Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 57

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 57
ARZAN apabróðir Eitt augnablik horfðust þeir í augu. Á andliti Tarzans mátti lesa vonbrigði. Á andliti greifans vaxandi ótta. Hann þoldi þetta ekki lengur. „Drottinn minn, herra, skjótiðl“ æpti hann. En Tarzan miðaði ekki. í stað þess gekk hann til greif- ans, og þegar Flaubert og d’Arnot ætluðu að ganga á milli, rétti hann upp vinstri höndina til merkis um, að þeir skyldu ekki nálgast. „Óttist ekki,“ mælti hann. „Ég skal ekki gera honum mein.“ Tarzan var kominn til greifans. „Það hlýtur eitthvað að hafa verið að byssu greifans," mælti hann. „Eða herr- ann er óstyrkur. Takið mína byssu og reynið aftur,“ og Tarzan rétti fram skammbyssu sína greifanum til hinnar mestu undrunar. „Drottinn minn — herra!“ hrópaði hann. „Eruð þér brjálaður?" „Nei, vinur minn,“ svaraði apamaðurinn. „En ég á skilið að deyja. Á þann eina hátt get ég bætt fyrir rang- indi, sem ég hef gert mjög góðri konu. Takið við byssu minni og gerið sem ég segi.“ „Það væri morðl“ svaraði greifinnj „En hvaða rangind- um beittuð þér konu mína? Hún sór mér að.. „Ég á ekki við það,“ flýtti Tarzan sér að segja. „Þér sáuð allt, sem okkur fór rangt á milli, en það nægði til þess að varpa skugga á mannorð hennar, hennar, sem ég átti ekkert grátt að gjalda. Sökin var mín, svo að ég von- aði að fá að deyja fyrir það nú í dag. Ég er óánægður yfir því, áð þér eruð ekki eins góð skytta og mér hafði ver- ið sagt.“ „Þér segið, að þér eigið sök á öllu?“ spurði greifinn ákafur. „Á öllu, herra. Kona yðar er mjög saklaus kona, en þó get ég sagt, að öllu helzt er þetta Rokoff að kenna. Verið svo góður og lesið þessi skjöl." Tarzan rétti greifanum viðurkenninguna, sem Rokoff hafði undirritað. Greifinn tók við skjalinu og las. Flaubert og d’Arnot voru nú komnir nær og fylgdust af athygli með endalok- um þessa sérkennilega einvígis. Enginn mælti orð frá vör- um, meðan greifinn las. Þá leit greifinn á Tarzan. „Þér ertið bæði hugaður maður og göfugur," mælti hann. >.Ég þakka guði fyrir, að ég drap yður ekki.“ Greifinn var Frakki, og blóðið í Frökkum er heittj Hann vafði höndunum um háls Tarzans og faðmaði hann að sér. Flaubert faðmaði d’Arnot. Enginn faðmaði lækn- mn. Ef til vill var það því af afbrýðisemi, að hann greip íram í og krafðist þess að fá að gera að sárum Tarzans. »Þessi maður hefur orðið fyrir að minnsta kosti einu ^oú, kannski þremur," sagði hann. „Tveimur," sagði Tarzan. „Annað kom í vinstri öxl- ina, en hitt í vinstri síðuna — aðeins svöðusár, held ég.“ En læknirinn heimtaði, að hann legðist á jörðina og síðan nostraði hann við hann þar til sárin voru þvegin og um þau búið. Árangurinn af hólmgöngunni varð sá, að þeir óku allir í vagni d’Arnots aftur til Parísar beztu vinir. Greif- inn var svo ánægður yfir því að fá órækar sannanir fyrir tryggð konu sinnar, að hann var Tarzan ekkert gramur, enda hafði Tarzan tekið fullkomlega sinn hlut í sökinni, þegar hann sagði frá atburðunum kvöldið góða heima hjá greifaynjunni. Apamaðurinn varð að liggja í rúminu nokkra daga vegna sára sinna. Honum fannst það að vísu bjánalegt og óþarft, en læknirinn og d’Arnot hugðu þetta vera honum fyrir beztu. „Þetta er hlægilegtl" sagði Tarzan, „að liggja í rúminu vegna smáskeinu! Hafði ég kannski mjúkt rúm til að liggja í, þegar Bolgani — górilluapinn — reif mig því nær í tætlur, meðan ég var drenghnokki? Nei, bælið mitt var aðeins rakur og fúll skógarsvörðurinn. Dögum saman lá ég falinn bak við runna og enginn hjúkraði mér nema Kala — veslings trygglynda Kala, sem varði sár mín gegn skordýrum og bægði rándýrunum frá mér. Þegar ég bað um vatn, færði hún mér það í munni sínum. Hún þekkti engin önnur ráð. Það var ekki heldur sótthreinsað lín á boðstólum þarna í frumskóginum. Nei, þar vantaði allt, og ég held, að læknirinn okkar hefði orðið vitlaus af því að sjá allt þetta. En samt hjarnaði ég við, hjarnaði við til þess að liggja hér í dúnmjúku rúmi vegna smáskeinu, sem skógardýrin mundu ekki skeyta hið minnsta um, nema ef hún væri á nefbroddi þeirra!" En legutíminn hjá Tarzan varð stuttur, Fyrr en varði var hann alheill orðinn. Greifinn hafði oft vitjað hans, og er hann komst að því, að Tarzan vantaði einhverja atvinnu, lofaði hann að verða honum hjálplegur í því efni. Sama daginn og Tarzan fékk fyrst að fara út, fékk hann boð um að finna greifann um kvöldið. Greifinn beið hans þá og bauð hann hjartanlega velkominn. Hvor- ugur hafði minnzt á hólmgönguna, síðan hún var háð. „Ég held ég hafi einmitt fundið hæfilegan starfa handa yður, herra Tarzan," mælti greifinn. „Það er ábyrgðar- mikill starfi og þarfnast mikils styrkleika og snarræðis. Ég get engan mann hugsað mér hæfari *en yður til þessa starfa. Starfið krefst mikilla ferðalaga." Greifinn fylgdi síðan Tarzan til skrifstofu Rochere hershöfðingja, sem var æðsti maður stofnunar þeirrar, sem Tarzan átti að starfa fyrir, ef hann þá vildi taka þetta að sér. Þar skildi greifinn við hann eftir að hafa hælt kostum hans mjög. Framhald. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.