Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 27 Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennari: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Elsa Guðmundsdóttir 4. dan. Þessi grein á sér einstaka menningarlega hefð og er stunduð af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar. Upplýsingar í síma 553 3431. Japönsk bogfimi Helgarferð á frábæru verði Helgarferð til Búdapest 13. október frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða glæsilega fjögurra nátta helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gest- risni Ungverja. Góð 3ja og 4ra stjörnu hótel í hjarta Búdapest í boði og spennandi kynnis- ferðir. Verð kr.29.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Verð kr.39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Mercure Duna  með morgunmat. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Sveinn Hákon Harðarson út-skrifaðist á dögunum úrmeistaranámi í lækn- isfræðideild með ágætiseinkunn. Sveinn er einn af samstarfs- mönnum Einars Stefánssonar en stærsti hluti meistaraverkefnis hans fólst í þróunarvinnu í augn- botnamælingum. „Ég hafði frá upphafi háskóla- göngunnar áhuga á að leggja fyr- ir mig rannsóknir á sviði lækna- vísinda. Mér fannst það einfaldlega mjög áhugavert og að auki gefst þar tækifæri til að láta gott af sér leiða. Ég tók upp- haflega eitt ár í efnafræði en skipti svo yfir í læknisfræði og lauk BS. prófi í þeirri grein eftir fjögurra ára nám. Þaðan lá leiðin í meistaranám í heilbrigðisvís- indum og í haust er stefnan tekin á doktorsnám í sömu fræðum.“ Fjölþjóðlegt rannsókn- arumhverfi á Íslandi Sveinn Hákon segir það for- sendu þess að hægt sé að bjóða upp á rannsóknartengt meistara- og doktorsnám að rannsókna- vinna, eins og sú sem Einar Stef- ánsson er í forsvari fyrir, sé stunduð hér á landi. „Margir fara til útlanda en ég hef hingað til getað tekið allt mitt nám hér- lendis. Augnbotnaverkefnið er fjölþjóðlegt verkefni sem þó er stýrt frá Íslandi og þetta er gull- ið tækifæri fyrir nema eins og mig. Ég kynnist erlendum fræði- mönnum og hinum alþjóðlega vís- indaheimi í gegnum nám mitt hér á Íslandi. Það gæti þó verið að ég tæki hluta af doktorsnámi mínu erlendis og þá hjá þeim erlendu fræðimönnum sem eru í samstarfi við okkur nú þegar. Fræða- samfélagið er svo fámennt hér- lendis að það verður eflaust alltaf nauðsynlegt fyrir íslenska fræði- menn og nema að vera í sam- starfi við erlenda aðila, þannig víkkar einnig sjóndeildarhring- urinn.“ Sveinn Hákon hefur trú á því að rannsóknarnám muni eflast á Íslandi á næstu árum með breyttu hugarfari þeirra sem koma að menntamálum í landinu og að auðveldara verði fyrir nema á framhaldsstigi háskóla- menntunar að taka í það minnsta hluta af sínu námi hérlendis. Augun segja ótal margt Sveinn Hákon er nokkuð bjart- sýnn á framtíð sína sem fræði- manns hérlendis eftir að dokt- orsnáminu sleppir. „Það eru öflug fyrirtæki hérlendis sem starfa í líftæknigeiranum og há- skólasamfélagið er einnig að efl- ast sem og styrkjaumhverfi. Doktorsnámið tekur auðvitað nokkur ár og ég mun í því halda áfram að vinna að augnbotna- mælingum. Ef allt gengur að ósk- um í því verkefni er framundan nokkuð mikil vinna í að fínpússa tækið og þróa það áfram, ég sé mína nánustu framtíð í því.“ Sveinn segir það hafa verið til- viljun að hann fór út í rannsóknir á augum en sér þyki sviðið þó einkar áhugavert. „Mér fannst þetta verkefni afskaplega spenn- andi og tók því fegins hendi þeg- ar mér bauðst vinna við þróun mælitækisins. Það hefur verið sagt að augun séu mikilvægasta fertomman á líkamanum. Hægt er að greina svo margt í líkams- starfseminni út frá augunum ein- um saman og myndun á augn- botnum getur því gagnast okkur á ótal vegu.“ Mikilvægasta fertomma líkamans Morgunblaðið/ Jim Smart Sveinn Hákon Harðarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.