Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 60
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þegar fyrsta plata Go! Team kom út,sem var í hittiðfyrra, vissi fólk varlahvernig það ætti að lýsa henni. Allirvoru hins vegar á því að hér væri meistarastykki á ferðinni. Thunder, Lig- htning, Strike veltir sér upp úr fjölmörgum, ólíkum stílum en er fyrst og síðast stór- skemmtileg og einkar stuðvæn plata. Skítt með stefnur og greiningar, svona einu sinni! Ekki var nóg með að tónlistaráhugafólk gripi plötuna á lofti heldur hófu ýmis fyrirtæki að falast eftir lögum af henni fljótlega í aug- lýsingar, meira að segja McDonalds. Ian Par- ton, heilinn á bak við sveitina, var klumsa yfir þessu öllu saman en hélt þó ótrauður sínu list- ræna striki. Go! Team hefur þannig þótt ein allra besta tónleikasveit síðustu tveggja ára og nú er ennfremur farið að glitta í næstu plötu og það þótt fyrr hefði verið. Blaðamaður ræddi við Ian Parton vegna hingaðkomu sveitarinnar. Hann segir að bandið, eða „teymið“, ætli að koma hingað nokkrum dögum fyrir tónleika, og anda að sér hinni einstöku Íslandsstemningu. Bassaleik- arinn ætlar meira að segja að leigja bíl og keyra um landið. Næsta plata öðruvísi – En segðu mér aðeins af næstu plötu sem margir eru farnir að bíða spenntir eftir … „Þetta gengur ágætlega, já. Við erum svona rétt að byrja. Hún verður ólík þeirri fyrstu sem var aðallega búin til af mér og þá var ég aðallega að gera þetta fyrir mig. Ég var að prófa ýmislegt sem ég hafði óskað mér að aðr- ar sveitir myndu leggja sig eftir í meiri mæli. Það er meiri pressa núna myndi ég segja. Núna er ég með hljóðver, fullt af græjum – allt einhvern veginn umfangsmeira. Hljóm- urinn verður ekki eins hrár og síðast en verð- ur engu að síður „í skralli“. Það er mikilvægt.“ Varð hljómsveitin til fyrir hálfgerða slysni? „Tja … ég hafði nú alltaf hugsað mér þetta sem hljómsveit. Þetta átti aldrei að vera ég og kjöltutölva; ég sá þetta fyrir mér sem gengi. Þetta er mikil hljómsveit í dag, en við notum einnig hljóðbúta og slíkt í lögunum. Ég vildi aldrei að þetta yrði ég og einhverjir leiguspil- arar, ég vildi fá fram þessa virkni, þetta fjör, sem verður til þegar fólk vinnur saman í hóp.“ – Hvaða kostir felast í því að vinna með fólki sem kemur úr jafn ólíkum áttum og raunin er með Go! Team? „Humm … út frá tónlistarlegu sjónarmiði er þetta áhugaverðara. Stílar krossa og klessa hver á annan og úr því verður oft til eitthvað áhugavert. Ninja [forsöngvari sveitarinnar] hefur t.d. ekkert vit á því sem ég er að hlusta á. En það skiptir engu máli, það eru samlegð- aráhrifin sem skipta öllu. Mér finnst það per- sónulega áhugaverðara en öll þessi með- almennskulegu indíbönd þar sem meðlimir eru skólafélagar og virðast allir hlusta á sömu tónlistina. Það er eitthvað við það að bræða saman ólíka stíla sem heillar mig.“ Það er gott að vera í Brighton – Nú ert þú, og tveir aðrir í bandinu, frá Brighton, sem er mikill tónlistarbær. Hafði sá frjói jarðvegur áhrif á þig upprunalega? „Nei, við erum a.m.k. ekki hluti af neinni senu þar. En það er sannarlega gott að vera þar, það er mikið af hljómsveitum og margt að gerast. En það er enginn Brighton-hljómur, ólíkt við Bristol-hljóminn t.d.“ – Hvernig var að hafa Mike Watt uppi á sviði hjá sér? „(Hlær) Það var svolítið sérstakt [Mike Watt er fyrrverandi meðlimur í hinni mjög svo áhrifaríku síðpönksveit Minutemen. Hann spilar í dag á bassa með The Stooges, m.a.]. Alveg hreint frábært reyndar (það lifnar mik- ið yfir Parton við þessa spurningu). Við erum í reglulegu sambandi við hann, og fáum tölvu- póst frá honum vikulega. Við spiluðum með Sonic Youth og Flaming Lips um daginn, al- gjör draumur. Mike Watt kom að tékka á okk- ur, ferskur eftir að hafa æft með The Stooges og í miklu stuði. Hann lék svo með okkur í Ástralíu. Hann er einn af þeim gaurum sem eru alltaf að tékka á nýjum hljómsveitum. Svo spilaði hann með okkur á Coachella-hátíðinni aftur. Hann er svo sjálfsgagnrýninn, var alveg í rusli eftir að hafa leikið með okkur, fannst hann hafa klúðrað öllu!“ – Og að lokum, hvernig líst þér að vera að koma hingað? „Vel. Þetta er einn af þeim stöðum sem við höfum ekki heimsótt og ég hef bara heyrt góð- ar sögur af honum. Ég hef heyrt að allt sé mjög „svalt“ á Íslandi (hlær).