Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 14
Tony Blair hefur kvatt grasrótina í breska Verka- mannaflokknum en efi magnast um arftakann Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is R æðurnar voru báðar prýðilegar, ræða forsætisráðherrans þó betri enda fer þar einstakur sviðsmaður og réttnefndur meistari hin póli- tíska „spuna“. En mesta athygli vakti þó að ræða arftakans snerist að flestu leyti um nauðsyn þess að áfram yrði haldið á sömu braut á meðan forsætisráðherrann horfði til framtíðar flokks og þjóðar. Þing breska Verka- mannaflokksins í síðustu viku var sögulegt fyrir þær sakir að þar kvaddi Tony Blair grasrótina í flokknum en arftakinn, Gordon Brown fjár- málaráðherra, leitaðist við að sannfæra við- stadda um að hann væri hæfur til að stýra þjóð- arskútunni og taka við völdum í Downingstræti 10. Tókst honum það? Um það er erfitt að fullyrða. Skoðanakann- anir eru Brown heldur óhagstæðar og viðtök- urnar sem Blair fékk eftir að hafa lokið við 13. og síðustu ræðu sína á ársþingi flokksins kunna að vera til marks um að fleiri muni sakna hans en áður var talið. Þrátt fyrir um margt vel heppnað þing ríkir mikil spenna og jafnvel upp- lausn innan breska Verkamannaflokksins; for- sætisráðherrann, sigursælasti leiðtogi flokksins á síðari tímum, er á útleið eftir að hafa sætt al- gjörri niðurlægingu og enginn veit fyrir víst hversu lengi enn hann heldur um stjórnartaum- ana en á sama tíma vaxa efasemdir um að Brown sé fær um að leiða flokkinn til sigurs í fjórðu þingkosningunum í röð. Flokkurinn er án nokkurs vafa klofinn og mikil heift ríkir innan fylkinga. Tony Blair hafði vonast til þess að kveðju- ræðuna þyrfti hann ekki að flytja fyrr en á þingi flokksins á næsta ári. Með því móti hefði hann náð að vinna það afrek að sitja tíu ár í stól for- sætisráðherra Bretlands. En Blair er nú sem lamaður eftir uppreisn, sem sennilega ber að líkja við valdaránstilraun, innan flokksins. Og stuðningsmenn hans eru í engum vafa um að Gordon Brown hafi staðið þar að baki. Blair hafði greint nánustu samstarfsmönnum sínum, Gordon Brown þar á meðal, frá því að hann hygðist segja af sér embætti sumarið 2007. Með því móti myndi hann standa við yfirlýsingar sínar þess efnis að hann myndi ekki leiða flokk- inn í næstu kosningum og stuðla að „skipu- lagðri“ tilfærslu valdsins en það orðalag vísaði til þess að eldra samkomulag við Brown yrði virt og honum fengið embætti forsætisráðherra. „Uppreisnin“ var gerð 6. fyrra mánaðar þeg- ar 15 þingmenn flokksins sendu forsætisráð- herranum bréf og kröfðust að hann gæfi upp ákveðna dagsetningu í þessu viðfangi. Blair neyddist þá til þess að lýsa yfir því opinberlega að hann myndi segja af sér embætti innan árs. Flestir telja nú að forsætisráðherrann muni neyðast til að gefa eftir embættið mun fyrr, trú- lega á fyrri helmingi næsta árs. Enginn vafi er á því að umboð hans og myndugleiki verður veikt fram til þess tíma. Að ýmsu leyti minnir þetta ástand mála á það sem jafnan ríkir síðustu tvö ár kjörtímabils Bandaríkjaforseta. Stjórn- málastéttin horfir þá til kosninga og erfiðara verður fyrir leiðtogann að fá fram samþykki við umdeild mál og erfið. Neikvæði, svik, lygar Heiftin sem ríkir birtist á mánudag þegar Brown flutti ræðu sína. Er hann bar lof á Blair og lýsti því sem sérstökum heiðri að hafa fengið að vinna með honum er haft fyrir satt að Cherie, orðhvöt eiginkona forsætisráðherrans, hafi