Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 58

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 58
* ROBERT L. STEVENSON: Gullevian (Stytt og endursögð) Blaðið með svörtu röndinni Sjóræningjafundurinn hafði staðlð yfir æði tlma, þegar einn þeirra félaga kom aftur tll okkar inn I húsið og bað Silfra mjög hæðnislega að fá blysið lánað ( nokkrar minút- ur. Silfri játti þvi, og snerl sendimaðurinn þegar út aftur og skildl okkur eftir I myrkrinu. „Þeir eru að fá vind í seglin, Jim,“ sagðl Silfri vingjarn- lega við mig. Ég leit út um skotauga á veggnum og sá, að allur hóp- urlnn lýsti með biysinu á blað eða bók og þeir töluðu og pötuðu með hnifum sínum hver upp f annan. Síðan sá ég, að þeir komu allir i átt tll hússins. Þegar þeir komu inn, afhentu þeir Silfra blað, bersýnilega rifið úr bók, og var þetta blað með svartri rönd allt í kring. Þegar Silfri sneri þv! við, sá hann, að þar stóð aðeins eitt orð, párað stórum stöfum með blýanti. En orðið var „Afsettur". Þetta þýddi ( raun og veru dauðadóm yfir Jóni Silfra, en hann var nú síður en svo af baki dottinn. Það sló ( harða brýnu milli þeirra þarna í kofanum, og mér fannst Silfri hafa betur i þeirri sennu. Til þess að reka svo smiðshöggið á mál sitt, dró Silfri upp úr vasa sinum uppdráttinn af eyjunni, þann sama, sem ég hafði fundlð I kistu kaptelnsins heima I Benboga, og ég furðaði mig mikið á því, hvers vegna lækn- irinn hafði látið hann af hendi við þessa sjóræningja. Þeir skoðuðu uppdráttinn nákvæmlega: „Jú,“ sögðu þeir. „Það er enginn vafi á þvi, að þetta er rithönd Flints. J. F. og gamla strikið aftur úr F-inu, jú, þetta þekkjum vlð.“ Og nú snerist lukkuhjól Silfra alveg við og hann var sam- þykktur kapteinn I þessum hópi, sem eftir var af þorpurun- um. Raunar maldaði Georg eltthvað í móinn, en það var strax þaggað niður. Tóku nú allir að leggjast til svefns, og lá ég við hliðina á Silfra. Ekki kom mér dúr á auga fyrr en undir morgun, var að hugsa um, hvernig málalokin yrðu í þessu ævintýri. Mér lá við að kcnna i brjósti um Silfra greyið, jafn lllur og hann hafði þó verið, þvi að smánar- fullur dauðdagi hlaut að bíða hans, ef hann lifði það að líta England nokkurn tima aftur. Ég vaknaði morguninn eftir vlð hátt og glaðlegt kall utan við húsið. Sjóræningjarnir höfðu líka risið á fætur. Þetta var læknirinn, sem þarna var kominn, en Silfrl hafði samlð svo um við hann, að hann kæml þangað I læknisvitjun annan hvern dag. „Heill og sæll, læknir!" hrópaði Silfri. „Við áttum ekkl von á þér svo snemma morguns. Komdu inn til okkar, við höf- um handsamað ungan farfugl, sem þú hefur sjálfsagt gam- an af að sjá. Ég hef geymt hann vel og látið hann sofa fast hjá mér i nótt.“ Að þessu mæltu opnaðl Silfri hurðina, og ég heyrði, að læknirinn spurði: „Það er þó liklega ekki Jim?“ „Jú, það er hann reyndar og heill á húfi,“ svaraði Silfri. Læknirinn horfði undrandi og kímileitur á mig, en sagði svo: „Jæja, það er bezt að ég liti á sjúklingana fyrst." „Jæja, þú ert á góðum batavegl," sagði hann svo við elnn úr hópnum, sem var með blóðugt bindi um höfuðið. „Og hvernig liður þér, Georg? Lifrin í þér er ekki i góðu lagi. Hefur þú tekið inn töflurnar?" „Já, já, herra, það hefur hann gert,“ svaraði Morgan. Læknirinn brostl út í annað munnvikið og mælti: „Þótt ég sé nú fangalæknir, eins og ég vil kalla það, lít ég svo á, að mér beri skylda til að bjarga sérhverju mannslífi, sem mér er auðið, enda þótt gáiginn bíði þess sama manns." Þeir litu mjög einkennilega hver til annars, en sögðu ekkl neitt. „Þetta verður að nægja I dag,“ sagði læknlrinn eftir að hann hafði fenglð sérhverjum þeirra töflur til varnar malarí- unni, sem sumir höfðu fengið snert af. „Og nú ætla ég að tala nokkur orð við drenginn," sagði læknirinn að síðustu. Georg, sem var að ræskja sig eftir einhverja bragðvonda inntöku, urraði: „Við neltum þvi, að þeir tali saman." Þá barði Silfri bylmingshögg i tunnuna með hækju sinni: „Þögn, það er ég, sem ræð hér! Jim má ganga með lækn- inum að hliðinu, og mun ég fara með þeim. Ég tek dreng- skaparheit af þér, drengur minn, um það, að þú hlaupist ekkl á brott." Ég samþykkti þetta með þvl að kinka kolll. Þegar við svo gengum allir þrir áleiðis að hliðinu, hvislaði Silfri til mín: „Farðu bara hægt, skeð getur, að þeir gruni okkur um græsku, og ef þeir sjá nokkurn asa á okkur, er úti um okkur. Ég vil segja þér, herra læknir, að ég bjargaði lífi þessa pilts núna, þegar hann kom hingað, og hætti lífl mfnu til þess og einnig foringjastöðu minni, en hélt þó hvorutveggja með harðneskju. Þess vegna vonast ég til, að þú leggir mér liðsyrði, ef á liggur. Og lif þessa drengs er i hættu ennþá." „Hvað gengur að þér, Silfri?" spurðl læknirinn. „Hefur þú alveg misst móðinn?" „Nel,“ svaraði Silfri, „en fjandi er mér llla við gáigann heima á Englandi." Að svo mæltu gekk Silfri spölkorn frá og settist niður, en við Llversey læknir tókum tal saman. Ég sagðl honum alla söguna, sem gerzt hafði eftir að ég hljóp frá þeim I kofanum kvöldið góða. Ég sagði frá því, að ég hefði náð skipinu og vissi hvar það væri og að það væri sjófært ennþá. „Bjargaðirðu skipinu?" hrópaði læknirinn forviða. „Jlm,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.