Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 71

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 71
in eru,“ hélt hann áfram. ,,Þa5 er af því, að þá fæddist Jesús, mamma og pabbi hafa sagt mér það. Og þess vegna höfum við jólatré og gefum jólagjafir í kvöld.“ Maðurinn sagði ekki eitt einasta orð, en eitthvað varð hann nú skrýtinn ( framan, fannst Óla. ,,Ég er að fara með svolítið af smákökum til hennar Önnu,“ sagði þá Óli og bjó sig til að halda áfram. „Jæja, hún er þá ennþá lifandi," sagði maðurinn. „Já, já, hún er vel lifandl," sagði Óli. „Ég fer til hennar næstum því á hverjum degi.“ Síðan flýtti Óli sér, og Anna gamla varð svo glöð, þegar hann og Toppur komu. „Geturðu ekki sagt mér einhverja jóla- sögu,“ sagði Óli. „Það hafa alllr heima svo mikið að gera, og ég má hvergi vera. Og svo datt mér I hug að fara til þín, þú kannt svo margar sögur." Anna kom sér vel fyrlr og fór að segja frá: „Þegar ég var ung, átti ég svona lítinn snáða eins og þig. Þú getur rétt ímyndað þér, að hann, alveg eins og þú, hlakkaðl til jólanna. En þegar hann var orðinn stór, fór hann að heiman. Og hann kemur lík- lega aldrei heim aftur. Daglega bið ég Guð um að senda mér drenginn minn heim aft- ur, ég vona fastlega, að mér verði að trú minni og hann komi heirn." „Er drengurinn þinn orðinn fullorðinn?" spurði Óli. „Já, hann er orðinn fullorðlnn,“ svaraði Anna, „en það er ekki víst, að ég myndi þekkja hann aftur eftir öll þessi ár.“ „Það er maður hérna fyrir utan,“ sagði Óli, „kannski er það hann. Ég skal strax sækja hann.“ Og áður en Anna gat svarað, var ÓIi þot- Inn á dyr og Toppur á hæla honum út að hliði. Anna horfði á eftir drengnum. Hvers konar írafár var nú þetta! Það sem þessum börnum gat dottið I hug. Hann, sem alltaf var vanur að gefa sér svo góðan tíma, Þegar hann heimsótti hana. Eftir smá- stund sá hún, hvar Óli kom til baka I fylgd með manni, og hélt Óli I höndina á honum og leiddi hann. Þegar þeir komu inn úr dyrunum, fór Anna að gráta og gat rétt stunið upp: „Velkominn heim, drengurinn minn." Þegar Óli heyrði, að Anna sagði drengur við fullorðinn mann, hugsaði hann með sér: Já, það er satt, Anna er orðin gömul, þeg- ar hún segir „drengur" við fullorðinn mann.“ Þeir hlupu heim eins fljótt og þeir gátu, Óli og Toppur. „Mamma!" kallaði Óli um leið og hann kom inn úr dyrunum: „Nú er Anna orðin mjög gömul. Hugsaðu þér, hún sagði drengurinn minn við ókunnugan mann, sem ég rakst á við hliðið, og ég varð að leiða hann til hennar. Hugsaðu þér, drengurinn minn við ókunnugan mann, sem er eins gamall og hann pabbi. Og svo er hann I görmum og með skegg, og óhreinn." „Hvað ertu að segja, barn,“ sagðl mamma. „Ég mætti þessum manni, þegar ég fór til hennar Önnu. Hann stóð við hliðið, og þegar hann heyrðl, að ég væri að fara til hennar með kökur, þá spurði hann mig, hvort hún væri lifandi. Og svo sagði Anna mér, að hún hefði einu sinnl átt dreng eins og mig, en hann hefði farið frá henni og aldrei komið aftur heim. Og svo sagði ég Önnu, að það stæði maður útl á veg- Inum, og kannski væri það hann.“ Mamma brosti I gegnum tárin. Hún þekkti vel þetta sögu, og væri það svo, eins og Óli sagði, að sonurinn værl kominn, þá væri það örugglega bezta jólagjöfin, sem Anna gæti fengið. „Jólagjöf!" sagðl Óli undrandi. „Það er nú ekki hægt að pakka inn fullorðinn mann og leggja hann inn undir jólatréð." Allir fóru að hlæja að þessu. „Nei, það er nú satt." sagði stóri bróðir, „en Anna er jafnglöð yfir að fá drenginn sinn svona, eins og ef hún hefði þurft að pakka utan af honum umbúðirnar." Þetta skildi Óli. „Já, Óli minn, nú hefur þú hjálpað til að kveikja jólaljósið fyrir hana Önnu gömlu, og það á sjálft jólakvöldið," sagði mamma. Óla fannst nú þetta undariegt tal hjá fullorðna fólkinu. „Hvernig var hægt að kveikja Ijós án þess að hafa eldspýtur?" varð Óia að orði. „Þú getur nú litið inn til Önnu á morgun, þá færðu eflaust skýringu á þv(,“ sagði mamma. Óli var ákaflega hamingjusamur um kvöldið, og þá sérstaklega yfir fallegu járnbrautarlestinnl, sem stóri bróðir hafði gefið honum. Hann hugsaði mikið um það, hvort Anna gæti nú verið eins glöð og hann yflr jólagjöfinnl, sem hún hafði fengið. Daginn eftlr fór Óli til önnu. Það var alveg satt, ókunnugi maðurinn var sonur hennar, sem var kominn heim eftir öll þessl ár. Nú var hann búinn að raka sig og þvo og kominn I hrein föt. Hann brosti við Óla. Hann var bara svo góðlegur og einnig glað- ur. Óla fannst hann lika geta verlð það, hann var kominn heim til hennar mömmu sinnar, og það á jólunum. Að hugsa sér, að Óli hafði átt þátt I þess- ari undarlegu og kærkomnu jólagjöf. (Þýtt H. T.) Leiðrétting við fréttir frá Akranesskátum í SKÁTAOPNUNNI Skátaskáli félagsins HÁKOT er I Leirár- dal í Melasveit, en ekki við Akrafjall. SKÁTAFELL er aftur á móti við Akrafjall. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.