Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 80

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 80
„Jæja, karlinn 1“ sagöi maðurinn nokkru seinna og var nú aftur rólegri. „Mér hefur skilizt, að þú værir skynsamur piltur. Sýndu nú, að þú sért það og komdu með mér. Og þessi — þessi snáði þarna?" Hann benti á Óla. „Hann á áreiðanlega að fara lika á einhvern ákveðinn stað?“ „Já, hann á að fylgja mér til skógar. Við vinnum við skógar- högg hjá Páli Skógstad." Bóndinn blóðroðnaði og barði stafnum í gólfið. Það gerði ekki betur en hann gæti talað. „Kanntu — kanntu ekki — fjórða — boðorðið, — karlinn? „Heiðra skaltu föður þinn og móður,“ — skilurðu það?“ „Heiðrum við ekki bezt föður okkar og móður með því að búa á þvi heimili, sem þau reistu?“ „En boðorðið er lengra. — „Og aðra,“ stendur þar, — „aðra, sem — og — og — og?“ „Já, hvernig var nú þetta annars?" Hann stamaði og stamaði og leitaði að orðunum, en mundi ekki meira. „Jæja, vertu nú sæll,“ sagði Þór og gekk fram. „En hvernig gaztu þorað að svara honum svona?“ spurði Óli. „O-o, — ég þorði það nú raunar ekki. En ég varð einhvern veginn að losna við hann,“ sagði Þór. Hödd hans skalf enn. ★ ★ ★ Þeir gátu ekki unnið nema takmarkaðan tima við skógarhögg, áður en skólinn byrjaði. Þá var ekki um neitt annað að ræða fyrir þá en að yfirgefa Fögruhlíð og loka þar öllu. Þann tíma, sem skólinn stóð yfir, bjuggu þeir niðri i sveit og voru þá oft mikið með drengjunum frá Bæ. Einkum voru þeir miklir vinir Egils og Árna. Þeir reyndust þeim á allan hátt vel. Og þeir voru þeir einu, sem ekki vildu, að Þór og Óli flyttu úr Fögruhlíð. „Látið aldrei undan, hvað sem á dynur 1“ sagði Egill. Kvöld eitt komu bræðurnir frá Bæ til þeirra og var mikið niðri fyrir: „Þessi kýT ykkar, sem er á Hóli, þrífst þar alls ekki.“ „Vesalings Búkollal Þrífst hún ekki?“ „En nú verður vist brátt á þvi breyting, þvi að i kvöld ætlar Ingiborg gamla á Hóli að galdra i hana góða lyst 1“ „Jæja, einmitt það.“ „Já, hún hefur nú, alveg nýlega, gefið kúnni margar tegundir af töfrajurtum!“ Hann taldi á fingrum sér hin sérkennilegu nöfn á þessum jurtum. „Þetta er i meira lagi skrítið!“ „Og allar þessar galdrajurtir hefur hún geymt uppi á suðurloft- inu í Gömlustofu sjö fimmtudagsnætur i röð. í dag tók svo gamla konan þær, saxaði saman og stráði í þær salti, sem hún hafði þulið yfir einhverja galdra. Síðan gaf hún kúnni þessa kynlegu blöndu. Og í kvöld á svo að teyma hana þrjá hringi kringum baðstofuna á Hóli, — í bandi úr görnum, — réttsælis!“ Egill var svo mælskur, að hann náði tæpast andanum að lokum. „Kringum baðstofuna?" „Já, það verður að vera hús, þar sem byggt hefur verið tvisvar áður. Og baðstofan á Hóli er einmitt þriðja húsið, sem byggt er á þeim grunni." „Hver hefur sagt þér þetta?" „Ég stóð hjá Gömlustofu og heyrði tvær kerlingar tala um þetta. Komið og verið með okkur, — við skulum fæla kúna fra þeim 1“ „Við getum ekki tekið þátt i því að hræða Búkollu." „Viltu kannski, að hún kunni við sig á Hóli og þrifist þar vel?‘ Freistingin var of mikil. Þeir lögðu af stað niður eftir, allir fjórir. Nú skipti mestu máli að komast til baðstofunnar, án þess að nokkur sæi. Þeir lögðu sig líka fram eftir beztu getu, voru ýmist í felum bak við hóla og vörður eða skriðu á hnjám og maga. En að lokum náðu þeir markinu: komust inn fyrir þrösk- uld baðstofunnar og földu sig þar í dimmu skoti. „Nú verðum við að vera alveg hljóðir. Enginn má tala.“ „En ef við getum ekki stillt okkur um að hlæja?“ „Setjið lófana fyrir nef og munn og steinþegið!“ Allt var dimmt og hljótt. „Kerlingin þorir ekki að koma, fyrr en Pétur er setztur að, því að hann er alveg á móti þessu kukli hennar.“ „Hvað eigum við nú að gera?“ „Snúa við treyjunum ! Mála okkur með sóti! Herma eftir skógar- birni!“ Jú, þarna kom kerlingin loksins út úr Gömlustofu. Hún hafði Háskotapilsið (kilt), sem gert er úr sérstöku tiglóttu ullarefnl (tartan), hefur um aldaraðir verlð sá klæðnaður, sem Skotar hafa klæðzt jafnt I stríði sem friði. Þeir hafa klæðzt þeim á löngum og myrkum tlmabilum I sjálfstæðisbaráttu slnni gegn Englandi og allt fram til styrjalda vorra tlma, er þeir þörðust með Englendingum fyrir þrezka heimsveldið. Þegar hersveit Há- skota var sett til varnar undanhaldi I Norður-Frakklandl árið 1940, köstuðu þeir hlnum venjulegu einkennisbúningum og klæddust þjóðbúnlngi slnum áður en þelr létu til skarar skrlða. Af 200 manna hópi týndu um 130 Iffl. I Kóreustyrjöldinni gerðu 400 menn úr hlnni Konunglegu skozku landvarnasveit árás á 6000 kfnverska fótgönguliða. Þeir voru að vlsu ekki I þjóðbúningum, en í pilsum voru þeir. — í herbúðum Háskotanna eru sagðir speglar I gólfinu, svo að liðsforingjarnir getl aðgætt, hvort nokkur falli I þá freistni að vera I brókum undir pilsinu. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.