Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 30
sjónarmið 30 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ að hefði verið á Fljótsdal og síðan við Kárahnjúka hefðu miðlunarlónin orðið tvö en ekki eitt. Þetta er m.ö.o. vistvænni kostur en sá sem lagt var af stað með í upphafi.“ Óli segir sjónarmið andstæðinga framkvæmdanna um margt skiljan- leg. „Annars vegar geta menn sagt að við fáum ekki nægilega vel borgað fyrir þessar miklu framkvæmdir. Það er sjónarmið sem ég hef alltaf borið virðingu fyrir og ég vildi gjarn- an vera sannfærðari um það sjálfur. Hins vegar er þetta spurning um landið sem fer undir vatn. Í því sam- bandi svara ég því til að það er verj- andi að sökkva þessu þegar metið er hvað menn fá í staðinn. Ég hef mikið skoðað þennan umrædda dal og hann er vissulega fallegur. En það er víðar fallegt á Íslandi. Náttúru- verndarmenn gera að mínu viti alltof mikið úr því hversu einstætt þetta sé og ýkja ýmsa hluti. Menn tala t.d. um að 25% Kringilsárrana fari undir vatn, sem er sjálfsagt rétt. En stór hluti af því er ógróinn og tiltölulega nýkominn undan jökli. Þá fer stærsti hlutinn af Hraukunum, sem er merkilegasta náttúrufyrirbærið á þessum slóðum, alls ekki undir vatn. Þannig að skaðinn er mun minni en af er látið. Ég er gallharður á því.“ Hættulegra að setjast upp í bíl Óli segir að umræðan um öryggi Kárahnjúkastíflu sé mikill misskiln- ingur. „Líkurnar á því að eitthvað gerist þarna eru hverfandi litlar. Ef við setjum áhættuna af þessari fram- kvæmd í samhengi við aðra áhættu sem verið er að taka með mann- virkjagerð hérlendis þá er nokkuð ljóst að á næstu tvö til þrjú hundruð árum á eftir að gjósa á Hellisheiði. Menn vita líka að allt Þjórsársvæðið er sundursprungið og að Hekla á eft- ir að gjósa fljótlega. Í því samhengi er þetta ekki mikil áhætta.“ Óli hefur ekki áhuga á því að búa undir stíflunni enda ku vera þar skuggsælt en hann væri ekkert hræddur að búa niðri á Jökuldal. „Óttinn við þessa stíflu er ástæðu- laus. Það er miklu hættulegra að setjast upp í bíl – og þú tekur þá áhættu á hverjum degi.“ Óli er hlynntur álveri á Reyðar- firði og segir yfirgnæfandi meiri- hluta fólks á svæðinu vera það líka. „Það sjónarmið að þarna sé einn stór vinnuveitandi sem menn verði mjög háðir á vitaskuld rétt á sér en við er- um ekki óvön því hér á Íslandi, mundu bara öll sjávarþorpin sem hafa staðið og fallið með einum vinnuveitanda.“ Óli kveðst ekki hafa orðið fyrir óþægindum vegna starfa sinna við Kárahnjúkavirkjun. „Ég lifi og starfa með fólki sem er á móti fram- kvæmdunum og það er alveg vand- ræðalaust. Þetta er ekki svo beitt þótt vissulega sé hiti í mönnum og tilfinningar heitar. Þetta veldur ekki stórum sárindum, a.m.k. ekki í því umhverfi sem ég bý í.“ Eigi að síður telur Óli ólíklegt að sátt geti orðið með þjóðinni um Kárahnjúkavirkjun. „Ég sé ekki hvar sú sátt ætti að vera. Hins vegar held ég að ef menn setjast niður og meta rökrænt hver umhverfisáhrifin verða eftir tíu til fimmtán ár muni koma í ljós að andstæðingar virkj- unarinnar hafa ýkt þau stórlega.