Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030 johann@eignaborg.is  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Álfhólsvegur 86 - Kóp. Opið hús mánudag kl. 18-19 143 fm neðri sérhæð ásamt 22,5 fm bílskúr. Fjögur svefnherb., stofa með arni, úr stofu er gengið út á sólpall, fal- legur garður, laus við undirr. kaup- samnings. Sumarbústaður í Snæfoksstaðalandi við Vaðnes Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Glæsilegt útsýni – Mikill gróður Þessi fallegi sumarbústaður er til sölu. Bústaðurinn stendur í landi Skógræktarfélags Árnessýslu við Vaðnes í um 45 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hann er að mestu leyti á einni hæð en auk þess er steyptur kjallari undir hluta bústaðarins. Á 1. hæð er m.a. stór stofa, eld- hús, bað, 3 herbergi, forstofa o.fl. Í kjallara er inntak fyrir hitaveitu, geymslurými o.fl. Við bústaðinn er sólpallur (sólpallar) um 150 fm að stærð og þar er heitur pottur og dúkkuhús. Öll húsgögn í bústaðnum fylgja. Bústaðurinn stendur á 11.000 fm gróinni lóð sem er vaxin miklum birkigróðri, grenitrjám, öspum, furu, lerki o.fl. Glæsilegt útsýni m.a. yfir Hvítá og land Skógræktarinnar. (Bústaðurinn stendur milli 2ja golfvalla í um 5-15 mín. akstursfjar- lægð). Stjörnuskoðunarturn við bústaðinn getur fylgt. Þessi sumarbústaður stendur á einu eftirsóttasta sumarbústaðasvæði sunnanlands. Nýtt og glæsilegt 184,9 fm EINBÝLI á einni hæð ásamt 33,5 fm BÍLSKÚR, samtals 218,4 fm á góðum stað innst í botnlanga (JAÐARLÓÐ) á Ásvöllum. Húsið afhendist fullbúið að utan steinað og fokhelt að innan. Til afhendingar við kaupsamning. Verð 33 millj. FLÉTTUVELLIR 45 - HAFNARFIRÐI Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Höfum fengið til sölu tvo glæsilega veitingastaði í hjarta borgarinnar. Annar á Laugavegi og hinn við Austurvöll. Staðirnir eru báðir mjög vel búnir innréttingum og tækjum. Mikil velta. Frábært tækifæri til að eignast veitingastaði með mikla möguleika. 7927. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar í síma 533 4800. Til sölu veitingastaðir í hjarta borgarinnar Til sölu nýtt á skrá www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, símar 588 4477 og 822 8242. Akralind 153 fm atvinnuhúsn. Er í dag nýtt í einu lagi, mögul. er að skipta rýminu upp í tvær einingar. Búið er að klæða loft, góð lýsing, eldhús, skrifst. og salerni. Góð staðsetning, góð aðkoma. Húsnæði í mjög góðu standi. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Sími 588 4477 KATÓLIKKAR hafa fengið á páfastól mann sem þorir að segja sannleikann og það jafnvel um múslima. Hinn 12. september síðastliðinn hélt páfinn Benedikt XVI (Joseph Alois Ratzinger) ræðu við háskólann í Regens- burg. Í ræðunni held- ur páfinn því fram að trúin á kristinn Guð byggist á rökrænum grunni. Þetta viðhorf hlýtur að koma ýms- um á óvart, en rök páfans eru sannfær- andi og ræðan öll hin vandaðasta. Í máli sínu kemur páfinn víða við og meðal annars hefur eftir orð býsanska keisarans Manuels II Palaiologus, sem talin eru vera frá árinu 1391. Ummæli Manuels um múhameðstrú voru jafn sönn á fjór- tándu öld og þau eru enn þann dag í dag. Hins vegar er múslimum annað betur gefið en að sýna um- burðarlyndi og því ekki við öðru að búast en þeir bregðist illa við og noti tækifærið til að drepa fáein börn og gamalmenni, til dýrðar Al- lah. Þegar ræða páfans er lesin kem- ur í ljós að hún fjallar að mjög litlu leyti um múslima. Meginefni ræð- unnar er sambúð og sameining trú- ar og rökhyggju (reason, vernunft) í kristinni trú. Páfinn rekur þetta samband frá upphafi og færir sterk rök fyrir þeirri skoðun að sérstaða kristinnar trúar sé einmitt fólgin í þessu sambandi. Það sem felst í þessu sam- bandi trúar og rök- hyggju er að sam- bandið „orsök – afleiðing“ er gilt fyrir Guði, sem tryggir samstarf kristni og vísinda. Til sam- anburðar er Allah duttlungafullur, órökv- ís og oft illgjarn. Vísan páfans til ummæla keisarans