“ Tónlist | Go! Team, ein allra besta tónleikasveit síðustu tveggja ára, spilar á Iceland Airwaves „Samlegðaráhrifin skipta öllu“ The Go! Team Sveitin leikur á Airwaives síðar í mánuðinum en liðsmenn ætla að eigin sögn að koma hingað til lands nokkrum dögum fyrr og „anda að sér hinni einstöku Íslandsstemningu“. www.icelandairwaves.com Miðasala á hátíðina er hafin. Miða má nálgast í verslunum Skífunnar á Laugavegi, í Kringl- unni og Smáralind og verslunum BT á Ak- ureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Miðaverð er 6.900 krónur auk 460 króna miðagjalds og fæst fyrir það aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar. Alls koma um 180 hljómsveitir, tónlistarmenn og plötusnúðar fram í ár á sjö tónleikastöðum. Iceland Airwaves stendur yfir dagana 18. til 22. október. |sunnudagur|1. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Bragi Ásgeirsson fjallar um Listamannaskálann við Kirkju- stræti 12 og sýningarstarfsem- ina sem þar fór fram. » 61 sjónspegill Gagnrýnendur taka fyrir fjórar af þeim myndum sem sýndar eru á Alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Reykjavík. » 62 bíó Hinn 13. nóv. nk. kemur út ný sólóplata Jarvis Cockers, fyrr- verandi söngvara Pulp, sem ber skírnarnafn söngvarans. » 64 fólk Í sunnudagspistli sínum fjallar Árni Matthíasson um feril hinn- ar landflótta dönsku hljóm- sveitar Mew. » 63 tónlist Ríkarður Ö. Pálsson skellti sér á sinfóníutónleika þar sem leikin voru verk eftir Penderecki undir stjórn tónskáldsins sjálfs. » 65 dómur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur verkið Carmina Burana eftir Carl Orff í Langholtskirkju í dag kl. 17:00 og næstkomandi miðvikudag kl. 20:00. Verkið var frumflutt af Söng- sveitinni hér á landi árið 1960 en hún endurnýjaði kynni sín við það á 45 ára afmæli kórsins vorið 2005 og mun nú flytja það aftur á tvennum tónleikum. Aðspurður af hverju kórinn ákvað að taka þetta verk upp aftur svarar Magnús Ragnarsson, stjórnandi Söngsveitarinnar, því að það sé löng saga. „Kórnum var boðið að fara til Búlgaríu til að vinna með þarlendri hljómsveit nú í haust, við ákváðum að finna verk sem kórinn kynni og þar sem við vorum nýbúin að flytja Carmina Burana ákváðum við að fara með það út. En í millitíðinni var hætt við þessa Búlgaríuferð og þar sem við vorum búin að æfa verkið ákváðum við að skella á tvennum tónleikum hér heima nú í haust. Seinast þegar við fluttum verkið komust færri að en vildu og fannst okkur því tilvalið að bjóða upp á fleiri tónleika.“ Magnús segir að hann hafi ekki breytt miklu í flutningnum síðan í fyrravor en hann hafi samt ekki stað- ist mátið að gera hann aðeins leik- rænni. „Carmina Burana er skrifað fyrir leikhús og við vildum hafa smá- hreyfanleika í þessu. Verkið er samið árið 1936 við gömul ljóð farandsöngv- ara sem fjalla um fallvaltleika gæf- unnar, ástir og örlög, drykkju, daður og gleðskap. Á tónleikunum verður verkið flutt í útsetningu sem Carl Orff gerði sjálfur fyrir tvö píanó og slagverk, kóra og einsöngvara.“ Flytjendur Carmina Burana að þessu sinni auk Söngsveitarinnar Fílharm- óníu eru þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Bergþór Pálsson baríton og Einar Clausen tenór. Píanóleik- ararnir Guðríður St. Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson, sex slagverksleikarar og Drengjakór Kársnesskóla. Íslenskt tónverk á listahátíð í Litháen „Söngsveitin hefur gaman af þessu verki og það munu áheyrendur á tón- leikunum finna,“ segir Magnús sem tók við stjórn kórsins í byrjun þessa árs. „Stjórnandastarfið hefur verið gott það sem af er árinu, ég er ánægður með kórmeðlimi og þeir með mig.“ Framundan hjá Söngsveit- inni Fílharmóníu eru aðventu- tónleikar með öðruvísi sniði að sögn Magnúsar. „Á aðventutónleikunum munum við flakka um heiminn og syngja jólalög héðan og þaðan sem tengjast öll Maríu. Síðan eru páska- tónleikar og næsta sumar stefnum við að því að fara á listahátíð í Litháen með íslenskt tónverk.“ Tónlist | Söngsveitin Fílharmónía flytur Carmina Burana í Langholtskirkju Fílharmónía syngur um fallvaltleika gæfunnar Morgunblaðið/Golli Endurnýjuð kynni Verkið Carmina Burana eftir Carl Orff var frumflutt af Söngsveitinni Fílharmóníu hér árið 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.