Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 11
Júlía Tymoshenko fer nú fyrir stjórnarandstöðunni á úkraínska þinginu, en hún var helsti bandamaður Jústsjenkós í appelsínugulu byltingunni fyrir tveimur árum. Hún varð forsætisráðherra í kjölfar þess að Jústsjenkó var kjörinn forseti, en forsetinn rak hana úr embætti í september í fyrra. Ég hitti m.a. þingmanninn Hryhoriy Nemyria, úr þingflokki Júlíu Tymoshenko, en hann er jafnframt aðalráðgjafi hennar um erlend málefni. Hann sagðist telja að forsetanum Jústsjenkó hefðu orðið á alvarleg mistök, þegar hann rak Tymoshenko sem forsætisrsráðherra í fyrrahaust, eftir aðeins sjö mánaða setu á forsætisráðherrastóli. „Þau tvö voru í augum þjóðarinnar holdgervingar lýðræðisaflanna í landinu, sem tóku völdin eftir app- elsínugulu byltinguna. Forsetanum var mikill styrkur að því að hafa Tymoshenko sem forsætisráðherra, en hið sama verður ekki sagt um núverandi forsætisráð- herra, Janúkóvítsj, sem er tákn gamalla tíma, spill- ingar og þjónkunar við Rússa. Með því að gera hann að forsætisráðherra er forsetinn orðinn hálflamaður og máttlaus. Völd hans og áhrif hafa verið skert, og forsætisráð- herrann og hans stuðningsmenn ráða nánast öllu því sem þeir vilja ráða,“ segir Nemyria. Hann segir að þótt Tymoshenko hneigist til vinstri frá miðju stjórn- málanna í Úkraínu og forsetinn til hægri, þá hafi þau átt að geta unnið saman. Þau hafi til dæmis verið mjög samstiga í utanríkismálum, eins og því að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og að stefna bæri að inngöngu í NATO að undangenginni þjóð- aratkvæðagreiðslu þar um. Þau hafi hins vegar greint á um stjórn efnahags-, innanríkis- og velferðarmála. Tymoshenko hafi m.a. viljað ganga lengra í þjóðnýt- ingu en Jústsjenkó, sem margir Úkraínumenn hafa þó í flimtingum og nefna „endurþjóðnýtingu“. „Tymoshenko lýsir sjálf árinu 2005 sem ári hinna glötuðu tækifæra. Í kjölfar appelsínugulu bylting- arinnar hafi ríkt geysilegar væntingar meðal þjóð- arinnar, um bætt kjör, bætt lýðræði, aukinn hagvöxt, betra stjórnarfar. En svo hafi það allt runnið meira og minna út í sandinn,“ segir Nemyria. Hann segir Tymoshenko og fylgismenn hennar hafi litið svo á, að við þingkosningarnar í vor, hafi skapast annað tækifæri til framfara, en það hafi glat- ast eftir að sósíalistar gengu til liðs við Janúkóvítsj í sumar. Í þeim efnum beri Jústsjenkó forseti ekki síð- ur ábyrgð, því hann hafi ekki viljað viðurkenna hið augljósa, að sjálfsagt og eðlilegt var að Tymoshenko yrði forsætisráðherra á nýjan leik. „Við erum því í stjórnarandstöðu og ætlum að veita stjórnvöldum mikið aðhald. Þótt einhverjir þing- manna okkar hafi hlaupist undan merkjum, þá er staða flokks Tymoshenko sterk á þingi. Við erum með yfir eitt hundrað þingmenn, af 450 þingmönnum og rödd okkar mun því hljóma sterk á þingi. Við munum mynda skuggaráðuneyti og sækja í smiðju til vest- rænna þinga, ekki síst breska þingsins í þeim efnum. Við erum því fylgjandi að Úkraína starfi náið með Vestur-Evrópu, að við verðum hluti af Evrópusam- bandinu. Almenningur í Úkraínu styður okkur í þeim efnum. Við viljum einnig að við verðum aðilar að NATO, en um það stefnumál okkar eru enn skiptar skoðanir hér í Úkraínu, því innan við þriðjungur styð- ur þá stefnu, enn sem komið er og um 40% eru slíkri aðild andvígir, en það mun breytast. Ég er sann- færður um það,“ segir Nemyria. Nemyria segist bjartsýnn