Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 39
kom var að umsjón og yfirstjórn lénsmannsembættanna var að hluta til í höndum fylkismanna og að rágert var að auka hlut þeirra í því efni. Fylkismönnum hafði verið falið að hafa stjórn á ókeypis lögfræði- aðstoð með ráðuneytið sem æðri málskotsaðila. Ráðagerðir voru um að fela fylkismönnum ákvörðunarvald varðandi gjafsóknarleyfi, staðfest- ingar erfðaskráa og breytingar á skipulagsskrám opinberra sjóða. Þá var talið hugsanlegt að fylkismönnum yrðu falin aukin verkefni varð- andi dómsmálastjórn. Sveitarstjórnar- og atvinnumálaráðuneytið reyndist vera að fela fylkismönnum aukið umboð til að samþykkja ráð- stafanir sveitarstjórna og fylkisstjórna sem þarfnast staðfestingar. Aðalnefndin telur rétt að draga úr umsjón stjórnarinnar með sveit- arfélögunum, en jafnframt að færa ákvörðunarvald varðandi þá um- sjón í verulegum mæli í hendur fylkismanna eða annarra umboðsmanna í héraði. Aðalnefndin gerir ráð fyrir að verkefni fylkismanna verði m.a. og í aðalatriðum eins og hér greinir í framtíðinni: Fylkismaðurinn — sé umboðsmaður stj órnarinnar í fylkinu og sem slíkur a. leysi hann úr þeim verkefnum sem stjórnin og einstök ráðuneyti fela honum á hverjum tíma, b. annist tengslin við sveitarstjórnir og atvinnulífið, c. útvegi og láti stjórninni í té upplýsingar um mikilvæg málefni í fylkinu og geri tillögur um úrlausn mikilvægra mála, — hafi umsjón með stjórnsýslu og atvinnurekstri ríkisins, að frátal- inni lögréglustjórn, dómsmálastjórn, kirkjustjórn svo og þeim stofn- unum sem nota önnur umdæmi en fylkin, — fari með þau mál sem til hans eru lögð með lögum eða öðrum fyrir- mælum, — samhæfi alla starfsemi ríkisins sem fellur undir umsjón hans, — sé formaður atvinnumála- og framkvæmdanefndar fylkisins og yfir- skattanefndar og formaður eða stjórnarmaður annarra fjölskipaðra stjórnarstofnana, eftir því sem talið verði hagkvæmt, — vinni að einföldun stjórnsýslukerfisins og hagræðingu í stjórnsýslu, — annist samstarf ríkisins við fylkisstjórn og sveitarstjórnir, — aðstoði og leiðbeini fylkisstjórnum og sveitarstjórnum og sjái um að þeim sé veitt aðstoð og leiðbeiningar annarra ríkisstofnana, — hafi umsjón með stjórnsýslu fylkisstjórna og sveitarstjórna, eink- um að því er varðar lögmæti ákvarðana þeirra, — sé fulltrúi ríkisins í málum er varða áætlanagerð, skipulág, byggða- þróun, mengunarvarnir, náttúruvernd og útivist, 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.