Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 53 HUGVEKJA Þ egar líða tók á 19. öld- ina fór af stað vakn- ing um málrækt og náði hún einnig inn á svið kirkjunnar. Vildu menn nú sníða af Biblíunni dönskuskotið málfar eftir kost- um. Jafnframt hafði þekking á frumtextunum aukist og strang- ari kröfur voru gerðar til ná- kvæmni en áður. Stofnun Hins íslenska Biblíu- félags árið 1815 var ekki síður mikilvægur þáttur í ferlinu öllu. Upp úr því, ekki seinna en 1818, var byrjað að endurskoða Nýja testamentið og að aflokinni þeirri vinnu ráðist í prentun þess. Kom það út í tveimur hlutum árin 1825 og 1827 og voru 500 eintök sett á prentpappír en 100 á skrifpappír. Talsverðar breytingar höfðu ver- ið þarna gerðar. Aðalverkið mun Geir biskup Vídalín hafa unnið, ásamt kennurum Bessastaða- skóla og fleirum. Að koma þessu út var mikið átak fyrir ungt og lítið félag, en árið 1827 var þó ályktað á fundi að stefna að endurskoðun Gamla testamentisins líka, með það í huga að gefa svo út Biblíuna í heilu líki. Og í það var svo farið einn daginn. Að því stóðu að- allega Árni Helgason prestur í Görðum og Bessastaðakenn- ararnir, einkum Sveinbjörn Eg- ilsson; er hann sagður hafa þýtt alls 17 rit og stuðst við hebresk- una í einhverjum þeirra, s.s. Jes- aja. Aðrir virðast hafa notast við danska og þýska texta. Þegar Heilög ritning kemur svo út árið 1841, úr prentsmiðju Ólafs Stephensens í Viðey, er einnig búið að endurskoða Nýja testamentið sem áður er minnst á og líka hafði verið prentað þar, hjá föður Ólafs, Magnúsi. Fullur titill er Biblía Það er: Heiløg Ritning. I 5ta sinni útgéfin, á ný yfirskodud og leidrétt, ad til- hlutun ens íslenska Biblíu-félags. Eins og hér má sjá er ekki rétt farið með útgáfuröðina, einhverra hluta vegna; þessi er númer sex, en ekki fimm. Í formála segir m.a.: Það íslendska Biblíu-félag … ætlast til ad útleggíng Bibliunnar á Islendsku sé nú ord- in réttari og betri enn hún ádur var. Adal reglan eptir hvørri þad vildi gánga í þessu starfi, og hvar um þeim var skrifad í upp- hafi, sem bednir voru ad takast verk þetta á hendur, var sú: ad umbreita engu, nema því sem bersýnilega þætti málleysa, eda þreif- anlega rángt útlagt, og þoka útleggíngunni nær høfud-textanum ad svo miklu leiti sem Islendskan leyfdi; ordfærid skyldi vera til- gjørdarlaust og audskilid. Þessari reglu ætlum vér hafi verid meir eða minna fylgt, þó margt kunni hafa yfirsjest, sem eingum mun þikja tiltøku mál þar sem svo mikid og vandasamt verk var med høndum haft, og sem margir þar ad auki hafa ad unnid. Dómur sögunnar er, að þarna hafi margt verið afar fagurlega þýtt, enda skáld að verki. Alþýð- legur blær sveif þó yfir vötnunum, bæði í orðavali og stafsetningu, í anda Fjölnismanna. Eru fræði- menn yfirleitt sammála um, að þrátt fyrir ýmsa galla sé Viðeyj- arbiblía „mikil framför frá útgáf- unum í Höfn 1747 og 1813“, þótt hún kunni að standa „gömlu ís- lenzku útgáfunum eitthvað að baki að ytri frágangi“. Upplag mun hafa verið eitthvað um 1.400 eintök, og verðið 4 dalir og 48 skildingar. Ef við lítum á 23. Davíðssálm, er hann á þessa leið: Drottinn er minn hyrdir, mig skal ekkért bresta. Í grænu haglendi lætur hann mig hvíl- ast, ad hægt rennandi vatni leidir hann mig. Hann hressir mína sál, hann leidir mig á réttann veg fyrir síns nafns sakir. Þó eg ætti ad gánga um daudans skugga dal, skyldi eg samt einga ólukku hræð- ast, því þú ert med mér, þín hrísla og stafur hugga mig. Þú tilreidir mér matbord fyrir minna óvina augsýn, þú smyrd mitt høfud med vidsmjøri, útaf mínum bikar rennur. Sannarlega fylgja mér þín góðgirni og miskun alla daga míns lífs, og æfinlega mun eg búa í Drottins húsi. Biblían 1841 var endurprentuð að heita má óbreytt árið 1859, í Prentsmiðju Íslands, sem þá var í eigu Einars Þórðarsonar í Reykja- vík. Var mikið til útgáfunnar vand- að. Fullt heiti var BIBLÍA, þad er øll Heiløg ritning, út gefin ad til- hlutun hins íslenzka biblíufélags. 