á að þing Úkraínu muni samþykkja lagafrumvarp um stjórnarandstöðu nú í haust og það verði þá í fyrsta sinn í sögu þingsins sem það verði gert. Það frumvarp sé að fyrirmynd vest- rænna þingræðisríkja og hann telji að ef frumvarpið verði samþykkt, muni vinnubrögð úkraínska þingsins batna til muna og lýðræðisleg vinnubrögð eflast. „Þessi lagasetning er þýðingarmikil á vegferð ríkis eins og okkar, á leið frá alræði til lýðræðis. Við þurf- um á skýrum leikreglum að halda – leikreglum sem vernda rétt stjórnarandstöðunnar,“ segir Nemyria. Forðast sviðsljósið Vikublaðið Kyiv Post, sem gefið er út á ensku í Kænugarði, var með úttekt á auðugustu mönnum Úkraínu í sumar, þar sem upplýsingarnar hér að ofan koma fram. Gerð var grein fyrir 30 auðugustu mönn- um landsins, sem taldir eru „eiga“ um 2.700 milljarða ísl. króna. Í samtölum mínum við stjórnmálamenn, sveit- arstjórnarmenn og almenning kom m.a. fram að auð- mennirnir eru flestir taldir hafa efnast eitthvað, við einkavæðingu í Úkraínu, eftir að landið hlaut sjálf- stæði árið 1991. Þar er átt við einkavæðingu í stáliðn- aði í Úkraínu, sem telst vera sá sjöundi stærsti í heim- inum. Flestir auðmannanna eru frá austurhluta Úkraínu, þar sem megnið af stáliðnaðinum og náma- vinnslu er. Sömuleiðis hafa auðmennirnir komist í miklar álnir, við einkavæðingu bankanna, fjarskipta- fyrirtækja, olíuhreinsunarstöðva, gasleiðsluverk- smiðja, efnaverksmiðja, fjölmiðla, orkufyrirtækja, drykkjarverksmiðja, fasteigna- og tryggingafyr- irtækja og fleira og fleira. En það er ekki fyrr en eftir appelsínugulu bylting- una, sem hinir ríku, urðu svona stórauðugir, því eftir hana hafa eignir hækkað gífurlega í verði, ekki síst bankar og fjármálastofnanir. Sá ríkasti meðal ríkra í Úkraínu er Rinat Akhme- tov. Hann hefur þar til nýlega forðast sviðsljós fjöl- miðlanna með frábærum árangri. Nú er hann hins vegar genginn til liðs við Héraðaflokkinn, flokk Ja- núkóvítsj forsætisráðherra og er sestur á þing og verður því að sætta sig við sviðsljósið. En ákveðin leynd hvílir yfir því hvernig hann auðgaðist í upphafi, rétt eins og um upphafið að auðlegð annarra úkra- ínskra auðmanna. Þegar ég reyndi að grennslast fyrir um það hvernig menn á listanum urðu svona gífurlega ríkir, t.d. hvernig þeir eignuðust fyrstu milljón dollarana, þá var það sammerkt með viðmælendum mínum, að þeir brostu góðlátlega og sögðu eitthvað í þessa veru: „Besti vinur auðmannsins í Úkraínu er þögnin.“ Mér fannst alveg ljóst, að fólki er nóg boðið, mörg- um ofboðið; menn ræða sín í milli um taumlausa og grímulausa græðgi; segja að þrír tugir manna hafi „stolið þjóðarauðnum“; yppa svo öxlum og taka næsta mál á dagskrá. Nemyria segir að Tymoshenko sé alls ekki jafn auðug og haldið hafi verið fram í ýmsum vestrænum fjölmiðlum, þótt vissulega sé hún ágætlega stæð. Hann vill ekki fara út í það í smáatriðum hvernig Júlia Tymoshenko komst í álnir, en segir þó að Ty- moshenko hafi fyrri hluta síðasta áratugar, sem for- stjóri United Energy, efnast vel. Hitt skipti meira máli, að þegar hún var forsætis- ráðherra, hafi pólitískir andstæðingar hennar hafið rógsherferð á hendur henni, í þá veru að hún hafi auðgast með því að svíkja Rússa í olíu- og gasvið- skiptum og múta rússneskum embættismönnum. Slíkar ásakanir á hendur henni hafi hafist mun fyrr, eða í forsetatíð Kútsma og þær hafi verið rangar og beinlínis til þess að grafa undan henni á