Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 61

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 61
„Uss, þú skilur ekki, hvað ég á við, Anna. Bíddu við, nú skal ég lofa þér að heyra kvæði, sem ég er nýbúin að læra.“ Og nú tók Tim að segja fram eitthvert háfleygt og alvarlegt kvæði með leikrænum tilburðum og flutningi. Það var svo áhrifamikið, að þeim vöknaði báðum um augu. Svo drap Tim tittlinga, andvarpaði djúpt og hálf- hló, þegar hún var búin, og byrjaði samstundis á öðru, neistandi fyndnu og fallegu kvæði, og Anna veltist um og hló. „Sjáðu nú, Anna. Áðan vatnaðirðu músum, og nú skelli- hlærðu," sagði Tim sigri hrósandi. „Skilurðu nú ekki, Anna, hve gaman það er að geta látið fólk ýmist gráta eða hlæja." Tim hrökk við, því að allt í einu ískraði í hurðinni. „Fyrirgefið þið, ég er víst að villast. Ég ætlaði út í and- dyrið til þess að sækja dálítið í vasa minn, Ég sá reyndar áðan, að ég var á rangri leið, en . . . ég gat ekki annað en stanzað og hlustað." Ríkarður stóð brosandi í dyrunum. Tim vissi ekki í fyrstu, hvernig hún átti að taka brosið, en svo ákvað hún að taka það sem spott. „Það er aldrei hægt að leggja refsingu við því, að menn kvelji sjálfa sig,“ sagði hún hirðuleysislega og kafrjóð af sneypu. Hún renndi sér niður af eldhúsborðinu og tók af sér svuntuna, sem hún setti á sig, þegar hún fór að hjálpa Önnu. „Þér getið vel komizt þessa leið út í anddyrið," hélt hún áfram og opnaði aðra hurð, og þegar hann var farinn, læsti hún á eftir honum. ',,Er hann ekki óþolandi?" spurði hún Önnu og gretti sig. „Ja, ég veit ekki. Ég er nú eiginlega svo óvön að sjá unga menn, að það er ekki neitt að marka, hvað ég segi,“ sagði Anna og hristi höfuðið. „Hér kemur aldrei nokkur ungur maður.“ „Nei, það veit guð, að enginn riddari leitar uppi þetta jómfrúbúr." „Jómfrúbúr... riddari... en sá þvættingur. Ætli þú segir ekki bráðum, að ég sé drekinn?" sagði Anna hlæj- andi., Þegar gestirnir voru fyrir nokkru farnir og systurnar voru háttaðar, kom mamma inn til að spjalla við þær og bjóða þeim góða nótt. „Það er leiðinlegt, að gestir skulu ekki oftar koma til okkar. Þetta gekk ljómandi vel. Ég hef vanizt svo af öllu slíku, að í þau skipti, sem nokkrir koma til okkar, er ég alltaf á nálum og utan við mig. Ég hef aldrei tíma til þess að hjálpa til að undirbúa neitt, en verð að treysta ykkur og Önnu. Timma mín, elskan, ekki þurftir þú að þjóta fram í eldhús til að hjálpa henni. Þú ...“ „Æ, mamma, svo að ég segi eins og er, þá gerði ég það ekki til þess að hjálpa henni, heldur af því, að mér fannst mér vera svo leiðinlega ofaukið.“ Tim hafði ekki fyrr sagt þetta, en hún dauðsá eftir því. Það bar ekki oft við, að hún léti aðra verða þess vísa, hve hún var viðkvæm. Það hafði nú frá upphafi verið þannig. Þegar pabbi dó, var Magga miklu þroskaðri en Tim og skildi allt langtum betur.i Þær sameinuðust í söknuðinum, Siri og Magga, og báðum fannst Tim vera svo lítill, að hún bæri ekkert skyn á, hvað skeð hafði. Því var það svo oft, fyrst eftir þennan atburð, að þær báðu hana að fara og leika sér, en sátu sjálfar eftir og töluðu saman. Hún hlýddi og fór sinna eigin ferða. Og í einverunni skapaði hún sér hugar- heim og átti sér þar ósýnilega einkavini, sem hún skrafaði og skeggræddi við og lék sér með. Oft bar það við, að hún bjó sig út og lék eitthvað, sem andinn gaf inn, með lítilli telpu úr nágrenninu. En þær lokuðu sig alltaf inni við þetta. Þær vildu enga áhorfendur. Og þegar leiksystir hennar flutti eftir nokkur ár úr þessu borgarhverfi, fann Tim sér engan nýja leikfélaga. Hún var ekki alveg ósmeyk um, að aðrar telpur kynnu að hlæja að þessum leikara- látum hennar. „Ofaukið? Hvað segirðu, Tim?“ Það var auðheyrt, að Siri var bæði hissa og særð. „Elskan mín, það er nú ekki oft, sem gestir koma til okkar, en þú gerir þetta nærri alltaf, smeygir þér út, áður en við er litið." Tim vissi, að þetta var satt. Þær áttu enga ættingja, sem þær gátu rækt kunningsskap við. Endrum og eins bauð Siri kunningjum sínum heim, eða öllu heldur stúlkun- um, sem voru starfsfélagar hennar. Vinirnir höfðu fyrnzt og fjarlægzt. Hún var við vinnu sína mestan hluta dagsins, afkoman hafði verið erfið þangað til síðustu árin, þegar telpurnar fóru að vinna, því að maðurinn hennar lét eftir sig miklar skuldir, þegar hann dó. Og þegar þessir gestir komu, snerust samræðurnar mest um daglegu störf- in og viðskiptavinina. Ekki gat heitið, að Magga ætti sér neinn kunningjahóp fyrir sig. Hún var í nokkrum félögum, fór stöku sinnum á fyrirlestra, en var oftast að lesa, þegar hún var heima. Það hafði komið fyrir, að Tim bauð heim til sín kátum og skrafhreifum skólasystrum, en hún sá, að mamma var þreytt, þegar hún kom heim úr búðinni, og hún skildi, að skólasystrunum fannst þeim ofaukið. „Skilurðu það ekki, mamma, að. . . já, það talaði eng- inn við mig, og mér fannst ég eins vel geta farið fram til Önnu og sýnt henni hringinn minn og hjálpað henni svolítið. Mér þykir skelfingar ósköp vænt um hringinn, og á morgun ætla ég að skrifa langt bréf og þakka fyrir hann.“ Siri létti aftur, Tim var indæl. Hún var svo glöð og þakklát fyrir allt, sem hún fékk, og gerði svo undur litlar kröfur fyrir sjálfa sig. Framhald. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.