Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 19
dómum í einkamálum23). 1 JB I 8 er kveðið á um dómrof. Segir þar um önnur mál en vígsmál og legorðssakir að rjúfi maður dóm, þ.e. efni ekki skyldur sínar samkvæmt honum, sekist hann mörk við sakarábera en við konung þrem mörkum. Skal sýslumaður sækja hvorum tveggja til handa. Af fé dómþola skal fyrst greiða dómhafa það sem honum ber samkvæmt dóminum en síðan sektir í hlutföllum eftir því sem fé vinnst til. Ef máli var skotið til Alþingis sáu sýslumenn um flutning sakamanna á þingið og þá einnig af þingstaðnum, ef til þess kom. Stundum var sýslumönnum boðið að flytja sakamenn aftur heim í hérað til frekari rannsóknar. Fyrir kom að dómendur í héraði létu mál ódæmd sökum fyrirferðar máls eða anna. Voru þau þá dæmd á Alþingi a prima instantia24). Stundum sýnist sýslumaður hafa átt að leggja á refsingu, þó að eng- inn dómur hefði gengið yfir sakborningi25). Þetta er þó óvíst. Héraðsstjórn Þegar konungsvald komst á höfðu hrepparnir lengi notið víðtækrar sjálfstjórnar og hreppsmenn sjálfir kjörið sína hreppstjóra eða sókn- armenn. Samkvæmt Jónsbók voru hreppstjórar 5 í hverjum hreppi, kjörnir um ótiltekinn tíma2G). Eftir því sem konungsvaldið styrktist fóru afskipti umboðsmanna konungs af hreppsmálum vaxandi. Sam- kvæmt Alþingisdómi frá 15832,7) máttu sýslumenn sameina hreppa til að ekki yrðu færri en 20 fullgildir bændur í hreppi. Þegar fram liðu stundir var farið að fela hreppstjórum umboðsstörf, og fóru sýslumenn þá að hafa eftirlit með störfum þeirra, e.t.v. þegar á 15. og 16. öld. 23) Sbr. m.a. JB VIII 212, réttarbætur 1314, 20. gr. og 1330; D I II 390-395 og 648-649. Dómstólar kirkjunnar máttu hvorki leggja limlestingar né líflátshegningar við brotum. Konungi bar að styðja kirkjuna, þar á meðal að annast um að þeim, sem lýstir höfðu verið í bann vegna brota á „Guðs lögum", væri refsað. Lögsókn gegn þessum mönnum kom í hlut umboðsmanna konungs, sbr. t.d. Th. Thorsteinsson, s. 51 og 58, Jeanne d’Arc, s. 171, Saxo XV-LV-7 (628), Plöchl II, s. 348 ... 349, NGL V, s. 17 (Kristinréttur Árna), JB II 2, en annars önnuðust prófastar um að fylgja eftir úrskurðum kirkju- yfirvalda á hliðstæðan hátt og sýslumenn þjónuðu hinu veraldlega valdi; Saga íslands II 71, III 75, 132, 160-163 og 253. Dæmi eru um sýslumenn sem jafnframt gegndu prófastsembættum, SMÆ I, s. 70-71. 24) Saga íslands III, s. 75. 25) Sbr. JB IV 15 og X 1 og héraðsdóm 1559, D I XIII 449. Á 14 öld voru sýslumenn í Noregi sjálfstæðir dómarar eða „lovkonsulenter" f minni málurn og leituðu sátta með aðilum. Ákváðu þeir þá sektir, ef því var að skipta, Kulturhistorisk leksikon XVII 653; J L 2,88. 26) ]B IV 31. Þórður Eyjólfsson: Alþingi og héraðsstjórn, s. 15. 27) A í II 24 og 455. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.