Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 8
2. Umboðsmenn aðila flytja venjulega ekki lengri munnlegar ræður en í um það bil 30 mínútur. Ræðutlmi er oftast ákveðinn fyrirfram með samráði lögmanna aðila og réttarins. 3. Rétturinn leitast við að sætta mál eða einfalda. Mörg einkamál koma aðeins fyrir einn dómara til eins konar forkönnunar. Þarna er reynt að sætta málin en takist það ekki er leitast við að einangra þau atriði sem umdeild eru svo og að ákveða lengd ræðutlma með hliðsjón af þvl. Þess skal getið að sættir takast I um það bil þriðjungi þeirra mála sem eru þannig tekin sérstak- lega til forkönnunar. Það hlýtur að teljast mjög góður árangur. 4. Dómar eru oft mjög stuttir einkum I smærri málum og stundum aðeins fáar línur. Á undanförnum árum hafa margar tillögur komið fram um úrbætur I réttar- fari hér á landi. Sumar þeirra hafa verið lögteknar og stuðlað að réttarbót- um. Ef unnt væri með nýjum aðgerðum að ná árangri sem aðeins nálgaðist þann árangur sem hæstiréttur ísraels hefur náð gæti það orðið ein mesta réttarbót sem sögur fara af. Stefán M. Stefánsson 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.