stjórn- málasviðinu. Engu að síður hafi þær ásakanir á sínum tíma orðið til þess að Tymoshenko þurfti að eyða 42 dögum í fangelsi í Úkraínu, þegar hún var aðstoð- arforsætisráðherra í forsætisráðherratíð Jústsj- enkós. Hún hafi í fyrra verið hreinsuð af öllum ásök- unum um spillingu í Úkraínu. Síðar hafi verið gefin út kæra á hendur henni í Moskvu, um að hún hafi mútað embættismönnum í varnarmálaráðuneytinu í Kreml. Eftir að Tymos- henko hætti sem forsætisráðherra, hafi hún fyrst get- að farið til Moskvu og svarað öllum fyrirspurnum rík- issaksóknara Rússlands og þannig hreinsað sig af þessum ákærum. Eftir það hafi Rússar fallið frá mál- sókn á hendur henni. Bjartsýni þrátt fyrir allt Þrátt fyrir lágar meðaltekjur, gífurlega ójafna skiptingu þjóðarauðsins, þar sem örfáir eru „filthy rich“ og velflestir snauðir, finnst mér eins og ákveð- inn sóknarhugur, bjartsýni um bættan efnahag og af- komu, ríki meðal margra í Úkraínu. Hvarvetna er verið að framkvæma, byggja, breyta og bæta. Unga og vel menntaða fólkið, sem hefur sótt sér framhalds- menntun út í heim, er margt komið aftur heim, tilbúið að láta hendur standa fram úr ermum og vinna að bættum þjóðarhag. Vel má vera að þeir sem ég hitti séu enginn þver- skurður af úkraínsku þjóðinni, en þetta var samt sem áður sá tónn sem mér fannst vera sleginn. Til dæmis sagði mér kona, sem gekk með mér um Lviv-borg og leiðbeindi mér, að þótt hún, vinir hennar og félagar væru vonsvikin með það hvernig stjórnmálaástandið í Úkraínu hefði þróast eftir appelsínugulu byltinguna, þegar þau stóðu á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði ásamt milljón manns, þá tryði hún því að Úkraína ætti bjarta framtíð fyrir sér. Það væri andi framfara og sóknar sem væri ríkjandi meðal manna og fólk væri ekki svo mikið að velta sér upp úr stjórn- málaþrefinu, „enda hefur það lítið upp á sig“, sagði hún og hélt áfram að uppfræða mig um kirkjurnar í Lviv.Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Þingmaðurinn Hryhoriy Nemyria, þing- maður í þingflokki Júlíu Tymoshenko seg- ir að Jústsjenkó forseta hafi orðið á alvar- leg mistök þegar hann rak Tymoshenko sem forsætisráðherra í september í fyrra. Frelsistorgið Sjálfstæðistorgið í mið- borg Kænugarðs fékk nýtt nafn í huga þjóðarinnar fyrir tveimur árum þegar ein milljón manns kom þar saman í app- elsínugulu byltingunni. Í kjölfar bylting- arinnar fylltist úkraínska þjóðin bjart- sýni, sóknar- og baráttuhug. Forsetabústaðurinn Hinn opinberi bú- staður forseta Úkraínu er í þessari fal- legu byggingu í miðborg Kænugarðs. Hér býr Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu um þessar mundir. Staður brúðhjóna Í Kænugarði eru föstudagar og laugardagar miklir brúð- kaupsdagar. Fjöldi brúðhjóna og brúð- kaupsgesta streymir þessa daga niður að Dníepur-fljóti og lætur mynda sig við þetta minnismerki. inn af skrifstofu Kostyantyn, eru hvers konar tæki, sem allajafna má sjá á heilsuræktarstöðvum, en ræðis- maðurinn hefur þessi til einkaafnota, til þess að halda sér í formi, sem hann gerir augsýnilega af mikilli samvisku- semi. Í sama herbergi er stórglæsilegt skákborð og skákmenn. Margeir segir mér að hann hafi teflt við ræðis- manninn, en er þögull um úrslitin, enda hógværðin uppmáluð. Kímir svo eins og honum einum er lagið og seg- ir: „Eigum við ekki bara að segja að Kostyantyn kunni mannganginn!