóra samhengi hlutanna er í brennidepli, en hugsanlegt er að vatnsberinn sé upp á kant við þá sem ráða eða á skjön við fagleg sjónarmið. Þú þarft að finna út úr því hvað er hægt og ekki hægt að segja. Á fullu tungli í hrút 7. október lýsist leiðin framundan, samskipti liðkast og fólk segir það sem það meinar. stjörnuspá október 2006 Hrútur 21. mars – 20. apríl Mánuðurinn byrjar með áköfum samræðum. Fjármál og nánd eru sjóðheit umræðuefni. Samband þitt við aðra verður lykilatriði á næstunni, spáðu í hvers vegna aðrir vilja það sem þeir vilja og hvað þú ert til í að gefa. Ræddu forgangsröðina í þaula og ekki láta muninn á því hvað þú vilt gera og hvað þú verður að gera rugla þig. Fullt tungl verður í þínu merki 7. október og þá áttar þú þig betur á þörfum þínum eða aðstæðunum yfirleitt. Vinir gætu staðið undir nafni, eða hörfað á ögurstundu. Hrútnum gefst kostur á að vinna náið með öðrum í nýjum aðstæðum á nýju tungli í vog 22. október. Samstarfið gæti reynst kynörvandi, eró- tískt, félagslegt eða ögrandi og hann verður háður öðrum. Naut 20. apríl – 21. maí Vinna og heilsa nautsins eru í brennidepli í októbermánuði. Við það bætast auðvitað yfirstandandi viðfangsefni, sem eru tengd heimilis- og tilfinningalífi. Á fullu tungli í hrút 7. október er vel hugsanlegt að nautið verði fyrir orkutapi eða meiriháttar upp- ljómun. Breytingar í starfi eða á ábyrgðarhlutverki fylgja í kjölfarið. Dagana eftir fulla tunglið er upplagt að tileinka sér heilsusamlegar venjur, líðanin batnar auk þess sem þú kemst yfir meira. Vertu á varðbergi gagnvart ágreiningi á vinnustað, ekki síst ef einhvers konar metingur kemur upp á yfirborðið. Nýtt mynstur eða breytingar eiga best við á nýju tungli í vog 22. október. Félagslíf eða rómantík kemur mikið við sögu. Tvíburi 21. maí – 20. júní Viðfangsefni tengd vinnu eða heilsu koma við sögu á næstunni, en vera kann að erfitt reynist að leysa það sem veldur áhyggj- um. Samskipti, ferðalög, tækjabúnaður og annars konar bún- aður reynir á þolrifin á næstunni. Erfiðar aðstæður bitna á tengslum í fjarlægum löndum, eða tengjast lagalegum álita- málum eða námi. Kannski þarftu að glíma við óvenjulega mann- eskju eða aðstæður. Nálgun þín gæti reynst dálítið róttæk. Á fullu tungli í hrút 7. október verður ljósi varpað á aðstæður þín- ar og vina þinna eða stöðuna í verkefnum og draumum sem þú eltir. Vittu hvar og hvernig þú stendur. Tjáðu þig og beittu óvenjulegum aðferðum til þess að leysa vandamál. Krabbi 21. júní – 22. júlí Einhvers konar áhætta eða verkefni kallar á þig og þú þarft að leggja eitthvað undir til þess fá það sem þú vilt. Líklega þarftu að klára það sem þú átt eða teygja þig til hins ítrasta fyrir vikið. Júpíter er á leið í merki bogmannsins í nóvember og krabb- anum er uppálagt að leggja nánast allt í sölurnar í það sem hann er að gera til þess að eiga sem besta möguleika. En gleymdu ekki að skoða vel og vandlega hvað gengur upp og hvað ekki. Sýndu