Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 26
Við siðaskipti virðist hafa orðið veruleg röskun sem fólst meðal annars í því að nýjar ættir komust til valda. Flestir sýslumenn á fyrri hluta 17. aldar munu hafa verið af þessum ættum. Auður og embætti fóru saman. Völd og áhrif valdsmanna byggðust einkum á jarðeignum. Til að standa undir þeirri fjárhagsábyrgð sem embættunum fylgdi var mikilvægt að sýslumenn ættu töluverðar eign- ir. Ef vel var á haldið jókst síðan auður valdsmanna af embættistekjun- um. Þannig drógust auður og völd í hendur fárra ætta. Með einveldinu varð sú grundvallarbreyting á umboðsstjórninni í löndum Danakonungs að í stað nokkuð sjálfstæðra lénsmanna komu embættismenn, einkum amtmenn, sem voru mun háðari konungi en fyrirrennarar þeirra. Þessara breytinga gætti hér á landi sem annars staðar. Nýir menn af ótignum ættum ruddu sér til rúms í krafti mennt- unar. Sýslumenn á 18. öld Um 1700 áttu veraldlegir valdsmenn um 84% af þeim jarðeignum sem voru á hendi stórjarðeigenda um þær mundir, en stórjarðeigendur áttu þá tæpan helming allra jarða í einkaeign. Sýslumenn áttu 58,5% af öllum jarðeignum veraldlegra valdsmanna og skylduliðs þeirra, en aðeins 11,2% af öllum jörðum í einkaeign. Bændakirkjujarðeign þeirra var um 17% af öllum eignum bændakirkna47). 1 doktorsritgerð sinni Mellan kung och allmoge hefur Harald Gustafs- son gert merkilega athugun á þjóðfélagsstöðu, efnahag, menntun, völd- um og áhrifum sýslumanna og annarra veraldlegra embættismanna á 18. öld, þ.e. á þeim tíma þégar einveldið var mest. Rit þetta barst ekki hingað til lands fyrr en ritgerð þessi var að fara í prentun. Ekki eru því tök á að gera niðurstöðum höfundar verðug skil. Merkilegt má telja að íslenskir embættismenn virðast hafa verið betur menntaðir á þessu tímabili en starfsbræður þeirra í Noregi og Danmörku og íslenskir sýslumenn betur menntir en danskir og norskir stiftamtmenn. Auk þess fór menntun sýslumanna batnandi frá upphafi tímabilsins til loka (1780-1780) þannig að nærri lætur að allir íslenskir embættismenn hafi haft háskólamenntun við lok athugunartímabilsins. 1780 höfðu 18 embættispróf í lögfræði, 7 voru próflausir en höfðu stundað háskóla- 47) Sjá Saga íslands III, s. 25 ... 28 ... 58 ... 76 og nánar um D I I 63 og ágreining um aldur þess Lýður Björnsson II, s. 10. Um jarðeignir sýslumanna á 17. öld sjá Helga Þorláksson, s. 28-32 og Braga Guðmundsson, s. 51 ... 80-85. Um lénsmenn og hand- gengna menn sjá Hertzberg, s. 321-323; um þjóðfélagsstöðu sýslumanna í Noregi sjá Lehmann, s. 194. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.