“ Frá sokkum til Guðs Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðing- ur og rithöfundur, hefur starfað við framkvæmdaeftirlit á Kárahnjúkum undanfarin þrjú ár eða svo. Hún seg- ir umræðuna um virkjunina hafa far- ið út um víðan völl á þeim tíma, allt frá sokkum eða sokkaleysi vinnuafls- ins í árdaga framkvæmda og svo nú þegar farið er að síga á seinni hlut- ann hafi Guði almáttugum verið blandað í málið. „Það er auðvitað þreytandi að vinna samviskusamlega að verkefni sem maður er stoltur af en þurfa svo í sífellu að lesa eða heyra þann nei- kvæða tón sem einkennt hefur þessa umræðu. Hvað sjálfa mig varðar og væntanlega flesta þá sem að þessu koma þá eru nokkur mikilvæg atriði alveg kýrskýr, nefnilega að ákvörð- un um virkjunina er tekin á lýðræð- islegan hátt, verkefnið er arðsamt og það hefur þegar sýnt sig skipta byggð og íbúa á Austurlandi gífur- legu máli,“ segir Yrsa. Hvað rök andstæðinga virkjunar- innar varðar þá eru þau að hennar mati oftar en ekki alls engin rök sem slík heldur virðist tilfinningasemi vera drífandi kraftur í málflutningi margra þeirra. „Það er svo sem skilj- anlegt því erfitt er að setja fram skýran samanburð á því sem glatast móti því sem ávinnst við fram- kvæmdina. Hins vegar telja þeir sem tóku ákvörðunina á sínum tíma, sem og meirihluti þjóðarinnar og ég þar með talin, að vogarskálarnar hallist í hag Kárahnjúkavirkjunar og við það situr. Í mínum huga þarf ekki að hafa fleiri orð um það en ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því að þegar kemur að stórum ákvörðunum er ekki raunhæft að búast við því að allir fylki sér á bak við þær.“ Lítið svigrúm fylgjenda Yrsa segir að skoðanaskipti séu holl ef þau eru á sómasamlegu plani og ekkert í sjálfu sér vont um slíkt að segja. „Það sem slær mann raunar svolítið er hversu lítið svigrúm fylgj- endur fá í allri umræðunni og stund- um dettur manni helst í hug að þeir vilji sem minnst láta fyrir sér fara til að dragast ekki inn í þetta stigvax- andi drama.“ Á árunum 2003 og 2004 kveðst Yrsa aðallega hafa fundið fyrir þeirri meiningu fólks að aðbúnaðurinn eystra væri ámóta og í brasilísku fangelsunum sem hafa undanfarið verið í umræðunni. „Maður var því í sífellu að leiðrétta viðmælendur sína hvað þann misskilning varðaði. Eftir að alþjóðlegu mótmælendurnir komu hingað fyrst sumarið 2005 hef- ur umræðan þróast yfir í tal um nátt- úruspjöll og leyniskýrslur svo nú er það helst að maður lendi í að útskýra og leiðrétta rangfærslur í því sam- bandi. Ég hef það raunar sem prin- sipp að ræða málið ekki við fólk sem er mjög einart í sinni afstöðu þar sem ljóst er að slíkt skemmtir bara skrattanum, ég er föst fyrir hvað mína skoðun varðar og það sína svo það er tæplega mikill umræðugrund- völlur þar á ferð. Ég get því ekki sagt að ég hafi beinlínis orðið fyrir neinum óþægindum vegna minna starfa á Kárahnjúkum og ávallt verið sýnd vinsemd af því fólki sem er á annarri skoðun en ég. Á sama hátt færi mér seint að mislíka við nokkra persónu vegna þess eins að við deil- um ekki sömu skoðunum.“ Fréttaþol þjóðarinnar lítið Yrsa þekkir ekki heldur dæmi þess að samstarfsmenn hennar hafi hlotið nein óþægindi önnur en í mesta lagi smákarp hér og þar. „Ekkert alvarlegt hefur borist mér til eyrna í það minnsta.“ Yrsa efast ekki um að sátt muni nást um virkjunina. „Fyrir það fyrsta þá er fréttaþol þjóðarinnar lít- ið, fólk hefur almennt ekki þolin- mæði til að hlusta á það sama út í hið óendanlega. Í öðru lagi er ég viss um að þegar allt er yfirstaðið og ró hefur færst yfir málið þá verði fólki ljóst að þetta var nú ekki svona slæmt, það kom enginn heimsendir, bara lón þar sem áður var lón. Það er að auki fullt af öðrum málum sem skipta meira máli í umhverfislegu tilliti en Kára- hnjúkavirkjun sem mætti ræða af sama þunga ef út í það er farið.