enga miskunn ef nauðsynlegt reynist að höggva dauðar greinar. Kannski þarftu að fylkja liði eða neyð- ist til þess að gera óvenjulegar ráðstafanir. Sérkennileg mann- eskja eða róttækar áætlanir gætu blasað við þér. Ljón 23. júlí – 23. ágúst Samræður eða fréttir gætu borið með sér óvæntar breytingar í upphafi nýs mánaðar. Dagleg viðfangsefni og viðskipti eru í brennidepli, en dýpri breytingar eru að verða undir niðri, sem ekki er víst að komi í ljós fyrr en síðar. Makar eða nánir sam- starfsmenn gætu verið að ganga í gegnum einhvers konar ferli. Einhver nákominn gæti verið í þann mund að taka glænýja eða óvænta stefnu. Á fullu tungli í hrúti 7. október beinist athyglin að námi, ferðalögum eða fjarskiptum. Taktu ákvörðun um það hvert þú vilt stefna, eða fyrir framtíðina. Farðu varlega í sam- tölum við maka eða nána samstarfsmenn um miðjan mánuð. Einhvers konar ruglingur eða misskilningur liggur í loftinu. Meyja 23. ágúst – 23. september Peningar eru meyjunni efst í huga í augnablikinu. Tileinkaðu þér einfaldar reglur og komdu böndum á grundvallarútgjöld. Gerðu fjárhagsáætlun. Kannski þarftu að velta fyrir þér þýð- ingu eða mikilvægi ráðagerða, hugmynda, frétta eða fjarskipta sem hafa áhrif á aðstæður þínar eða valkosti. Horfðu fram á veginn en haltu áfram að spá í hlutina. Ekki gleypa við öllum ráðleggingum eða skoðunum sem þú heyrir. Vinna og heilsa þarfnast frekari aðgæslu. Eitthvað sem gerist í lok mánaðarins fær þig til þess að skipta um skoðun í mikilvægu máli. Á fullu tungli í hrút 7. október dregur til tíðinda í peningamálum eða í tengslum við fjárútlát. Eitthvað virðist í startholunum. SAMEININGAREINVÍGI um heimsmeistaratitilinn í skák stendur nú yfir í Elista, höfuðborg sjálfstjórn- arlýðveldisins Kalmykíu í Rússlandi. Veselin Topalov (Búlgaríu), heims- meistari FIDE, og Vladimir Kramnik (Rússlandi), heimsmeistari klofnings- sambands Kasparovs og Shorts, tefla 12 skákir til að skera úr um það, hver skuli einn bera heimsmeistaratitil í skák, undir merkjum FIDE. Þegar þetta er ritað hafa fjórar skákir verið tefldar og gangur einvíg- isins ekki verið í samræmi við vænt- ingar skákáhugamanna. Kramnik vann tvær fyrstu skákirnar, en tvær næstu enduðu með jafntefli. Kramnik hefur átt við veikindi að stríða und- anfarin ár og þar af leiðandi ekki gengið sérlega vel, þá sjaldan hann hefur teflt. Hann er greinilega að nálgast fyrri styrk, jafnvel þótt hann megi teljast heppinn að vinna tvær fyrstu skákirnar. Topalov hefur gold- ið þess hingað til hve stíft hann teflir til vinnings í sérhverri skák og hvað hann er gjörsamlega óttalaus við skákborðið. Hann er þekktur fyrir að missa ekki móðinn, þótt á móti blási, en hann er svo sannarlega ekki öf- undsverður af því að vera tveimur vinningum undir í einvígi við jafnyfir- vegaðan skákmann og þjálfaðan ein- vígismann og Kramnik er. Einvígi Topalovs og Kramniks er sérstaklega athyglisvert, vegna þess, hve ólíkan skákstíl teflendur