6. útgáfa. Er hún reyndar sjöunda í Biblíuröðinni, þrátt fyrir vitn- isburð titilsíðunnar, sem er í réttu framhaldi af því sem í Viðeyj- arbiblíu stóð. Eintökin voru 2.000 að tölu og hvert og eitt selt óinn- bundið á 3 ríkisdali og 48 skildinga ríkismyntar. Þarna eru Apókrýfar bækur Gamla testamentisins prentaðar hinsta sinni í íslenskum Biblíum. En í þeirri sem vænt- anleg er á næstunni, munu þær birtast aftur í nýrri þýðingu úr frummálunum. Um Reykjavíkurbiblíuna er fátt annað að segja, og því óþarfi að leggja undir hana fullan pistil. Er Lundúnabiblían, 1866, því næst á dagskrá. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Rúmum 30 árum eft- ir útkomu Hender- sonsbiblíunnar, birt- ist Ritningin lands- mönnum enn á íslensku. Þetta var árið 1841. Sigurður Ægisson fjallar í dag um þá útgáfu, hina sjöttu í röðinni, og sem löngum er kennd við prentstað sinn, Viðey. Og svo aðra til. Viðeyjar- og Reykja- víkurbiblía MYNDANEFND og kaffinefnd Útivistar standa fyrir 5 mynda- kvöldum yfir vetrartímann. Sýnd- ar eru myndir sem félagsmenn hafa tekið á ferðum sínum auk þess sem gestaljósmyndarar eru fengnir til að sýna myndir. Sýn- ingin stendur í rúma klukkustund. Mikil aðsókn er að myndakvöldum félagsins sem eru öllum opin, seg- ir í fréttatilkynningu. Þegar myndasýningu er lokið býður kaffinefndin upp á köku- hlaðborð. Aðgangseyrir er 700 kr. og er hagnaðinum varið í góð mál- efni í þágu útivistar. Í tilefni 30 ára afmælis Útivistar í fyrra ákváðu nefndirnar að verja ágóða af myndakvöldum í tvö ár til að styrkja gerð útsýnisskífu á Rétt- arfell við Bása, til móts við fram- lag frá félaginu. Vinna við gerð útsýnisskífunnar er þegar hafin og er búist við að henni ljúki 2008. Myndasýningar nú í vetur verða 2. október, 6. nóvember, 5. febr- úar, 5. mars og 2. apríl og er efni þeirra auglýst á www.utivist.is og í tölvufréttabréfinu „Á döfinni“. Öllum sem hafa áhuga á og luma á góðum ljósmyndum er velkomið að koma þeim á framfæri við myndanefnd Útivistar, Laugavegi 178. Myndakvöld Útivistar EIN fjáröflunarleiða Blindrafélags- ins er happdrætti. Fyrir lok sept- ember fengu öll heimili og fyr- irtæki í landinu sendan happdrættismiða. Það er von fé- lagsins að landsmenn kaupi miða til styrktar starfseminni, segir í fréttatilkynningu. „Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er að mjög litlu leyti rekið fyrir opinbert fé. Blindrafélagið hefur byggt starf- semi sína á frjálsum framlögum og notið ómetanlegs stuðnings al- mennings í þau 67 ár sem það hefur starfað,“ segir í fréttinni. Margir vinningar eru í boði. Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu félagsins að Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík og í síma 525 0000. Skrifstofan er opin frá kl. 9–16 alla virka daga. Dregið verður í hausthappdrætti Blindrafélagsins 17. nóvember 2006. Hausthappdrætti Blindrafélagsins ÍSLANDSPÓSTUR mun frá og með 2. október hætta að fljúga með póst til Vopnafjarðar frá Akureyri. Þess í stað verður pósturinn fluttur land- leiðina frá Akureyri til Vopna- fjarðar, með viðkomu á Húsavík, Laugum og Mývatni. Íslandspóstur hefur samið við fyrirtækið Aðalfjall ehf. til að sinna þessum flutningum. Áfram verður farið með póst til Vopnafjarðar 5 sinnum í viku. Þjónusta Íslands- pósts við Vopnfirðinga mun því vera sú sama þó þessar breytingar eigi sér stað, segir í fréttatilkynn- ingu. Ekið með póst til Vopnafjarðar GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins, Félag áhugafólks um Downs-heilkenni og Barnaspítali Hringsins standa fyrir ráðstefnu um Downs-heilkenni á Grand hóteli 5. og 6. október. Aðalfyrirlesari er dr. George T. Capone frá Kennedy Krieger Institute í Baltimore í Bandaríkjunum, segir í frétta- tilkynningu. Dr. Capone starfar að rannsóknum og er aðstoð- arprófessor í barnalækningum við Johns Hopkins-háskóla. Íslenskt fagfólk og foreldrar munu tala, m.a. um íhlutun og þjónustu, skóla- göngu, félagsþega þátttöku og vel- líðan. Upplýsingar og skráning er á www.greining.is. Skráningu lýkur mánudaginn 2. október. Ráðstefna um Downs-heilkenni FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.