Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 31
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 31 Mér hefur skilist svo mikið semþað að sú reynsla, að vera hafnað vegna þess að makinn er samkynhneigður, er mjög erfið og skilur eftir sig sár sem seint grær hjá sumum. „Ég hefði miklu frekar getað tekið þessu ef hún hefði farið til annars manns,“ sagði mað- ur sem sagði mér frá þeirri reynslu að missa konu sína til annarrar konu eftir langa sambúð. „Það versta var að það var ekki einu sinni hægt að berjast,“ sagði kona sem missti mann sinn til ann- ars karlmanns. Í báðum þessum samböndum voru nokkur börn. Ég ætla ekki nokkrum samkyn- hneigðum það að hafa viljandi ætlað að táldraga gagnkynhneigðan maka og er viss um að sambandsslit af þessu tagi eru ekki síður sár fyrir hinn samkynhneigða − en umræður í samfélaginu hafa fremur snúist um sársauka hans, − ekki sársaukann sem verður hlutskipti hins eftirlátna gagnkynhneigða maka. Það fólk virðist upplifa mikla smán í viðbót við sársaukann að missa maka sinn. Þessu sýnist mér hafa verið lítið sinnt og lítil aðstoð verið boðin fram af hálfu umhverfs- ins í það minnsta í þeim tilvikum sem ég er kunnug. Hinn yfirgefni gagnkynhneigði maki hefur þurft að bera hina meintu smán og sinn mikla missi án teljandi samúðar umhverf- isins. „Ég elska hann ennþá,“ sagði stúlka við mig sem missti mann sinn til annars karlmanns. Hún grét og ég fann til mikillar samúðar og líka vanmáttar. Eina sem ég gat sagt við hana var að hún skyldi leita sér að- stoðar hjá sálfræðingi. Við þetta bætist að hinum yfir- gefna gagnkynhneigða maka verður mjög tíðhugsað um sína stöðu í kyn- ferðismálum, það læðist að þessu fólki efi um eigin kynhneigð. „Hvers vegna í ósköpunum laða ég að mér samkynhneigðan mann?“ sagði kona við mig. Ég kunni engin svör nema þau að hinn samkyn- hneigði maki hefði vafalaust ekki verið búinn að gera sér grein fyrir kynhneigð sinni og ábyggilega líka laðast að henni sem manneskju. En ég gat ekki séð að þessi ummæli væru viðkomandi konu til mikillar huggunar. Mér finnst það því mjög af hinu góða að samkynhneigðu fólki verði sem fyrst ljós kynhneigð sín og hún sé viðurkennd af samfélaginu, það kemur í veg fyrir harmleiki af þessu tagi. En mér finnst einnig mikilvægt að fólk almennt hafi ekki í flimting- um sín á milli hlutskipti þeirra sem lenda í því að missa maka á þann hátt að hann fari til annars af sama kyni, − skilji að það hafa allir tilfinn- ingar. Það er vissulega sárt hlut- skipti að standa yfir rústum sam- bands, hvernig sem slíkt ber að, − en ef við bætist efi um eigin kyn- hneigð og sú tilfinning að hafa fengið háðulega útreið, − þá er ástæða fyr- ir umhverfið til að sýna samúð og bjóða fram aðstoð, fagfólks sem leik- manna. þjóðlífsþankar | Þarf ekki þarna skilning? Erfitt hlutskipti Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni samkynhneigðra í alllangan tíma og er það sannarlega af hinu góða flest af því. En eitt hefur þó gleymst, finnst mér, - það er hlutskipti gagnkynhneigðra sem verið hafa í sambúð eða hjóna- bandi með fólki sem svo síðar hefur „komið út úr skápnum“. Ég hef kynnst fimm aðilum á lífsleiðinni sem hafa þessa reynslu og hafa rætt hana við mig. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar í? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag og í staðinn borgum við þér allt að 140 þúsund krónur í mánaðarlaun. Síðan kaupir þú þér það sem hugurinn girnist. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Helgarferð á ótrúlegu verði Helgarferð til Prag 12. október frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Verð kr.29.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Verð kr.39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Park  með morgunmat. Netverð á mann. vaxtaauki! 10% flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.