Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 23

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 23
sætlnu sínu. Úlfurinn þaut upp öll þrepin eins og örskot og lagðist á hnén við fætur stjörnudrottningarinnar. — Velkominn! sagði hún bliðlega og faðmaði Pétur að sér. — Varst þú ekkl hræddur, þegar úlfurinn minn kom og sótti þig? — Æ, jú, svolítið, sagði Pétur, en nú er öll hræðslan horfin af mér. Og þá brosti stjörnudrottningin, og svo klappaði hún saman lófunum og þá opnaðist hurð og gamall maður með stóran og þungan poka á bakinu kom inn. Aldrel hafði Pétur séð svona gamlan mann, og ekki hafði hann heldur séð svona stóran og þungan poka. — Hver ert þú? spurði drottningin. — Ég heiti Gamlár, svaraði gamli maðurinn ofur lágvær. ■— Og hvað ertu með i pokanum? spurði stjörnudrottningln. — Slæmar og góðar hugsanir og slæmar og litlar gerðir — það eru gjafir htannanna til þín, sagði maðurinn um leið og hann var að leysa fyrirbandið af ' Pokanum sínum. Og svo hellti hann öllu úr pokanum. Og þarna á gólfinu lá stór hrúga af gráu gjalli og ösku, svo að stjörnudrottningin fékk tár i augun, Þegar hún leit á það. —• Þetta var raunalegur árangur, sagði hún og andvarpaði. — Þetta var allt og sumt, sem mannfólkið lét mig fá, tautaði gamli maðurinn. Stjörnudrottningin kinkaði kolli hrygg á svipinn. Svo rétti hún fram höndina, °9 þá fór gjallið að brenna og verða að engu, en í öskunni sáust nú gimsteinar, sem vörpuðu frá sér alla vega litum geislum. — Sitthvað gott og göfugt hefurðu nú fengið hjá þeim líka, sagði hún. — Ef til vill minna en það hefði átt að vera, og þó máske meira en ég þorði að vona. Berðu þetta Inn í fjárhirzluna mina! Gamli maðurinn tíndi allt það, sem glóði á, ofan í pokann sinn, svo hneigði hann sig djúpt fyrir drottningunni og hvarf. — Þetta er gamla árið, sem var að fara, hvislaði úlfurinn að Pétri. — Gættu hú að, því að nú kemur það nýja. Hjá tannlæknínum Einu sinni var ég alltaf með tann- pínu og þurfti að fara til tannlæknis, og ég hlakkaði ekki til. Þegar ég var kom- Inn inn á biðstofuna, var allt fullt af fólki, svo að ég þurfti að bíða iengi. Loksins þegar komið var að mér, voru liðin þrjú kortér frá því að ég kom inn. Þegar ég kom inn [ stofuna, var ég látinn setjast á stól og opna munn- inn, svo kom hann með Ijós og lýstl inn i munninn um leið og ég sagði hon- um, hvar tönnin væri. Svo kom hann með sprautu og deyfði mig og sótti svo töng. Svo fór hann að juða tönninni til og tosa í hana þangað til hún loksins losnaði. Hann setti svo bómull í hol- una, þar sem tönnin var. Svo borgaðl ég og þakkaði fyrir og fór svo út. Pabbi beið úti í bíl og keyrði mig heim. Um kvöldið fór mér að verða illt aftur, og þá uppgötvaði ég að tannlæknirinn hafði dregið vitlausa tönn. SÖNN SAGA. Ásbjörn Már Jónsson. Fyrstur Hver flaug fyrstur yfir Atlantshafið? Var það Lindbergh? Nel, hann var sá 67. i röðinnl. Þetta mun mörgum þykja undarleg staðhæfing, því að flestir álíta, að hann hafi flogið fyrstur þessa leið. En við skulum athuga málið! Árið 1919 flugu John Alcock og A. Whitton Brown frá Nýfundnalandl til ír- lands. Seinna sama ár fór enska loftfarið R 34 með 31 mann um borð frá Skot- landl til Ameríku. Og árið 1924 flaug þýzka loftfarið ZR 3 frá Þýzkalandi til New York með 33 menn um borð. Lindbergh varð þvi hinn 67. i röðinni tll þess að fljúga yfir Atlantshafið. En hann er sá fyrsti, sem flaug einmenn- ingsflug yfir Atlantshafið, og fyrlr það hlaut hann heimsfrægð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.