Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 49 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030 johann@eignaborg.is  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Álfhólsvegur 86 - Kóp. Opið hús mánudag kl. 18-19 143 fm neðri sérhæð ásamt 22,5 fm bílskúr. Fjögur svefnherb., stofa með arni, úr stofu er gengið út á sólpall, fal- legur garður, laus við undirr. kaup- samnings. UPPLÝS INGAS ÍMI 6 -900-820 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. GULLENGI - TOPPEIGN Vorum að fá í sölu mjög glæsilega 127 fm 4ra-5 herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í þessu 6 íbúða húsi m/verðlaunagarði, staðsett innst í rólegum botnlanga. Mjög vandaðar innréttingar, massíft Iberaro parket á hluta gólfa. 3 stór herbergi, rúm- gott eldhús, þvottahús innan íbúð- ar og nýstandsett baðherbergi m/sturtu og baðkari. Tvennar flísalagðar svalir með fallegu útsýni. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 29,7 m. 6488 SANDAVAÐ - 90% LÁN MÖGULEG Vorum að fá í sölu glæsilegar 2ja og 3ja herb. íbúðir í 3ja hæða fjöl- býli með lyftu í Norðlingaholti. Íbúðirnar eru allar með sérinngangi og sérsvölum eða -garði. Sérmerkt bílast. í bílageymslu fylgir 3ja herb. íbúðum. Íbúðirnar eru fullbúnar með vönduðum gólfefnum og innréttingum og eru til afhendingar STRAX. Verðdæmi: 2ja herb. íbúðir 88 fm, v. 25,1 millj. 3ja herb. íbúðir 93 - 125 fm, v. 25,9 - 37,4 millj. Nánari upplýsingar á Fasteign.is 6474 Ný tt Ný tt UNUFELL - GOTT VERÐ Vorum að fá í sölu 95 fm rúmgóða og bjarta 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. 3 rúmgóð herbergi, rúmgóð stofa og standsett rúmgott eldhús með eldaeyju m/gashellum. Þvottahús innaf eldhúsi. Svalir meðfram íbúð. Verð 16,9 m. 6487 Ný tt MARÍUBAKKI Vorum að fá í einkasölu bjarta og fallega 84 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð á góðum stað í Bökkunum. Íb. skiptist í: Andd./hol, 2 herb. með skápum, eldhús með fallegri eldri innréttingu (innaf eldhúsi er þvotta- hús og búr með hillum), baðher- bergi m/ innréttingu og stofu með útg. á flísalagðar suðursvalir. Mjög stutt í skóla og aðra þjónustu. Góð eign á vinsælum stað. Nánari uppl. á fasteign.is. Verð 17,3 m. 6486 Ný tt KLEIFAKÓR - EINBÝLI Vorum að fá í sölu glæsilega stað- sett 2ja hæða 315 fm einbýlishús (nýbyggingu), þ.a. bílskúr 33,7 fm, sem stendur neðan götu í efstu götunni í Kórahverfi með glæsilegu útsýni. Möguleiki er að útbúa sér- íbúð á neðri hæð þar sem að sér- inngangur er til staðar. Búið er að reisa húsið og verður því skilað fullbúnu að utan og fokheldu að innan, lóðin grófjöfnuð. Verð 57 millj. Ný tt KLEPPSVEGUR Vorum að fá í einkasölu bjarta og fallega 109 fm 4ra herb. íbúð á góðum stað. Íbúðin skiptist í: And- dyri/hol m/skáp, eldhús með hvítri innréttingu (ca 10 ára), þvottahús með innréttingu, stórt barnaher- bergi m/útg. á norðursvalir m/góðu útsýni, flísalagt baðherbergi, hjóna- herbergi m/skápum, borðstofu (var áður 3ja herb.) og stofu með útg. á stórar suðursvalir m/góðu útsýni. Einstaklega snyrtileg eign. Verð 21,9 m. 6457 HÁBERG - PARHÚS Vorum að fá í einkasölu fallegt 140 fm parhús á góðum stað í Breið- holtinu. Eignin skiptist í: Forstofu, barnaherbergi með skápum, hjóna- herbergi með skápum, flísalagt baðherbergi m/tengi fyrir þvottavél, eldhús með hvítri innréttingu og borðkrók og rúmgóða