Manuels II (1350–1425) er skemmtileg. Manuel II segir: „Blóðsúthellingar eru ekki þókn- anlegar Guði og órökvís hegðun stingur í stúf við eðli Guðs. Guðstrú er afkvæmi sálarinnar, en ekki lík- amlegt afkvæmi. Þeir sem vilja stunda trúboð verða að vera vel máli farnir og færa góð rök fyrir skoðunum sínum. Ofbeldi og hót- anir eiga ekki erindi í þessu sam- bandi … til að sannfæra manneskju sem lýtur rökhugsun er ekki væn- legt að beita harðneskju, vopna- valdi, né heldur morðhótunum …“ Páfinn vitnar einnig til umsagnar fræðimannsins Theodore Khoury, sem ritstýrði útgáfu um skrif Manuels II: „Fyrir keisaranum í Miklagarði, sem mótaður var af grikkneskri heimspeki, eru þetta augljós sann- indi. Samkvæmt múslimskum fræð- um er Allah hins vegar fullkomlega órökrænn (transcendent). Vilji hans er ekki háður neinum takmörk- unum, sem okkur er kunnugt um, ekki einu sinni vitrænum.“ Í þessu samhengi er bent á, að einn þekktasti kennimaður múham- eðstrúar, Ibn Hazm (994–1064), gekk svo langt að lýsa yfir: „að Allah er ekki einu sinni bundinn af eigin orðum og að hann hefur engar skuldbindingar um að opinbera okkur sannleikann. Ef það væri Allahs vilji yrðum við jafnvel að ástunda villutrú“. Páfinn fylgir þessu eftir: „Skilningur okkar á Guði og þar af leiðandi hvernig við iðkum trú okkar veldur því að við stöndum frammi fyrir erfiðu vali, sem er sér- staklega ögrandi á okkar tímum. Er sú sannfæring eingöngu grikk- nesk hugmynd, að órökrétt hegðun brjóti í bága við eðli Guðs, eða er um að ræða eilífan og ófrávíkj- anlegan sannleika? Ég tel, að hér getum við fundið djúpstætt sam- ræmi á milli grikkneskrar heim- speki og skilnings Biblíunnar á guðstrú. Guðspjallamaðurinn Jó- hannes umorðaði fyrsta vers fyrstu Mósebókar, þegar hann byrjaði inngang guðspjalls síns með orð- unum: Í upphafi var „logos“. Þetta er einmitt orðið sem keisarinn not- aði: Guð framkvæmir „með logos“. Logos merkir samtímis „rök- semd“ og „orð“ – röksemd sem er skapandi og fær um að deila með sér, en jafnframt sem röksemd (reason, vernunft). Jóhannes felldi þannig endanlegan úrskurð um hugtakið Guð, í skilningi Biblíunn- ar. Í þessu orði (logos) ná allir þættir biblíutrúarinnar saman og mynda samræmi, þótt þeir séu oft erfiðir viðfangs og samanflæktir. Guðspjallamaðurinn segir: Í upp- hafi var „logos“ og „logos“ er Guð. Síðar í ræðu sinni fjallar páfi um tilraunir til að afmá rökhyggjuna úr kristinni trú og færa hana til þess horfs sem þekkt er í trú múslima. John Duns Scotus (1265–1308) er talinn fulltrúi viðhorfa af þessu tagi og hann mun hafa komið fram með hugtakið „voluntas ordinata“, sem felur í sér alræði duttlungafulls Guðs, sem væri fullkomlega órökv- ís. Þannig gæti hann hafa sett þyngdarlögmálið í gær og afnumið það á morgun. Við sjáum hvað yrði um vísindin, ef raunveruleikinn væri svona. Hægt er að taka undir orð páf- ans fram að þessu, en þegar hann fer að fjalla um siðbótina virðist vanta skilning á orsökum hennar. Hann virðist telja að þar hafi guð- fræðingar ráðið ferð, ég er ann- arrar skoðunar. Það er rétt að mót- mælendur vilja leita trúarinnar milliliðalaust í Biblíunni og hafna ofvaldi prestanna í guðlegum efn- um. Hins vegar má ekki gleymast, að orsaka siðbótarinnar var fremur að leita í veraldlegum umsvifum katólsku kirkjunnar en guð- fræðilegum ágreiningi. Katólska kirkjan hafði gróflega misnotað að- stöðu sína og barðist villimannlega gegn siðbótarkröfum. Að því er ég best veit byggist lúterstrú ekki síð- ur en katólsk á rökvísum Guði, sem stendur við þau lögmál sem Hann hefur búið náttúrunni. Páfinn þorir – stórmerk ræða í Regensburg Loftur Altice Þorsteinsson fjallar um trúarbrögð og ræðu páfa við háskólann í Regensburg »Ummæli Manuelsum múhameðstrú voru jafn sönn á fjór- tándu öld og þau eru enn þann dag í dag. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og framhaldsskólakennari. smáauglýsingar mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.