Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 47 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Vorum að fá í einkasölu 45.000 fm lóð á Ártúnshöfða - Þórðarhöfða 10. Lóðin er um 45.000 fm og býður upp á mikla byggingarmöguleika vegna áætlana um fyrirhugað framtíðarskipulag. Á lóðinni eru 10 braggar, hver um 372 fm. Þeir eru allir í skammtímaútleigu. Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Óskar R. Harðarson. LÓÐIN Á ÞÓRÐARHÖFÐA 10 ER TIL SÖLU - STÆRÐ UM 45.000 FM ÞAÐ kannast víst flestir miðaldra menn og jafnvel yngra fólk við Ómar Ragn- arsson fréttamann, sem gerði Stikluþættina er nutu vin- sælda og voru vel gerðir. Hann er greinilega athygl- issjúkur. Síðustu árin hefur frekar lítið borið á fréttamennsku hans, nema hann hefur verið duglegur að birta yfirflug- smyndir frá Kárahnúkavirkj- un, sem og aðrar upplýsingar frá þeim framkvæmdum, sem alla tíð hafa verið litaðar af skoðunum hans á málinu. Það fannst honum ekki nægilegt. Nú fann hann nýtt ráð, til að vekja á sér athygli. Síð- ustu upphlaup vegna virkj- unarinnar mátti nota. Hann þóttist nú ekki geta setið á sér lengur og lýsti yfir and- stöðu við virkjunina á loka- sprettinum. Það var engum nýtt, hann hafði ekki getað leynt andúð sinni á virkj- uninni í umfjöllun sinni, sem hann segir sjálfur að hafi ver- ið hlutlaus og gaf út blað gegn virkjuninni. Ég vil ekki gera lítið úr ást hans á landinu okkar. En þar kemur tvískinn- ungurinn fram. Hann segir, að verið sé að drepa hluta landsins við Kárahnjúka. Aldrei hefur hann þó minnst á, að verið sé að drepa land í nágrenni Reykjavíkur í sama tilgangi og meira að segja við út- þenslu höfuðborgarsvæð- isins. Sjálfur keyrir Ómar fram og aftur um landið á bílum (m.a. jeppum) og flugvélum og eys yfir það útblæstri úr mótorum faratækjanna. Ætti náttúruelskandinn Ómar Ragnarsson ekki að skipta yfir í reiðhjól. Það er háttur æsinga- manna, að nota sterk lýsing- arorð, til að sverta andstæð- inginn. Þeir geta farið með falleg ljóð á ögurstundu, til að ná tökum á áhangendum og jafnvel fengið þá til að tárast. Nú á að sigla á Jöklu í gúmíbáti og ríkisútvarpið, sem tíundar allt, sem Ómar gerir þessa stundina, ætlar að vera á staðnum. Skyldi það minnast á Ómar. Ómar er mælskur og sann- færandi og ætti nú næst, að snúa sér að baráttunni gegn hraðakstri og auknum bíla- innflutningi. Einnig barátt- unni gegn mestu vá dagsins í dag hér á landi, eiturlyfj- unum. Þá gæti hann haldið sér áfram í sviðsljósinu. Eiríkur Páll Sveinsson Tvískinnungur Óm- ars Ragnarssonar Höfundur er læknir. UNDANFARNAR vikur og mánuði hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um ýmis mál sem tengjast hegðunarvanda- málum í grunnskólum landsins, aukið aga- leysi hjá unglingum og tillitsleysi í umferð- inni bæði hjá yngri og eldri ökumönnum. Margir hafa velt fyrir sér hverjar séu ástæður þessa og ennfremur hvað sé til ráða. Að mínu áliti þarf hugarfarsbreytingu í íslenskt þjóðfélag, sem mundi beinast að mann- rækt. Fyrir nokkrum árum (2002) var ráðist í átaks- verkefni sem tengist mannrækt í Noregi, að til- stuðlan þáverandi for- sætisráðherra Norðmanna Kjell Magne Bondevik. Aðalmarkmið verkefnisins var að bæta félagslegt um- hverfi barna og unglinga og félagsfærni þeirra. Þetta fól í sér, að öll börn og ung- lingar ættu rétt á góðu andlegu og fé- lagslegu atlæti í leikskólanum, skólanum, frítíma og öðrum skipulögðum frí- stundum. Í Þrándheimi fékk verkefnið nafnið „Vi bryr oss“. Markmið „vi bryr oss“ er að efla félagslega hæfni nemenda. Þetta þýðir að verkefnið kallar á þátttöku allra skóla í að þróa félagslega hæfni barna og unglinga. Markmiðið er einnig að fá