stofu og borðstofu með útg. á hellulagða austurverönd. Stigi úr stofu uppí ris þar sem er eitt alrými (ca 40 fm) en möguleiki að gera 2 herbergi þar. Verð 30,5 m. 6455 GOÐAKÓR - EINBÝLI Erum með í sölu 228 fm einbýlis- hús á mjög góðum útsýnisstað of- an götu (botnlangi). Húsið skiptist þannig að íbúðarrými er 189 fm og bílskúrinn 38,6 fm. Húsið er tilbúið til afhendingar e. 2 mánuði, fullbúið að utan/málað og tilbúið að innan með vönduðum innréttingum og tækjum en án gólfefna nema bað- herbergi sem skilast flísalagt. Verð 56-57 millj. með frág. lóð og bíla- stæðum. Einnig hægt að fá afhent tilbúið til innréttinga. Verð 48-49 millj. Upplýsingar og teikningar á skrifstofu Fasteign.is 6425 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. SKÓLASTRÆTI - EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu þetta reisulega stein- hús á þessum einstaka stað í hjarta Reykjavík- ur. Húsið, sem er byggt árið 1915, er þrjár hæðir, auk rislofts og er samtals um 250 fm að stærð. Eign þessi, sem gefur mikla möguleika, er laus til afhendingar í desember. Allar nánari upplýsingar gefur Sveinbjörn Halldórsson sölustjóri í símum 570-4800 og 892-2916. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli LANDBÚNAÐARRÁÐU- NEYTIÐ hefur nýlega opinberað skýrslu um kostnað skattgreiðenda af herferðinni gegn riðuveiki. Ráðu- neytið talar um góðan árangur af her- ferðinni sem gengur út á það að drepa 182.000 kindur í lækningaskyni á 18 árum og um leið rústað lífi 350 bænda og fjölskyldna þeirra og gert lögbýli verðlaus. Tjónið fyrir bændur, hreppa og sýslur er yf- irgengilegt Hér fáum við að vita að tilfellin voru 872 á þessum 18 árum. Það sorglega við þetta vandamál er að ráðherra getur ekki lagt fram eina einustu rannsókn- arskýrslu yfir málin 872 sem sýna fram á ætlað brot bænda á lögum um dýrahald eða aðbúnað dýra, en hann getur lagt fram vottorð sem stað- festa að dýr voru með einkenni veikinnar. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á lögum um: dýravernd, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og lögum um dýra- hald á lögbýlum. Í þessum 872 til- fellum riðuveiki hefur ráðherra fúsk- að á ráðherraábyrgð sinni í öllum þessum málaflokkum. Landbún- aðarráðherra sem er búfræðingur að mennt, sækir visku sína og villu til enskra embættismanna sem hafa stundað það í áranna rás, síðan 1732, að plata þarlenda ráðamenn til að trúa því að riðuveiki sé smit- sjúkdómur, þar sem einkenni sjást ekki undir smásjá, „af því bara að …?“ Til að færa rök fyrir villurökum sínum fóru þessir ensku sérfræðingar inn í frumskóga Papúa Nýju Gíneu og bentu þar á ættbálk sem á að hafa stundað mannát í áranna rás. Af því að þeir átu hver annan, eiga þeir að hafa veikst af kuru sem er eitt heiti á riðuveiki í mönnum. Mér er málið skylt þar sem ég var flugmaður í flug- læknaþjónustu á eyjunni Borneo, þar sem sömuleiðis ætlað mannát á að hafa átt sér stað í aldanna rás á svip- aðan hátt og á Papua Nýju Gíneu. Hundruð ættbálka á Borneo og Pa- púa Nýju Gíneu stunduðu ætlað mannát, en aðeins einn ættbálkur fékk kuru riðuveiki. Enginn hefur haft fyrir því að rannsaka sérstöðu Fore-ættbálksins á Papua, Nýju Gí- neu sem er einstakur fyrir það að þeir búa í 11.500 feta hæð yfir sjávarmáli í eldfjallagíg mjög stórum, þar sem rakastig er að öllu jöfnu 98% og með- alhiti að nóttu 22°C