sagt þessi ummæli arftakans „lygi“. Og víst er að fleiri eru þeirrar hyggju; í herbúðum Blairs er sú afstaða ríkjandi að fjármálaráðherrann hafi verið „neikvæði póllinn“ í samstarfi þeirra og hann hafi bókstaflega freistað þess að grafa undan forsætisráðherranum síðustu misserin. Nú hefur verið upplýst að Tom nokkur Wat- son, sem talinn er öflugastur þingmannanna 15, átti fund með Brown á heimili þess síðarnefnda daginn áður en forsætisráðherranum var send áskorun þess efnis að tiltaka nákvæmlega hve- nær hann hygðist láta af embætti. Watson hefur sagt að hann hafi lagt á sig 1.000 kílómetra langt ferðalag í því skyni að óska Brown-hjónunum til hamingju með nýfæddan son. Þessi skýring þykir vægt til orða tekið ekki sérlega sannfær- andi. Í Bretlandi eru ýmsir stjórnmálaskýr- endur þeirrar hyggju að Brown hafi með þessu gerst sekur um stórbrotin mistök. Í stað þess að sýna af sér stillingu og yfirvegun nú þegar loks hillir undir að hann nái að lesa sig alla leið upp slímugu stöngina og hreppa forsætisráð- herraembættið hafi hann látið lítt reynda þing- menn og vanstillta leiða sig út í forað sem skaða muni bæði hann og flokkinn. Brown er nú talinn í hópi „samsærismanna“ gegn Blair og margir telja að hann hafi verið leiðtogi þeirra. Viðtekin er sú pólitíska frumspeki að taka beri skoðanakönnunum með fyrirvara – þegar illa gengur. Fyrir liggur þó að þær nýjustu valda áhyggjum í herbúðum Browns. Í könnun The Daily Telegraph reyndist fylgi við Blair sem for- sætisráðherra fimm prósentustigum meira en fylgi Browns. Einungis fjórðungur þeirra sem þátt tóku kvaðst taka Brown fram yfir þá David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, og Sir Men- zies Campbell, leiðtoga Frjálslynda demókrata- flokksins. Og heil 44% lýstu þeirri skoðun sinni að Brown myndi ekki reynast góður forsætis- ráðherra. Fylgi við Íhaldsflokkinn er nú 38% en stuðningur við Verkamannaflokkinn mælist að- eins 31%. Fleiri kannanir hafa skilað svipaðri niðurstöðu. Gordon Brown er í vanda staddur. Óvinsældir Blairs, sem rekja má til fjölmargra þátta en þó einkum innrásarinnar í Írak og fylgispektar við George W. Bush Bandaríkjaforseta, urðu þess valdandi að umtalsverður hluti þingflokks Verkamannaflokksins sneri við honum baki. Slíkt er viðtekið í Bretlandi og víðar; þegar nægilega margir þingmenn telja að þeir muni ekki ná endurkjöri sökum óvinsælda forsætis- ráðherrans er viðkomandi „aflífaður“ af full- komnu miskunnarleysi. Í því efni nægir að vísa til dapurlegra endaloka Margaret Thatcher. Skyldan kallar og hún er ekkert grín Fyrir Brown er hættan sú að þingmenn og flokksrekendur komist að sömu niðurstöðu um hann. Fari svo er afar líklegt að efnt verði til framboðs gegn fjármálaráðherranum. Er þá einkum horft til tveggja manna, Johns Reid, innanríkisráðherra, og Alans Johnson, mennta- málaráðherra. Sá síðarnefndi þykir sérlega efni- legur og skoðanakannanir leiða í ljós að Reid myndi ekki ganga verr en Brown í glímu við David Cameron, hinn silkimjúka og miðjusækna leiðtoga Íhaldsflokksins. Við þetta bætist að Brown hefur löngum átt við „ímyndarvanda“ að etja. Hann þykir heldur fúllyndur einfari og úr hófi fram hneigður til að einblína á hinar alvarlegri hliðar mannlífs og tjáningar. Sjálfur vék Brown að þessu í ræðu sinni á flokksþinginu er hann sagði að hann, skoski prestssonurinn, hefði ávallt litið á störf á vettvangi stjórnmálanna sem „skylduverk“ fremur en „leiksýningu“. Þótt fullyrða megi að Brown eigi glæstan feril að baki í fjármálaráðu- neytinu kann „ímyndarvandi“ hans að aukast fremur en hitt nú þegar hann er vændur um að hafa svikið gamlan félaga sinn, forsætisráð- herrann, á ögurstundu. Um leið spyrja sífellt fleiri: Hvað hefur hann nýtt fram að færa? Líkt og vænta mátti og aðstæður kölluðu á gengu þeir Blair og Brown í skjallbandalag á ársfundi Verkamannaflokksins. Birting- armyndir stjórnmálanna eru á stundum að sönnu furðulegar; eftir að hafa niðurlægt sig- ursælan leiðtoga kvöddu flokksmenn hann með tárum. Vopnahléið heldur tæpast og þótt enn verði að telja líklegt að Brown hreppi að lokum forsætisráðherraembættið má búast við átökum áður en hann gerist húsbóndi að Downingstræti 10. Bræðrabylta? Reuters Vopnahlé Gordon Brown er nú talinn í hópi „samsærismanna“ gegn Tony Blair. »Um leið spyrja sífellt fleiri: Hvað hefur hann nýtt fram að færa? ERLENT» Svipmynd | Prýðilega skrautlegt hneyksli mun tæpast koma í veg fyrir sigur Lula í forsetakosningunum í Brasilíu í dag. Íþróttir | Gabriel Agbonlahor, nýstirnið í Aston Villa, á eftir að setja svip sinn á ensku knattspyrnuna á kom- andi misserum. Erlent | Þótt Tony Blair og Gordon Brown hafi gengið í skjallbandalag á ársfundi Verkamannaflokksins má búast við átökum áður en Brown gerist húsbóndi í Downingstræti 10. Innlent | Í bígerð er að stofna samráðsvettvang um öryggismál Íslands. VIKUSPEGILL » 14 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H ermann Hreiðarsson hefur um árabil haldið helstu sparkendum þessa heims í skefjum. Henry, Rooney, Gerr- ard og hvað þeir nú allir heita, hafa oft og tíðum verið eins og pysjur í höndunum á honum. Það skaut því skökku við um liðna helgi þegar Eyjapeyjanum eitilharða var um stund breytt í myndastyttu eftir Sig- urjón Ólafsson. Fyrir gjörningnum stóð tæplega tvítugur ensk- nígerískur piltur, Gabriel Agbonla- hor að nafni. Aftur og nýbúið gekk þetta nýstirni í röðum Aston Villa framhjá Hermanni eins og hann væri ekki viðstaddur, m.a. þegar hann gerði fyrra mark Villa sem lagði Charlton, 2:0, og stóð svona líka ræki- lega undir nafni; Agbonlahor er kall- aður Gabbi. Fá lið hafa komið jafn hressilega á óvart og Aston Villa á nýhafinni leik- tíð í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Liðsmenn hafa verið sem beljur að vori undir stjórn hins ný- skipaða knattspyrnustjóra, Martins O’Neills. Liðið sem barðist í bökkum í fyrra er gjörsamlega óþekkjanlegt enda þótt mannskapurinn sé svo til sá sami. Aðeins Stelian Petrov er nýr. Og það sem meira er: Villa leikur blússandi sóknarleik. Líkt við Thierry Henry Þar fer téður Gabriel Agbonlahor fremstur í flokki. Ekki fer nafnið vel í munni en sparkelskum er eigi að síð- ur ráðlagt að leggja það kirfilega á minnið. Helsti styrkur hans er hraðinn. Aumingja Hermann er ekki eini varnarmaðurinn sem hann hefur skil- ið eftir á förnum vegi. „Það búa fáir yfir jafnmiklum hraða og Gabbi, það er helst Thierry Henry,“ segir mark- vörður Aston Villa, Thomas Søren- sen. „Hann er ekki ennþá orðinn jafn flinkur og Henry enda kornungur en mun eflast með árunum. Við bindum miklar vonir við hann.“ Annar tvítugur piltur í framlínu Villa, Luke Moore, hefur gefið Ag- bonlahor lítið eftir. Sørensen segir að varnarmenn úrvalsdeildarinnar séu þegar farnir að skelfast tvíeykið. „Luke og Gabbi geta komið hvaða liði sem er í bobba. Varnarmenn eru þeg- ar farnir að hörfa þegar þeir sjá þá koma, logandi hræddir við hraða- breytingarnar. Þeir hafa svo sann- arlega launað knattspyrnustjóranum traustið.