Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 13
tími til eftir þúsund ára hlé.“ Margeir heldur áfram: „Jón Böðv- arsson kom hingað til Kænugarðs fyrir fimmtíu árum eða svo og hitti úkraínska fræðimenn. Það var lík- lega ekki ýkja mikill áhugi á svona rannsóknum þá, þar sem allt snerist um kommúnisma og Sovétið og að hagræða sögunni í áróðursskyni. Þó kom fram í þessari heimsókn Jóns, að margar víkingagrafir væri að finna hér á bökkum Dníepur- fljótsins.“ Margeir bendir á, að hafa verði í huga, þegar þetta tímabil fyrir einu árþúsundi sé skoðað, að þá hafi Kænugarður verið ein stærsta borg í Evrópu, á eftir Róm og Miklagarði. Kænugarður hafi fyrir þúsund árum verið um 50 þúsund manna borg. „Hún var stærri en London á þess- um tíma og Moskva ekki orðin til,“ segir Margeir. „Norrænir menn stunduðu þarna mikla kaupsýslu auk þess sem þeir voru mikilvægir mála- liðar í stríðum. Þeir komu á greiðum samgöngum á milli Eystrasalts og Svartahafs og orðstír þeirra sem mikilla vígamanna er líklega orðum aukinn. Þegar samanburðarvinnu heim- ilda er lokið, er hægt að kortleggja framhald rannsóknarinnar og miða út ákveðna staði til þess að grafa á eða rannsaka frekar,“ segir Mar- geir. Grafið eftir mannabeinum Það eru afar forn bönd á milli Ky- iv Rus, þar sem nú er Úkraína og Ís- lands, sem komust m.a. á í tíð Prins Valdimars mikla af Kænugarði, þeg- ar Þorvaldur víðförli bjó í Kænu- garði í lok tíundu og upphafi elleftu aldar. Í frumskýrslunni kemur fram að rannsóknin felur það meðal annars í sér að safna saman upplýsingum um ferðir og athafnir Íslendinga á svæð- inu umhverfis Kænugarð í lok 10. aldar til upphafs þeirrar þrettándu, með sérstakri áherslu á ferðir og dvöl Þorvaldar víðförla í Úkraínu á árunum fyrir og eftir árið 1000. Við gagnaöflun eru bornar saman kirkjubækur, annálar og skjöl sem til eru í Úkraínu og Rússlandi við Ís- lendingasögur frá þessu tímabili. Neðanjarðar eru rannsakaðir hellar og göng, í grennd við hellak- laustrin í Kænugarði, í Pechers’ka Lavra, þar sem m.a. er grafið í Vær- ingjagöngunum eftir mannabeinum og hvers konar munum, sem leynast kunna þar í jörð. Reynt verður að kortleggja Væringjahellana ná- kvæmlega og mæla og gera grein fyrir líklegri staðsetningu á klaustri Þorvaldar á þessu svæði, sem talið er að Þorvaldur hafi reist í grennd við kirkju Jóhannesar skírara á ár- unum 1010–1025. Það er ævintýralegt að klöngrast um hellana og göngin. Eina lýsingin sem við höfum með okkur, er eitt kerti á mann. Í göngunum er afar lágt til lofts og þar sem við taka Væringjagöngin, sem eru lokuð al- menningi á meðan rannsóknir standa, þurfa menn og konur meira að segja að bregða sér á fjóra fætur, til þess að komast leiðar sinnar. Í þessa einangrun, langt undir yf- irborði jarðar, sóttu munkarnir, að sögn úkraínska sagnfræðingsins Sergey Khvedchenya, til þess að geta beðist fyrir í friði, ótruflaðir af umheiminum. Úkraínski sagnfræðingurinn Ser- gey Khvedchenya sem stjórnar rannsókninni leiðir förina neð- anjarðar og skýrir fyrir okkur rann- sóknina. Hann er ofur áhugasamur og finnst augljóslega stórkostlegt tækifæri að fá að vinna að þessari rannsókn. Við förum hægt yfir, og hlýðum á fróðleik hans, sem er jafn- óðum snarað yfir á ensku. Hann segir, þegar við erum komin inn í Væringjagöngin: „Ef forn- leifagröftur og rannsóknir okkar á þessu svæði, gefa okkur þær nið- urstöður, sem við vonumst eftir, þá trúi ég því, að á síðari stigum, getum við sagt með nokkurri vissu hvar grafreitur Þorvaldar víðförla er.“ Bætir svo við: „Hvað sem við kom- um til með að finna og tengist Vær- ingjum (víkingum), að ég tali nú ekki um Íslendingum, verður dýrmætt fyrir okkur og ykkur, til þess að geta púslað spilinu saman og gæti hugs- anlega leitt til sagnfræðilegra stór- tíðinda. Við gerum okkur í hug- arlund, að það sem markvert kemur út úr rannsóknum okkar um líf, störf og ferðir Þorvaldar víðförla í Kænu- garði, Rússlandi og Miklagarði (Konstantínóbel, Istanbúl) hjá Basil II í Austur-rómverska keisaradæm- inu, verði gefið út í vísindagreinum og/eða heilli bók um Þorvald víðförla og hugsanlega aðra fræga Íslend- inga,“ segir hann. Umfangið ærið Margeir segir að fyrsta skýrsla rannsakenda sýni að umfang rann- sóknarinnar verði ærið. Þegar sé komið á daginn að margir Íslend- ingar hafi gegnt hermennsku hjá Prinsinum af Kænugarði og skýr gögn liggi fyrir um heimsóknir ís- lenskra hirðskálda til Rússlands á 11. öld. Í frumskýrslunni segir orðrétt: „Við höfum komist að þeirri nið- urstöðu að Þorvaldur víðförli var stóran hluta af valdatíð Prins Valdi- Kertaljós Eina lýsingin sem við höfðum í Væringjagöngunum var eitt kertaljós á mann. Kostyantyn Malovanyy, ræðismaður Íslands í Úkraínu og Margeir Pétursson gerðu stuttan stans í Væringjagöngunum. mars mikla af Kænugarði í Úkraínu, en hann ríkti frá 998–1015. Úkraínsk helgisögn um Prins Valdimar getur Þorvaldar sér- staklega: „Valdimar fékk marga göf- uga útlendinga til þess að taka kristni. Þeirra á meðal voru Ólafur Tryggvason (Noregskonungur) og hinn víðkunni Þorvaldur víðförli, stofnandi múnkaklausturs Jóhann- esar skírara við Dnípurá (Dniepr).““ Þeir Margeir og Khvedchenya segja að búast megi við að fyrsta áfangaskýrsla rannsóknarinnar verði gerð opinber fyrir miðjan októ- bermánuð. Á morgun »Í Morgunblaðinu á morgun,mánudag verður m.a. fjallað um Banka ljónsins, Bank Lviv, í hjarta Lviv borgar, sem nú er í eigu Íslendinga. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 13 Stjórn og ráðgjafaráð SI efna til morgunfundar um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda á Hótel Nordica fimmtudaginn 5. október nk. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:00 og stendur til 10:00. Fundarstjóri: Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins iðnaðar- og viðskiptaráðherra rithöfundur hagfræðingur Jón Sigurðsson Andri Snær Magnason Illugi Gunnarsson Stjórnandi: Svanhildur Hólm Valsdóttir Pallborðsumræður ræðumanna Ræðumenn: Fundurinn er öllum opinn. Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að mæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.