hafa. Kramnik hefur „klassískan“ og jarð- bundinn skákstíl en Topalov lætur ör- yggið lönd og leið og sækir stíft í hverri skák. Sumir vilja líkja einvíg- inu í þessum efnum við einvígi Tals og Botvinniks, fyrir rúmum 40 árum, og má taka undir það. Búlgarski hópurinn í Elista hefur tekið áföllunum illa og leitað skýringa annars staðar en í eigin ranni. Búlg- ararnir telja framkomu Kramniks á skákstað grunsamlega. Kramnik mun of oft þurfa að bregða sér af svið- inu yfir í hvíldarherbergi keppenda og svo mun hann ískyggilega oft þurfa að skreppa á „tojlettið“, en af eðlilegum ástæðum er það eini stað- urinn, þar sem ekki eru vídeóupp- tökuvélar. Búlgararnir byggja þetta á skoðun á vídeóupptökum af einvíg- inu. Þeir halda greinilega að Kramnik stundi skákrannsóknir á klósettskál- inni, væntanlega með aðstoð skák- tölvu. Búlgararnir skrifuðu forsvars- mönnum einvígisins kvörtunarbréf eftir aðra einvígisskákina og sendu svo formlega kvörtun/kæru sl. fimmtudag, þar sem þeir hótuðu að hætta taflmennsku, nema gengið yrði að kröfum þeirra. Þær eru helstar, að keppendur hafi engin hvíldarher- bergi og ekki heldur sérstök snyrti- herbergi, þeir skuli nota almenning- inn. Auk þess gera þeir kröfur um, að keppendur þurfi að biðja skákdómara um leyfi til að bregða sér á klósettið, og fái sérstaka fylgdarmenn í þær ferðir. Þegar kvörtunarbréfið birtist í fjölmiðlum héldu sumir, að þar væri lélegt grín á ferðinni, en svo mun ekki vera. Þetta er farið að minna á gömlu góðu jógúrtdagana hjá Karpov og Kortsnoj, þegar sálfræðihernaðurinn var í algleymingi. Önnur skákin: Hvítt: V. Topalov Svart: V. Kramnik Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0–0 Rbd7 9. De2 Bg6 10. e4 0–0 11. Bd3 Bh5 12. e5 Rd5 13. Rxd5 cxd5 14. De3 Bg6 15. Rg5 He8 16. f4 Bxd3!? Nýr leikur. Þekkt er 16. … Hc8, t.d. 17. g4! f6 18. Bxg6 hxg6 19. Rf3, með betra tafli fyrir hvít, vegna fram- rásar hvítu peðanna, eftir f4–f5 (Pelletier-Deviatkin, Aerflot Open 2003). 17. Dxd3 f5 18. Be3 Rf8 19. Kh1 Hc8 20. g4! Dd7 Eftir 20. … h6 21. Rxe6! Hxe6 22. gxf5 Hec6 23. Hg1 Kh8 24. Hg2 Rh7 25. Hag1 hefur hvítur hættulegt frumkvæði, vegna hótunar um að sprengja upp kóngsstöðu svarts með f5–f6. Ekki er heldur gott að drepa peðið: 20. …fxg4 21. f5! Be7 22. Rxe6 Rxe6 23. fxe6 o.s.frv. 21. Hg1 Be7 22. Rf3 Hc4 23. Hg2! fxg4 24. Hxg4 Hxa4 25. Hag1 g6 Eftir 25. … Rg6 26. h4 Bf8 27. Rg5 h6 28. h5 hxg5 29. Dxg6 er svarta staðan mjög erfið. 26. h4 Hb4 27. h5 Db5 28. Dc2! – Margir héldu, að Kramnik ætti unnið tafl, þangað til Topalov lék þennan bráðsnjalla leik. 28. – Hxb2 29. hxg6!! – 29. … h5! Eina vörnin. Eftir 29. … Hxc2? 30. gxh7+ Kxh7 31. Hg7+ Kh6 (31. … Kh8 32. Hg8+ Kh7 33. H1g7+ Kh6 34. f5+) 32. f5+ Kh5 33. H7g3! Rg6 34. Hxg6 Hh8 35. f6! og það er engin vörn til við hótununum 36. H1g5+ mát. Kramnik sagði á blaðamannafundi eftir skákina að hann hefði fyrst ætlað að leika 29. – Rxg6?, sem leiðir beint til taps, eftir 30. Dxg6+!! hxg6+ 31. Hxg6+ Kh7 (31. – Kf7 32. Hg7+ Kf8 33. Hg8+ Kf7 34. H1g7+ mát) 32. H6g3!! og eina vörnin við máthótun- inni, Hg3–h3+, er 32. – Df1, sem er vonlaust fyrir svart. 