“ Farið út af gráa svæðinu Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri í Fljótsdalsstöð, segir að umræðan um framkvæmdina við Kárahnjúka- virkjun hafi að mörgu leyti verið þörf og góð. „Mismunandi skoðanir þarf að ræða og velta fyrir sér en und- anfarnar vikur hefur þetta kannski náð áður óþekktum hæðum og menn farið út af gráa svæðinu, þar sem ásakanir um óheiðarleika og heimsku manna hafa verið settar fram. Menn geta verið með og á móti málinu en ég tel að vel hafi verið staðið að framkvæmdum af hálfu Landsvirkjunar. Fyrirtækið hefur líka lagt sig fram við það að kynna þær af heilindum.“ Georg kveðst ekki hafa orðið sjálf- ur fyrir óþægindum vegna starfa sinna fyrir Landsvirkjun við fram- kvæmdina en veit til þess að aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafi átt undir högg að sækja. „Þeir starfs- menn sem hafa hvað mest verið í sviðsljósinu við framkvæmdina hafa orðið fyrir ómaklegum ásökunum vegna starfa sinna að verkefninu. Ég túlka það þannig að margt hafi verið sagt í hita leiksins en sumt hefði sennilega betur verið látið ósagt. Við starfsmenn fyrirtækisins erum ráðn- ir til að sinna skilgreindum verkefn- um og verkefni eins og bygging virkjunar er háð samþykki og í um- boði eiganda fyrirtækisins eftir að öll tilskilin lög og leyfi liggja fyrir.“ Georg vonar að sátt verði um Kárahnjúkavirkjun í framtíðinni. „Landsvirkjun leggur metnað sinn í að ganga vel um framkvæmdasvæði og þegar virkjun hefur verið tekin í notkun er umgengni á áhrifasvæði hennar að mínu mati alltaf til fyr- irmyndar. Það er trú mín að Fljóts- dalsstöð verði ekki eftirbátur ann- arra aflstöðva Landsvirkjunar og á hana verði litið sem framúrskarandi rekstrareiningu í sátt við samfélag- ið.“ Hefði mátt skapa meiri atvinnu Ágúst Guðmundsson, jarðfræð- ingur hjá Jarðfræðistofunni ehf., vann á sínum tíma jarðfræðiathug- anir sem þurfti að gera á Kára- hnjúkasvæðinu til að meta kostnað við verkefnið. Því starfi lauk fyrir um tveimur árum. Ágúst er almennt fylgjandi því að virkja vatnsafl Íslands. Hann segir hins vegar ekkert vafamál að við Kárahnjúka hafi landsvæðum og náttúru sem sé mörgum kær verið fórnað. „Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Á móti kemur að talið hefur verið að ávinn- ingurinn réttlætti þessa fram- kvæmd. Mín persónulega afstaða til virkjunarinnar er hlutlaus enda hef ég litið á þetta sem hvert annað verkefni. Alþingi tók þessa ákvörðun og þar við situr.“ Ágúst segir það vonbrigði að þessi stóra framkvæmd skyldi ekki verða meira atvinnuskapandi fyrir Íslend- inga. „Ég hefði kosið að þessari miklu iðnaðaruppbyggingu hefði verið hagað með þeim hætti að Ís- lendingar hefðu sem mestan aðgang að vinnu við verkið, bæði virkjunina og uppbyggingu álversins. Hefði tímaramminn fyrir hvort verk um sig verið rýmri, segjum tvö ár, held ég að innslagið í efnahagslífið hefði verið mildara og langvinnara og þjóðfélagið haft meira upp úr þessu.