“ Ranghugmyndir um Úkraínu – Kostyantyn, hvernig bar það til að þú varðst ræðismaður Íslands í Úkra- ínu? „Ég tók þátt í því að undirbúa för úkraínskrar viðskiptasendinefndar til Reykjavíkur fyrir níu árum. Þá vissu menn hérna ekki nokkurn skapaðan hlut um Ísland og viðskipti milli land- anna voru vart nokkur. Það var eig- inlega fyrir tilviljun, sem ég las mér til um Ísland og ég fékk logandi áhuga á landi og þjóð. Í kjölfar þessa bauðst ég til þess að verða ræðismaður Ís- lands í Úkraínu og það boð mitt var þegið með þökkum í utanríkisráðu- neyti Íslands. Síðan hef ég gegnt þessu starfi, haft mikla ánægju af, kynnst fjölmörgum Íslendingum og heimsótt ykkar stórkostlega land.“ – Hefur umfang starfa þinna sem ræðismaður Íslands aukist til muna, eftir að Margeir Pétursson og félagar hófu fjárfestingar í Úkraínu fyrir tveimur og hálfu ári? „Já, heldur betur og það svo um munar. Eins og ég sagði áðan, voru viðskipti landanna nánast engin fyrir níu árum, en nú skipta þau mörgum tugum milljóna dollara á ári og fara bara vaxandi, frá ári til árs. Þetta fór nú allt fremur hægt af stað um og upp úr 1999. Á þeim árum var ljóst að kaupsýslumenn á Íslandi töldu Úkra- ínu vera lítið land og ekki svo áhuga- vert,“ segir Kostyantyn og hlær, því Úkraína er yfir 600 þúsund ferkíló- metrar og landið byggja um 48 millj- ónir manns. „Íslenskir kaupsýslumenn voru fyr- ir tíu árum eða svo haldnir miklum ranghugmyndum um Úkraínu og við- skiptalífið hér. Ég held að stór hluti þeirra hafi talið að landinu væri meira og minna stjórnað af mafíu og glæpa- gengjum. Auðvitað var stjórnkerfið hjá okkur ekki fullkomið, síður en svo, en því fór fjarri að þessar hugmyndir um landið okkar væru nærri lagi. Raunar hefur mjög margt breyst hér síðustu ár, einkum eftir appelsínugulu bylting- una, til hins betra og ófremdar- ástandið sem var heyrir fortíðinni til. Ég tel að Úkraína sé land mikilla tækifæra og að íslenskum fjárfestum eigi eftir að ganga afar vel hér austur frá.“ Kostyantyn segist þess fullviss að það hafi verið rétt ákvörðun af utan- ríkisráðherra Íslands á sínum tíma, að opna ræðismannsskrifstofu í Kænu- garði. Umfang starfsins hafi farið stigvaxandi og tengslin milli landanna hafi styrkst og eflst á þeim níu árum sem liðin séu. Samskipti aukast „Ég hef haft mikla ánægju af því að vinna með Margeiri Péturssyni og að- stoða hann eftir megni, t.d. við kaup MP Fjárfestingarbanka á Lviv Bank. Núna í sumar tók ég svo að mér að vera stjórnarformaður í Lviv Bank og hef ég einnig mikla ánægju af því starfi. Margeir hefur líka ráðist í verkefni, eins og fornleifarannsókn- ina, til þess að reyna að kortleggja ferðir Þorvaldar víðförla, sem mikill menningarauki er að, bæði fyrir Ís- lendinga og okkur Úkraínumenn.“ Kostyantyn segist sannfærður um að samskipti Íslands og Úkraínu eigi eftir að aukast í náinni framtíð. „Ég held t.d. að á mennta- og menning- arsviði séu möguleikar á samskiptum. Við gætum komið á skiptinemapróg- rammi, t.d. fyrir háskólastúdenta og framhaldsskólanema og þannig gæti unga fólkið okkar kynnst Íslandi og ykkar kynnst Úkraínu. Núna er von á utanríkisráðherra Íslands í opinber heimsókn hingað til Úkraínu. Í för með ráðherranum verður væntanlega stór viðskipta- sendinefnd og ég reikna fastlega með að í kjölfar þeirra heimsóknar aukist viðskipti og samskipti á milli land- anna,“ segir Kostyantyn Molovanyy og er þar með rokinn á næsta fund. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.