Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 15
I. FORTÍÐIN Sýslumannsembættin eru með eldri stjórnarstofnunum hér á landi. Til þeirra var stofnað þegar konungsstjórn komst á á síðari hluta 13. aldar. Þegar goðorðin hurfu í hendur konungs var nauðsynlégt að koma á umboðsstjórn í landinu. Sýslumanna er getið í Gamla sáttmála og einnig í Járnsíðu og Jónsbók1). 1 Jónsbók er enn fremur getið um hirð- stjóra2). Svo virðist sem framan af hafi ekki verið skýr greinarmunur þessara umboðsmanna konungs. Hirðstjórar (sem síðar nefndust einnig höfuðsmenn)3) voru stundum fleiri en einn, allt að fjórir, og þá einn í hverjum fjórðungi. Höfðu þeir umboðsmenn í smærri umdæmum. Þróunin varð í þá átt að hirðstjóri varð aðeins einn en sýslumenn í sýslum sem samsvöruðu hinum fornu vorþinghám, en þær voru jafn- framt eins konar kj ördæmi þegar menn voru nefndir til Alþingissóknar. Þingin voru upphaflega 12 eða 13. Þegar fram liðu stundir fjölgaði sýslum svo að þær voru orðnar 16 um miðja 16. öld en f jölgaði þá í 214). Hin æðri umboðsstjórn tók einnig breytingum þegar tímar liðu fram. Eftir að einveldi komst á var gerð breyting á stjórnkerfi landsins. 1 stað hirðstjóra eða höfuðsmanna komu á 9. áratug 17. aldar stiftamt- maður, landfógeti og amtmenn í fjórðungum. Frá 1873 til 1904 var 1) Sbr. t.d. JB III 2, Saga íslands III, s. 55 og 57. 2) JB II 10. 3) Saga íslands III, s. 56. Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin, s. 22-24. 4) Sýslur voru aðeins 16 árin 1645-1649, sbr. Helgi Þorláksson, s. 32. Saga íslands III, s. 72. Nú um stundir eru þær 18 (lögsagnarumdæmi) þótt sýslufélögin séu fleiri. Þar við bætast 7 kaupstaðir sem eru sérstök lögsagnarumdæmi og Keflavíkurflugvöllur. Steingrímur Gautur Kristjánsson lauk embætt- isprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1966. Hann varð fulltrúi sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu sama ár, héraðsdómari 1972, settur borgardómari 1979 og skipaður í það embætti 1982. Hann var jafnan settur sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu í orlofi Ein- ars Ingimundarsonar á árunum 1969 til 1974. Steingrímur kenndi réttarfar og fjármunarétt við lagadeild Háskóla íslands 1972—1979 og var formaður endurskoðunarnefndar sveitarstjórn- arlaga 1981—1984. 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.