“ Ágúst viðurkennir að hann hafi orðið fyrir ónotum vegna vinnu sinn- ar við Kárahnjúkavirkjun. „Maður hefur heyrt bæði andstæðinga virkj- unarinnar og stjórnmálamenn tala um að vinnan hjá okkur sé bara fúsk og vitleysa. Ég held að öllum leiðist að heyra slík ummæli um störf sín. Í flestum tilfellum er þessi umræða og þessar ádeilur af mikilli vanþekk- ingu. Ég vann að undirbúningsat- hugunum vegna Hvalfjarðarganga á sínum tíma og gekk þá í gegnum svona neikvæða umræðu af hálfu margra, þannig að ég var ónæmari fyrir þessu núna. Auðvitað vill sá sem er að undirbúa og athuga oft gera meira en verkeigandi fellst á og ég get vel skilið það sjónarmið enda kosta athuganir peninga og tíma. Það þýðir að stundum þarf að leiða líkum að hlutum og geta í eyðurnar. Maður getur heldur aldrei haft allar upplýsingar í höndunum, sumt ligg- ur einfaldlega ekki fyrir fyrr en líður á verkið. Þá er brugðist við því eftir aðstæðum. Þetta var ekkert öðruvísi á Kárahnjúkum en annars staðar.“ Fagleg sjónarmið komast ekki að Ágúst segir það galla á íslenskri þjóðfélagsumræðu að alltof margir taki einarða pólitíska afstöðu til mála og fagleg sjónarmið komist hrein- lega ekki að. „Eitt af því sem hefur verið áberandi í umræðunni eru sprungurnar undir Kárahnjúka- stíflu. Við þekktum svo til allar þess- ar sprungur fyrirfram að ákveðnu marki og þær eru margar. Síðan þegar kemur upp ádeila frá Guð- mundi Sigvaldasyni og Grími Björnssyni þá virðist þeirra þekking byggjast á því sem þeir lesa í um- hverfismatsskýrslunni. Það var ekki talin þörf á því að fara með svona tæknileg atriði inn í þá skýrslu. Þessi umræða var því á hæpnum forsend- um. Því m.a. haldið fram að þetta hefði komið okkur í opna skjöldu. Það er auðvitað fráleitt nema að litlu leyti. Við sáum t.d. ekki sprungurnar í gljúfrinu fyrr en búið var að hreinsa ofan af því. En hvernig áttum við að fara að því? Svona hlutir koma alltaf upp og þá eiga menn varasjóð til að taka á þeim.“ Ágúst álítur að sátt muni verða um Kárahnjúkavirkjun í framtíðinni. „Það var talsvert upphlaup í kring- um Blönduvirkjun á sínum tíma en það er enginn að deila um hana í dag. Ég held að sama verði með Kára- hnjúkavirkjun. Að mínu mati er ál- verið mikill ávinningur fyrir Aust- firðinga og ég vona að menn muni sjá að hann sé meiri heldur en fórnar- kostnaðurinn. Ég hef verið mikið á Vestfjörðum undanfarið og maður sér hvernig samfélagið þar er á hraðri niðurleið. Og það er engin lausn í sjónmáli. Sama var upp á ten- ingnum fyrir austan fyrir fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka. Það urðu mikil umskipti þegar þær fóru af stað. Það er allt annað andrúms- loft í þessum byggðum í dag.“ orri@mbl.is Kristján Kristinsson Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir Óli Metúsalemsson Georg Þór Pálsson Yrsa Sigurðardóttir Ágúst Guðmundsson Ráðstefnan er ætluð fagfólki úr ýmsum stéttum sem koma að málum barna með Downs-heilkenni, s.s. félags- uppeldis- og heilbrigðisstéttum, foreldrum og öðum áhugasömum. Verð: 15.000 kr. fagfólk / 7.500 kr. foreldrar Skráningu lýkur 2. október Dagskrá og skráning á www.greining.is George T. Capone M.D. frá Kennedy Krieger Institute í Baltimore. Capone er forstöðumaður mótttöku barna með Downs- heilkenni á Kennedy Krieger. Hann starfar einnig að rannsóknum og er aðstoðarprófessor í barnalækningum við Johns Hopkins háskóla. FÉLAG ÁHUGAFÓLKS UM DOWNS-HEILKENNI Aðalfyrirlesari Ráðstefna um Downs-heilkenni á Grand Hóteli 5. og 6. október 2006 H 2 h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.