“ Gareth Barry, fyrirliði Villa, tekur í sama streng. „Luke og Gabbi hafa slegið í gegn. Ungir leikmenn þrífast á sjálfstrausti og knattspyrnustjór- anum hefur tekist að byggja þá upp með þessum líka árangri. Þeir hafa meira að segja komið mér í opna skjöldu með frammistöðu sinni.“ Sjálfur segir O’Neill ungmennin hafa staðið sig vel en varast að setja of mikla pressu á þau. Þannig beinir hann mesta hólinu að félaga þeirra í þriggja manna framlínu Villa, Kól- umbíumanninum siglda, Juan Pablo Angel. Af honum geti Moore og Ag- bonlahor lært sitt af hverju. Gabriel Agbonlahor verður tvítug- ur 13. október. Hann er fæddur og uppalinn í Birmingham og hefur alið allan sinn sparkaldur hjá Villa ef und- an eru skildar tvær stuttar lánsferðir til Watford og Sheffield Wednesday á síðustu leiktíð. Hann vakti ungur at- hygli fyrir hraða sinn og markvísi og veturinn 2003 – 2004 gerði hann 40 mörk fyrir ungmennalið Villa og sló þar með félagsmet Dariusar Vassells. Í fyrra fann hann netmöskvana þrett- án sinnum í ellefu varaliðsleikjum. Agbonlahor hélt uppteknum hætti í fyrsta leik sínum með aðalliði Villa gegn Everton í mars sl. og skoraði. Síðan hefur hann haft hægt um sig í þeim efnum en markið gegn Charlton um síðustu helgi er einungis annað í röðinni í deildinni. Kappinn var að vísu á skotskónum á undirbúningstímabilinu en það breytir ekki því að þessi tölfræði er undir væntingum stuðningsmanna félagsins. Það hefur Agbonlahor bætt upp með stórbrotnum alhliða leik. Léttir að hafa skorað „Það er vissulega léttir að hafa skorað,“ sagði Agbonlahor eftir Charlton-leikinn, „en ég hef ekki látið markaþurrðina slá mig út af laginu.“ Hann segir það einnig hafa verið sérstaka tilfinningu að skora á heima- velli, Villa Park. „Markið gegn Ever- ton var á útivelli og það var algjör draumur að skora á Villa Park.“ Í liðsuppstillingu O’Neills hefur Angel verið fremstur en Moore og Agbonlahor veitt honum stuðning, hvor á sínum vængnum, sá síð- arnefndi hægra meginn. „Ég kann best við mig sem fremsti maður en ef hraði minn nýtist liðinu best á vængnum er það í góðu lagi. Ég er reiðubúinn að leika hvar sem Martin O’Neill leggur til.“ Og ekki spillir vera Moores í liðinu fyrir. „Við ólumst upp saman og gjör- þekkjum hvor annan. Við getum nán- ast leikið blindandi saman.“ England eða Nígería? Móðir Agbonlahors er ensk en fað- irinn frá Nígeríu. Þetta þýðir að hann er gjaldgengur í landslið beggja þjóða. Pilturinn hefur leikið fyrir ungmennalandslið Englands en nú eru Nígeríumenn farnir að bera ví- urnar í hann. „Mig hefur alltaf dreymt um að leika fyrir a-landslið Englands og nú hef ég sett stefnuna á 21-árs liðið. Það yrði frábært að fá tækifæri á þeim vettvangi. Ef England stendur til boða mun ég velja það.“ Hann útilokar samt ekki að svo stöddu að leika fyrir hönd Nígeríu. „Að sjálfsögðu held ég þeim mögu- leika opnum líka. Annars hafa menn ekki nálgast mig beint úr þeirri átt- inni. Ég sá bara ummæli stjórn- armanns nígeríska knattspyrnu- sambandsins um mig í þarlendum blöðum.“ Ætli Hermann Hreiðarsson hefði ekki helst kosið að faðir Agbonlahors væri íslenskur. Hefur menn að gabbi Reuters Gabbarinn Gabriel Agbonlahor Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is ÍÞRÓTTIR»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.