Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 40
— sé miðstjórnarstofnunum ríkisins til ráðuneytis um fjármál fylkis- ins og hagstjórn, — hafi á hendi yfirstjórn áætlanagerðar í fylkinu, — veiti leyfi og undanþágur, heimildir og staðfestingar, taki við kær- um og leysi úr einstökum málum og — hafi á hendi skrifstofuhald fyrir sjórnsýslu ríkisins í fylkinu. Nýskipan umboðsstjórnar Aðalnefndin telur að skortur á samhæfingu í umboðsstjórninni, þar sem ýmsar innbyrðis óháðar stofnanir í fylkjunum standa í beinu sam- bandi við viðkomandi miðstjórnarstofnun en hafi erigin eða ófullnægj- andi tengsl við aðalumboðsstofnun fylkisins, geti leitt til þröngsýni í einstökum stjórnsýslugreinum, tefji oft málsmeðferð og torveldi sam- hæfingu á miðstjórnarstigi. Þá telur nefndin þetta ástand til tjóns fyrir samvinnu ríkisvalds og sveitarfélaga og leiða til lakari þjónustu við almenning en vera þyrfti. Nefndin minnir á að Hagræðingarstofn- un ríkisins hafi þégar á árinu 1963 lagt áherslu á nauðsyn þess að fylk- ismönnum væri falið að samræma starf hinna ýmsu umboðsgreina og stjórna samstarfi þeirra. Nefndin telur samræmingu af þessu tagi munu leiða til hagræðingar og sparnaðar, aukinnar virkni í stjórnsýslu og betri þjónustu. Hún bendir á að þegar fylkismenn hætti að fara með framkvæmdastj órn á sviði sveitarstjórnarmála hafi þeir rýmri möguleika til að sinna samhæfingu umboðsstjórnar. Hún telur eink- um fjórar aðferðir koma til álita: 1. að hinar ýmsu ríkisstofnanir í fylkinu verði sjálfstæðar deildir í hinni almennu stjórnsýslumiðstöð ríkisins í fylkinu, 2. að þær verði sameinaðar skrifstofu fylkismannsins, 3. að hinar einstöku sérhæfðu umboðsskrifstofur haldist, en að kveðið verði á um samræmingarvald fylkismanna í erindisbréfum þeirra og forstöðumanna viðkomandi stofnana 4. að fylkismenn verði sjálfskipaðir stj órnarformenn viðkomandi stofn- ana og að sett verði á fót ráð sem allir forstöðumenn umboðsstofn- ana eigi sæti í með fylkismanninn sem formann. Nýjar þjónustugreinar Nefndin leggur til að þegar stofnað sé til umboðsþjónustu á nýju sviði verði fylkismönnum að jafnaði falið að annast hana. Varðandi þær stofnanir sem fyrir eru mælir nefndin með því að forstöðumenn þeirra verði settir undir stjórnskipulega yfirstjórn fylkismanns en verði eftir sem áður óháðir honum í faglegum efnum. Nefndin telur samræmingu 34

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.