hina fullorðnu, kennara og foreldra, til að taka virkan þátt. Nú þegar hefur verkefnið skilað góð- um árangri við að efla virðingu fyrir manngildi og jákvæðri hugsun og hegðun. Það má margt læra af Norðmönnum varðandi þennan málaflokk. Efling já- kvæðs hugarfars, tillitssemi og almenn virðing í þjóðfélaginu, gæti orðið höf- uðmarkmið slíks verkefnis hér á landi. Að efla markvisst samstarf milli heim- ilis og skóla væri ein af þeim leiðum sem fara mætti. Breyta hugarfari þannig að unnið sé meira með gildismat og mann- lega hegðun. Fræðsla um siðgildi að börn- um / unglingum sé innrætt virðing heið- arleiki umburðarlyndi gagnvart öðrum. Hvernig börn koma fram hvert við annað, hvernig börn koma fram við fullorðna, hvernig fullorðnir koma fram við börn, hvernig fullorðnir koma fram við aðra fullorðna og þess háttar. Margir vísindamenn á sviði þróunar og uppeldismála hafa sýnt fram á það með rannsóknum að þroski hvers einstaklings mótast í stöðugu samspili milli erfða og um- hverfis. Þar með hafa þeir sýnt fram á mikilvægi um- hverfis og áreitis fyrir þroska. Umhverfið er jafn- framt eini þátturinn sem upp- alendur, kennarar og þjálfarar geta haft áhrif á – með því að auka eða breyta áreit- um. Foreldrarnir og heimilið eru, í þessu efni sem öðrum, áhrifamestu aðilarnir í að efla færni / þroska barnsins. Þeir gegna því algjöru lykilhlutverki hvað varðar upp- eldi barna sinna. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sá „félagslegi malpoki“ (kunnátta, reynsla og hugarfar) sem börn hafa með sér að heim- an, og sá áhugi sem foreldrar sýna námi barna sinna, eru höfuðástæðurnar fyrir því hve mikill munur er á því hvað börn og unglingar læra í skólanum. Rannsóknir sýna einnig að þeir skólar sem ná að virkja foreldra í nám sinna barna ná betri árangri. Þannig verða for- eldrar að auðlind fyrir námsumhverfið og sem máttarstólpi námsárangurs eigin barns, eins og staðfest hefur verið í mörg- um rannsóknum. Ég tel tímabært að við, Íslendingar, hefjum markvissa vinnu með þau gildi sem viðkoma mennsku og mannlegri hegðun. Það má segja að ríkjandi gildi hér fjalli flest um peninga, tísku og útlit. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að ýta úr vör þjóðarátaki með manngildi að höfuðmarkmiði, þar sem tillitssemi, virð- ing, öryggi og samkennd eru í fyrirrúmi. Byrja mætti slíkt átak í grunnskólum og tryggja þarf það sem til þarf; fé, tíma og stefnu. Hver bekkur grunnskólans, með sína nemendur, kennara og foreldra ynni markvisst í ákveðinn tíma að slíku verk- efni. Hugsanlega gæti hver skóli útbúið skólakjörorð sem yrði leiðbeinandi fyrir starf skólans og heimilanna á þessu sviði. Slík skólakjörorð yrðu ekki bara notuð í skólunum heldur líka innan veggja heim- ilanna. Þannig yrðu kjörorðin hluti af dag- legu lífi fólks. Hér eru foreldrar í lykilhlut- verki sem góðar fyrirmyndir. En það er ekki nóg að viðhafa fögur orð, efndir þurfa að fylgja! Það að breyta hug- arfari og atferli er eitthvað sem krefst stöðugrar vinnu. Slíku verkefni þarf að finna farveg innan veggja skólans. Eftir fyrsta átaksárið mætti hugsa sér að nem- endum sem eru að hefja nám í 1. bekk og foreldrum þeirra yrðu kynnt skólakjör- orðin, þau myndu ræða þau og útfæra. Hefjum þjóðarátakið aukum sam- kennd! Þjóðarátak, virðing, tillitssemi Hermundur Sigmundsson hvetur til þjóðarátaks með manngildi að höfuðmarkmiði »Ég skora á ráðamennþjóðarinnar að ýta úr vör þjóðarátaki með manngildi að höfuðmark- miði, þar sem tillitssemi, virðing, öryggi og sam- kennd eru í fyrirrúmi. Hermundur Sigmundsson Höfundur er prófessor í sálfræði við Há- skólann á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.