Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 27
nám, aðrir tveir voru próflausir, en annar þeirra hafði verið í latínu- skóla. Þrátt fyrir skilyrðið um menntun tíðkaðist þó fram eftir 19. öld og jafnvel fram á 20. öld að ólærðir menn væru settir sýslumenn um lengri og skemmri tíma en þó ekki árum saman (sbr. t.d. Gunnar Karlsson, s. 429-430). Þegar á leið tímabilið voru ólærðir menn sem þannig voru settir ekki látnir kveða upp dóma. Alla 18. öldina og jafnvel í byrjun 19. aldar var algengt að óprófaðir menn fengju skipun í sýslumanns- embætti, og með tilskipun 26. janúar 1821 var ákveðið að skipa mætti svokallaða „danska júrista“ eða „examinati juris“, sem ekki þurftu stúdentspróf, í sýslumannsembætti á Islandi, ef þeir höfðu fyrstu eink- unn (Agnar Kl. Jónsson, s. 9-17). Háskólapróf var aðgöngumiði að embættum, og tekjugóð embætti gátu orðið upphaf auðsöfnunar, en til þess að afla sér menntunar þurfti góð efni. Margir embættismenn 18. aldar voru embættismannasynir (12 af 22 árið 1730, 18 af 27 árið 1780, klausturhaldarar og lögsagnar- ar með taldir í hópi feðranna). Aðrir munu yfirleitt hafa verið synir efnaðra bænda. Athugun á ættartengslum embættismanna 1730 leiðir í ljós að 8 af 21 eru skyldir eða tengdir hver öðrum. Af 27 embættis- mönnum 1780 voru 17 skyldir í 4. lið eða nákomnari. Sömu ættir virðast ráðandi allt tímabilið og tengjast margvíslega með giftingum innbyrðis. 17 af 27 embættismönnum sem voru við völd 1780 voru tengdir sifja- böndum þeim ættum sem sátu að meiri hluta embættanna 50 árum fyrr. Þeir sem stóðu utan vébanda ættanna héldu yfirleitt magrar sýslur. Synir embættismannanna urðu að sjálfsögðu ekki allir embættis- menn, og dætur þeirra giftust heldur ekki allar embættismönnum. Af 45 sonum þeirra sem sátu í embættum 1730 urðu 14 embættismenn á Islandi (lögsagnarar meðtaldir). Fjórir hlutu ýmsar stöður annars staðar í ríkinu. Samsvarandi tölur fyrir 1780 eru 26 embættismenn af 48 sonum og 9 í stöðum utan lands. Mikið virðist um að dætur giftist prestum, en færri synir hafa gengið í þjónustu kirkjunnar eða samtals 11 í báðum hópum. Margir sonanna höfðu hlotið menntun þótt þeir fengju ekki embætti. Svo virðist sem fleiri synir embættismanna 1730 hafi orðið bændur en þeirra sem sátu í embættum 1780, en að líkindum eru í þessum hópi efnabændur og stórjarðeigendur. Enn sem fyrr virðast náin tengsl milli stórjarðeigenda og sýslumanna. Ái’ið 1762 áttu a.m.k. 6 sýslumenn meira í jörðum en stórt hundrað hundraða, og svo er að sjá sem nokkrir sýslumenn hafi komist af án umtalsverðra jarðeigna. Hins vegar er ljóst að margir þeirra manna 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.