Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Síða 18
vera staðfesting á almennum skilningi á hlutverki umboðsmanna kon- ungs varðandi dómsmál á þessu tímabili. Sýslumenn höfðu forgöngu um handtöku brotamanna og tóku við brotamönnum sem handteknir höfðu verið14), og höfðu þá í haldi15), rannsökuðu mál þeirra og leiddu þá fyrir dóm16). Væntanlega hafa sýslumenn lagt fram rannsóknargögn í dómi og e.t.v. reifað mál munn- lega fyrir dómsmönnum17). Rannsóknarskylda virðist raunar einnig hafa hvílt á dómendum18). Þá virðast sýslumenn hafa rannsakað sum éinkamál með hliðstæðum hætti áður en þau gengu til dóms, og fyrir þeim voru unnir eiðar, bæði til sönnunar og samkvæmt eiðsdómum. Sýslumenn nefndu dóma á dómþingum10). Lögmenn nefndu dóma á Alþingi og einnig oft á héraðsþingum. Hirðstjórar nefndu einnig suma dóma20), svo og lögsagnarar í umboði sýslumanna, en allt þetta tíma- bil voru fjölskipaðir dómar nefndir ad hoc í hvert mál á þingum eins og verið hafði á þjóðveldisöld. 1 mörgum dómum er þess getið að sýslumenn hafi samþykkt dóm með dómsmönnum, og má ætla að það hafi verið almenn regla. Árið 1579 skipuðu báðir lögmenn dóm á Alþingi til að skera úr um skyldu sýslumanna og annarra lénsmanna til að ganga dóma. Varð niðurstaða dómsins að sýslumenn væru skyldir til að ganga alla þá dóma sem þeir væru með lögum til kvaddir af lögmönnum, hvort heldur í lögréttu eða heima í héraði. Hvorki forsendur né niðurstaða dómsins virðast sannfærandi í augum nútíðarmanna. Embættismenn gátu ekki verið nefndarmenn, og sýslumenn gátu ekki nefnt sjálfa sig til Alþing- issetu, en úr hópi nefndarmanna voru lögréttumenn skipaðir, og loks skyldi skipa þá (6-24) sem dæma skyldu í hverju máli úr hópi lög- réttumanna. Þannig er vandséð hvernig sýslumönnum gat verið skylt að hlíta dómnefnu í Lögréttu21). Þegar dómar höfðu verið uppkveðnir var það hlutverk sýslumanna að annast um að þeim væri fullnægt, ekki aðeins refsidómum22), held- ur einnig að veita dómhöfum fulltingi við að ná rétti sínum samkvæmt 14) JB IV 3 og réttarbót 1305, 2. gr„ JB 1904, s. 290. 15) JB IV 7. 16) JB IV 16, Konungsbréf 27.4. 1663, Lovsamling I, s. 290. 17) Sbr. Lúðvík Ingvarsson, Ú 1974 229. 18) JB IV 17. 19) Sbr. t.d. JB IV 20. 20) Sbr. Löngu réttarbót, 21. gr. og réttarbót Eiríks konungs 1280, 12. gr., D I II, s. 206 „Huaruetna þar sem lögmaðr er nær. þa skal hann nefna menn til doms. einkannliga þar sem um stor mal er at dæma. enn ella syslumaðr . .. “ 21) Sbr. Jón Jóhannesson II, s. 36-39. 22) JB IV 7, 16; Púll Sigurðsson: Brot úr réttarsögu, s. 17-18. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.