gráður. Hér er andrúmsloftið mjög þunnt. Ætt- bálkur þessi hélt svín og alifugla und- ir húsum sínum sem gerðu þarfir sín- ar undir húsinu mánuðum og árum saman án þess að undan væri mokað. Hér tókst bakteríum að skapa að- stæður til að stökkbreytast á 20 daga fresti og framleiða við það eiturgufur og rakagas af tegundinni NH3 amm- óníak. Hér verður samsetning and- rúmslofts lífshættuleg, en það vissi Fore-fólkið ekki. Þessar aðstæður á Papúa Nýju Gí- neu eru nokkuð svipaðar þeim sem Guðni búfræðingur er ráðherra yfir á Íslandi í 872 tilfellum. Svona má tengja saman riðuveiki í mönnum og kindum. Hér verður mannætukenningin notuð af þeim ensku til að plata þarlenda rík- isstjórn allsvakalega og þar með Guðna bú- fræðing, háttvirtan landbúnaðarráðherra Íslands. Mannætukenningin er eitthvað á þessa leið og er sett fram af þeim ensku upp úr 1986 í kúariðufárinu. Af því að Fore-fólkið át hvert annað, veiktist það af riðuveiki, kuru. Af því að nautgripir átu kindamjöl af riðuveikum kindum veiktust þeir af kúariðuveiki, TSE/BSE. Af því að sumir borðuðu sýkt nautakjöt sem kom af sýktu kindakjöti veiktust þeir af CJD sem er afbrigði kuru og riðu- veiki í mönnum. Af því að kindur éta gras og borða fylgju sína og sleikja lömb sín að vori veikjast bara sumar af riðuveiki en ekki allar. Með þess- um rökum tókst enskum sérfræð- ingum að sannfæra ráðherra í rík- isstjórn Englands til að trúa því að riðuveiki væri smitandi og þannig hættuleg mönnum og dýrum. Á þennan hátt hefur Guðni búfræð- ingur, háttvirtur landbúnaðarráð- herra Íslands, smitast af sömu villu. Þegar að það rann upp fyrir mér að Guðni búfræðingur og ráðherra hafði ekki rannsakað fjárhús í 872 tilfellum sem líklegan orsakavald að riðuveiki, þá skrifaði ég tölvubréf til landbún- aðarráðuneyta USA, Kanada, Dan- merkur, Englands, Noregs, Íslands og Sviss og spurði hvort þessir op- inberu aðilar rannsökuðu fjárhús og fjós, sem líklega sökudólga í atburða- rásinni, sem leiddi til riðuveiki í kind- um og kúm. Ísland, Noregur og Sviss svöruðu ekki en allir aðrir svöruðu spurningunni neitandi, engar um- hverfisrannsóknir á vettvangi. Hér er fundin villa í vísuenda á heimsvísu, þar sem upp koma öll mögnuðustu til- felli riðuveiki TSE/BSE/CJD. En fleira kemur til því „prion protein“ kenningin passar einnig allvel inn í þessi áhrif sem of stór ammóníaks- skammtur hefur á taugakerfi dýra, sem anda að sér þessari NH3 blöndu í magninu 80ppm til 100 ppm, en það er 1000 faldur skammtur sem dýr- unum er ætlað að lifa við, þar sem upp kemur riðuveiki í kindum og kúm. Höfundur „prion protein“ kenn- ingarinnar þurfti að fara til suð- urskautsins til að finna kenningu sinni nafn en þar lifir í algjörri ein- angrun lítill fugl sem heitir,: prion. Út á þetta halda margir að „prion pro- teinið“ geti flogið á milli manna og dýra. Höfundur „prion protein“ kenningarinnar getur ekki útskýrt hvers vegna protein af veiku dýri er öðruvísi en frá heilbrigðu dýri og áfram heldur: „… af því bara að?“ getgátur. Villa í vísuenda Guðbrandur Jónsson fjallar um riðuveiki Guðbrandur Jónsson »Það sorglega viðþetta vandamál er að ráðherra getur ekki lagt fram eina einustu rann- sóknarskýrslu yfir málin 872 sem sýna fram á ætl- að brot bænda á lögum um dýrahald eða aðbún- að dýra … Höfundur er flugmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.