Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 63
Þ eir sem muna fyrri tíma í plötusölu hér á landi muna og hve mikið mál var að ná í nýjustu plötur – ýmist komu þær ekki fyrr en eftir dúk og disk, eða þá það komu nokkur eintök og síðan ekki söguna meir. Ástandið batnaði gríð- arlega á undanförnum árum og þegar best lét og menn kepptu sín á milli um innflutning voru íslenskar plötu- búðir með bestu plötubúðum Evrópu. Nú hefur heldur hallað á ógæfuhlið- ina með sameiningu og minnkaðri samkeppni, og fyrir vikið fara marg- ar mestu plötur framhjá landanum eða skila sér seint og um síðir. Síðasta plata dönsku hljómsveit- arinnar Mew er ágætt dæmi um það, platan sem fékk frábæra dóma víðast hvar (utan Danmerkur í það minnsta) þegar hún kom út um alla Evrópu í september 2005. Hún barst þó ekki hingað fyrr en fyrir stuttu, um líkt leyti og hún kom út í Banda- ríkjunum og þá vaknar spurningin; er hér komin ein af bestu erlendu plötum ársins 2006 á Íslandi eða var þetta kannski ein af bestu erlendu plötum ársins 2006 á Íslandi – þó enginn hafi heyrt hana? Púaðir niður Mew félagar kynntust í barnaskóla í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafn- ar, þegar þeim var falið að gera stutt- mynd um heimsendi sem skólaverk- efni. Þeir voru ekki lengi að setja myndina saman, kvikmynduðu hver annan að fara með titil myndarinnar og sýndu það síðan hægt aftur og aft- ur þar til tilskilinni lengd var náð. Í kjölfarið stofnuðu þeir hljómsveit án þess þó að eiga hljóðfæri eða kunna að spila yfirleitt, en hugmyndafærðin var altént á hreinu. Þó þeir félagar hafi snemma verið búnir að gera sér grein fyrir hvernig músík þeir vildu setja saman gekk það ekki þrautalaust og fyrsta birt- ingarmynd Mew, hljómsveitin Or- ange Dog, var ekki betri en svo að hún var púuð af sviðinu á sínum fyrstu tónleikum. Eftir það fóru þeir félagar hver í sína áttina um tíma, en endurreistu svo hljómsveitina nokkr- um árum síðar og þá undir nýju nafni, Mew, nú öllu betri hljóðfæra- leikarar og lagasmiðir. Svo mikið hafði þeim fleygt fram reyndar að þegar eftir fyrstu tónleikana undir nýju nafni var þeim boðinn útgáfu- samningur. Fyrsta platan, A Triumph For Man, kom út í apríl 1997 í takmörk- uðu upplagi, en aðeins voru fram- leidd af henni 2.000 eintök. Platan fékk fína dóma og seldist upp á skömmum tíma, en fyrir einhverjar sakir urðu þeir Mew-menn ósáttir við útgáfu sína og næstu skífu, Half The World Is Watching Me, tóku þeir því upp á eigin spýtur og gáfu út sjálfir í 5.000 eintökum, en af plötunni voru reyndar gefnar út þrjár útgáfur með mismunandi lagalista. Lagst í ferðalög Þeir Mew liðar stofnuðu eigin fyr- irtæki til að gefa plötuna út, Evil Of- fice, en þegar Sony vildi endilega gera við sveitina samning um útgáfu um heim allan og gefa plötuna út á sínu merki ákváðu þeir að fara frekar í hljóðver að taka aftur upp bestu lög- in af A Triumph For Man og Half The World Is Watching Me og bæta við nýrra efni. Afrakstur þess var platan Frengers sem kom svo út á vegum Sony vorið 2003, en þess má geta að lögin sem þeir félagar endur- hljóðrituðu eru ekki svo frábrugðin fyrri gerð þó hljómur sé talsvert betri. Eftir að Frengers kom út lögðust þeir félagar í ferðalög og fluttust meðal annars til Lundúna og stund- uðu útgerð á sendibíl úr lítilli tveggja herbergja íbúð. Á milli þess sem þeir þvældust um Bretland að spila sömdu þeir lögin á næstu plötu, And the Glass Handed Kites, sem kom út fyrir ári víðast í Evrópu, en platan var gefin út vestan hafs í júlí sl. og er að berast hingað um þessar mundir. And the Glass Handed Kites er tal- vert frábrugðin Frengers, meira lagt í útsetningar og hljóm, gítarlínur grafnar í hljómborðum og strengjum og platan fráleitt eins grípandi við fyrstu hlustun. Fyrir vikið tóku margir plötunni fálega, en eftir því sem menn hlusta meira hrífast þeir og meira og mál manna vestan hafs að hér sé komin ein af bestu plötum ársins. Austan hafs voru menn svo með hana á listum yfir bestu plötur ársins 2005, en það er annað mál. Mew loksins Landflótta Danska hljómsveitin Mew sem býr nú í Lundúnum. