Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 38
hæfingu stjórnsýslu ríkisins í fylkjunum undir yfirumsjón fylkismanna. Að því er vald- og verkefnadreifingu varðar var það álit aðalnefnd- arinnar að farsælast væri að verkefni væru flutt smám saman út í héruðin57). Aðalnefndin vitnar í og rekur álit valddreifingarnefndar frá 13. janúar 1947 varðandi rök fyrir valddreifingarstefnunni58), en leggur sjálf áherslu á það markmið vald- og verkefnadreifingar að losa ráðuneyti og aðrar miðstjórnarstofnanir við afgreiðsluverkefni, þannig að þeim gefist betra tóm til að sinna þjóðmálum. Nefndin telur að óhóf- lég miðstjórn geti leitt til þess að verkefni verði verr af hendi leyst en ella og orðið til þess að veikja stjórnsýslukerfið í heild. Hún bendir á að það geti verið fyrirhafnarsamara og seinlegra að umboðsmaðurinn undirbúi mál í hendur miðstjórnarstofnunar en að hann greiði úr því sjálfur. Hún telur að ef umboðsmönnum sé falið hæfilegt vald og ábyrgð auki það áhuga þeirra í starfi og stuðli að því að hæfir menn sækist eftir þessum embættum. Þar sem umboðsmennirnir þekkja jafnan betur til aðstæðna heima í héraði en þeir sem sitja í höfuð- stöðvunum og eru í nánari tengslum við málsaðila telur nefndin líklegt að valddreifing leiði ekki aðeins til hraðari málsmeðferðar heldur til efnislega heppilegri úrlausna. Á hinn bóginn minnir nefndin á að flutningur mála frá miðstjórn geti leitt til þess að þeir sem vinna að undirbúningi löggjafar á vegum miðstjórnarstofnana hafi ekki næg tengsl við þá sem annast lagafram- kvæmd. Einnig telur nefndin mikla valddreifingu geta leitt til mis- ræmis í úrlausnum, auk þess sem skortur sérþekkingar geti torveldað farsæla lausn mála. Þegar á allt er litið álítur aðalnefndin að rétt sé að ganga eins langt í vald- og verkefnadreifingu og unnt er þannig að fullnægjandi máls- meðferð sé tryggð. Nefndin telur að vinna verði að valddreifingu með skipulegri endurskoðun löggjafar og stj órnsýslufyrirmæla en að jafn- framt verði að tryggja að stjórnvöldum í héraði séu settar leiðbeining- arreglur. Meðal þess sem nefndin tók sér fyrir hendur var að afla bráðabirgða- upplýsinga frá hinum ýmsu ráðuneytum um dreifingu verkefna til um- boðsmanna í héraði, og er árangur þessarar athugunar birtur í skýrslu nefndarinnar50). í ljós kom að á árunum fyrir útkomu skýrslunnar höfðu ráðuneytin komið á flutningi verkefna á mörgum sviðum og höfðu margar ráðagerðir á prjónunum í því efni. Meðal þess sem fram 57) NOU 1974:53, s. 18. 58) NOU 1974:53, s. 13-14. 59) NOU 1974:53, s. 67-70. 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.