Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 4

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 4
 Sauolauksdalskirkja Uppi [ litlu dalverpi nálægt flugvelllnum við sunnan- verðan Patreksfjörð er gamalt prestssetur, sem heitir Sauð- lauksdalur. Fyrr á öldum var þar bænhús, en sóknar- kirkja var sett þar árið 1512. Síðan hefur þar löngum verið prestssetur, og hafa verið þar ýmsir merkir klerkar. Kunnastur þeirra er eflaust sr. Björn Halldórsson. Hann var þar prestur næstum [ 30 ár á ofanverðri 18. öld. Hann var mikill brautryðjandi í garðyrkju og gróðurvernd. Hann var með þeim fyrstu hér á landi til að rækta kartöflur, og hann byggðl miklnn garð til að hefta sandfok og upp- blástur. Fékk hann bændur [ skylduvinnu tll að hlaða garðinn, en þeim þótti þungt að búa við þá kvöð og nefndu garðinn Ranglát. Sér merki hans enn I dag I landi Sauð- lauksdals. Sr. Björn var kvæntur Rannveigu systur Eggerts Ólafs- sonar. Hún var hin merkasta kona. Þau áttu einn son, sem dó barn að aldri. En þau ólu upp nokkur börn og sumum veittl sr. Björn tilsögn [ skólalærdóml. Þegar sr. Björn Halldórsson kom að Sauðlauksdal, var staðurinn í mikilli niðurnlðslu. En þegar hann fór þaðan, var hann eitt hið glæsilegasta setur að húsum og mann- virkjum, prýðilegri umgengni og myndarskap. Um tíma dvaldi Eggert Ólafsson hjá mágl sínum I Sauð- lauksdal ásamt unnustu sinni, sem síðar varð kona hans, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Hún var mikil hannyrðakona. Meðan Ingibjörg dvaldi [ Sauðlauksdal saumaðl hún for- kunnar fagran hökul og gaf kirkjunni. Er hann enn notaður við messugerðir, þótt hann sé meira en tveggja alda gamall. Kirkjan í Sauðlauksdal er á annað hundrað ára gömul, reist 1864 en hefur oft fengið rækilega viðgerð og er enn hið stæðilegasta hús þrátt fyrir háan aldur sinn. Hún á marga góða gripi bæðl gamla og nýja. Prestur er nú enginn ( Sauðlauksdal og fólkinu I svelt- unum ( kring hefur fækkað mikið hin slðari ár elns og raunar í fleirl byggðum Vestfjarða. En eflaust á fólkinu eftir að fjölga aftur á þessum slóðum. Með betri samgöng- um og fjölbreyttari atvinnuháttum munu þessar byggðlr blómgast á ný, þótt seinna verði. Klrkjuklukkurnar hringja og kalla. Jólaguðspjöllin eru lesin. Marglr hlusta og fagna. Margir taka þátt [ heilagri guðsþjónustu og vilja lifa áfram [ „orðinu“. Margir syngja af heilum hug: „Friður á foldu, fagna þú maður, frelsari heimsins fæddur er.“ Býr þessi fögnuður og friður [ hjarta þlnu? Jesús vill veita þér þennan frið. » Við elgum I vanda. Erfiðleikarnir eru misjafnir og sorgimar missárar og djúpar. En mitt [ öllum vanda og sorgum — mitt í öll- um fögnuði, er hann, Jesús sjálfur, friðarhöfðinginn, frelslsráð- gjafinn, Drottinn Guð sjálfur, sem leitar einstaklingsins til þess að frelsa hann. Þess vegna hljómar gleðiboðskapurinn enn [ dag. Þess vegna berst boðskapurinn um allan heim. Hln milda en hljómmikla raust heyrist enn —r,og fagnaðarboðskapur engilsins á Betlehems- völlum berst enn um víða veröld: „Verið óhræddir-----------Þv[ að yður er I dag frelsari fædd- ur. —“ í þessu traustl og þessari trú langar okkur einnig að segja við ykkur öll, eins og áður: GLEÐILEG JÓL í Jesú nafni. Þórir S. Guðbergsson. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.