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 63 menning Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun í eru m.a.: Memoirs of a Geisha, Casanova,The Aviator,The Edge of Reason (Bridget Jones’s Diary II),Wimbledon, Mona Lisa Smile, Love Actually, CHICAGO, Die Another Day (James Bond 007),About a Boy, Vanilla Sky, Bridget Jones’s Diary, Charlotte Grey, Charlie’s Angels I & II,Anna and the King, Notting Hill,Titanic, Evita.... Úsölustaðir með Blush Beauty: Hagkaup - Smáralind, Lyf & Heilsa - Kringlunni, Lyf & Heilsa - Austurveri, Lyf & Heilsa - Gjánni Kóp., Lyf & Heilsa - Glæsibæ, Rima Apótek, Lyfjaval - Hæðarsmára, Nana - Hólagarði og Árbæjar Apótek. Landið: Lyf & Heilsa - Hrísalundi/Akureyri, KS - Sauðárkróki,Töff - Húsavík. Mjúkir hlýjir tónar Blushed Beauty www.medico.is Haust- og vetrarlínan 2006-2007 Hin leynda perla Ljubljana 27. október frá kr. 39.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúlegt helgartilboð - síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í aukaferðinni til Ljubljana 27. október. Gríptu þetta frábæra tækifæri á helgarferð til þessarar einstöku borgar á frábær- um kjörum. Góð fjögurra stjörnu gisting í miðborginni. Verð kr.39.990 - Helgarferð Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Best Western Slon Munið Mastercard ferðaávísunina DAGSKRÁ: Sunnudag 1. okt. HÁSKÓLABÍÓ Salur 1 Kl. 16.00 Lights in the Dusk Kl. 18.00 The Secret Life of Words Kl. 20.30 Zidane, un portrait Kl. 22.30 Clean Shaven HÁSKÓLABÍÓ Salur 2 Kl. 16.00 I Am Kl. 18.00 Paradise Now Kl. 20.00 Balordi Kl. 22.30 Daft Punk’s Electroma HÁSKÓLABÍÓ Salur 3 Kl. 18.00 Princess Kl. 20.00 The Optimists Kl. 22.00 Falling HÁSKÓLABÍÓ Salur 4 Kl. 20.00 Free Radicals TJARNARBÍÓ Kl. 14.00 Red Road Kl. 16.00 Sherrybaby Kl. 18.00 Euphoria Kl. 20.00 Winter Journey Kl. 22.00 Before Flying Back to the Earth IÐNÓ Kl. 14.00 Out of Bounds Kl. 16.00 Rolling like a Stone / Fa- mily Kl. 18.15 The Cats of Mirikitani Kl. 20.00 Unfolding Florence Kl. 22.00 Short Film Program 1 Kvikmyndahátíð í Reykjavík TENGLAR .............................................. www.filmfest.is mbl.issmáauglýsingar Á sýningu Höllu Gunnarsdóttur í galleríi Turpentine má sjá furðu- legar fígúrur fagmannlega mót- aðar í gifs, enda listakonan sér- hæfð í klassískri mótun og skúlptúrgerð. Halla sækið þema sýningarinnar til wunderkammer sautjándu aldarinnar þar sem náttúruundrum og listaverkum og furðulegum smíðisgripum ægði saman í sérstökum her- bergjum í híbýlum forvitinna safnara. Á sýningunni næst þó ekki sú stemning fjölbreytni né ofhlæðis sem maður ímyndar sér að hafi verið í þessum undra- herbergjum þrátt fyrir viðleitni listakonunnar í þá veru. Mótaðar furðuverur sem hafa verið steyptar í gifs eru margar stað- settar upp í hillum en hefðu ef- laust notið sín betur á stöplum þar sem hægt væri að nálgast þær frá mörgum sjónarhornum. Í innra herbergi safnsins má sjá stærsta og eftirtektarverðasta verkið á sýningunni, „Degrees of separation“, sem er aðdáunarlega vel gert og með sannfærandi grá- leita áferð á gifsinu. Hvítu gifs- skúlptúrarnir hafa verið málaðir og tapa við það hluta af klass- ískri yfirborðsfágun sem hefði vissulega verið áhrifaríkari í þessu samhengi. Málverkin eru síðan eins og úr allt annarri deild, eru mun við- vaningslegri en skúlptúrarnir og minna á skopstælingar. Sýningin kemur ekki eins vel út í heildina og efni standa til. Listakonan á augljóslega eftir að finna hæfi- leikum sínum á sviði mótunar markvissari farveg, enda slíkir hæfileikar áhugaverð nýjung í samtímalistinni og verðugir sem aldrei fyrr. Mótað og málað MYNDLIST Turpentine gallery Sýningin stendur til 3. október. Opið mánudaga–föstudaga kl. 12–18 og laugardaga kl. 12–16. Halla Gunnarsdóttir. Hibridi. Þóra Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.