30. g7! hxg4 Svartur getur ekki bjargað riddar- anum með 30. … Rh7, vegna 31. Dg6 hxg4 32. Dxe6+ Kxg7 33. Dxg4+ og hann verður óverjandi mát. Hvíta drottningin er friðhelg, eins og áður, 30. … Hxc2? 31. gxf8D+ Kxf8 32. Hg8+ Kf7 33. H1g7+ mát. 31. gxf8D+ Bxf8?? Æsispennandi barátta er farin að taka sinn toll. Nú leika báðir keppend- ur illa af sér. Nauðsynlegt var fyrir svart að leika 31. … Kxf8 og eftir 32. Dh7 De2 33. Dh8+ Kf7 34. Dh5+ Kf8 35. Dxg4 Bg5!! 37. fxg5 (37. Dxg5 He7) 37. … Ke7! heldur hann sínu, því að kóngur hans sleppur yfir á drottningarvæng- inn. 32. Dg6+?? – Topalov missir af einföldum vinn- ingi: 32. Hxg4+ Bg7 (32. … Kf7 33. Dh7+ Bg7 34. Dxg7+ mát; 32. … Kh8 33. Hh4+ Bh6 34. Hxh6+ Kg8 35. Dh7+ Kf8 36. Hf6+ mát) 33. Dc7 Df1+ 34. Rg1!, ásamt 35. Dxg7+. 32. … Bg7 33. f5! He7 Eða 33. … exf5 34. Bh6 Dd7 35. Rg5, með myljandi sókn, sbr. hugs- anlegt framhald 35. … Hb6 36. e6 Hexe6 37. Dh7+ Kf8 38. Dh8+ Ke7 39. Dxg7+ o.s.frv. 34. f6 De2! 35. Dxg4 Hf7 36. Hc1? – Það er með ólíkindum, hve oft hinn sókndjarfi Topalov missir af frekar einföldum sóknarleiðum í þessari skák. Eftir 36. Dh5! Dxe3 37. Rg5 verður fátt um varnir hjá svarti. 37. … Dd1+ 38. Kg2 Dxc2+ 39. Kg3 De4 40. Bf4 – Ef til vill hefði 40. Dxe4! dxe4 41. Rg5 gefið hvíti vinningshorfur, því að hvítu peðin komast fyrr á skrið en í skákinni. 40. … Df5 41. Dxf5 – Með 41. Rg5 Dxg4+ 42. Kxg4 Bxf6 (42. – Bf8 43. Rxe6) 43. Rxf7 Kxf7 44. exf6 Kxf6 gat Topalov tryggt sér jafntefli, en hann vildi meira. 41. – exf5 42. Bg5 – Eða 42. fxg7 Hxg7+ 43. Kf2 a5 og hvítur lendir í vandræðum með að verjast svörtu peðunum á drottning- arvæng. 42. … a5 43. Kf4 a4 44. Kxf5 a3 45. Bc1 Bf8 46. e6 Hc7 47. Bxa3! – Ekki gengur 47. e7? Bxe7 48. fxe7 Hxe7 49. Bxa3 He3 og svartur vinn- ur. 47. … Bxa3 48. Ke5 Hc1 49. Rg5 Hf1 50. e7 He1+ 51. Kxd5 Bxe7 52. fxe7 Hxe7 53. Kd6 He1 Þessi leikur mun ekki vera sá besti, skv. útreikningum sterkra tölvuforrita. Þau gefa 53. … Re3 sem vinningsleik, en málið er varla ein- falt. Eftir 54. d5 Kf8 55. Re6+ Ke8 er ekki auðvelt að finna vinning fyrir svart. 54. d5 Kf8 55. Re6+? – Tölvurnar gefa 55. Kd7 sem jafn- teflisleið, t.d. 55. … b5 56. Re6+ Kf7 57. Rd8+ Kf6 58. Rc6 Hb1 59. Kd6! b4 60. Kc5 b3 61. Kc4 b2 62. Kc3 og svarta peðið fellur. 55. – Ke8 56. Rc7+ Kd8 57. Re6+ Kc8 58. Ke7 Hh1 59. Rg5? – Hvítur átti enn jafnteflismöguleika með 59. Kd6! o.s.frv. 59. … b5 60. d6 Hd1 61. Re6 b4 62. Rc5 He1+ 63. Kf6 He3 og hvítur gafst upp, því að hann verður að fórna riddaranum fyrir frí- peð svarts. Kramnik byrjar vel í Elista SKÁK FIDE, alþjóðaskáksambandið, Sameiningareinvígi um heimsmeistara- titilinn, Topalov-Kramnik, Elista, Kalmykíu, Rússlandi, 21. september – 13. október 2006 Bragi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.