Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 47
stjóri er nefndist rector eða praeses. Þeir höfðu umboðsmenn er nefnd- ust cohortales, en sendimenn keisara, curiosi, litu eftir embættisfærslu landstjóra og umboðsmanna þeirra. 1 Rómaveldi voru dómsstörf ekki greind frá stjórnsýslunni. Umboðs- menn keisarans hlutu því að annast dómsstörf jafnt og stjórnsýslu- störf72). I reynd mun meginþungi dómsstarfanna hafa hvílt á landstjór- um á síðari hluta keisaratímabilsins, en þeir fóru jafnframt með lög- reglustjórn og skattheimtu73). Nýtt stjórnsýslukerfi Þegar hafist var handa um uppbyggingu nýs stjórnsýslukerfis í Frakklandi eftir stjórnarbyltinguna miklu var mjög litið til fornaldar- innar um fyrirmyndir, a.m.k. að nafninu til. Árið 1790 var landinu skipt í 90 sýslur (départements), og árið 1800 skipaði Napóleon, þá ræðismaður, sýslumönnum, er hann gaf embættisheitið préfet (prae- fectus), sýslur þessar, þótt e.t.v. hefði verið meir við hæfi að miða hina nýju skipan við hina fornu skiptingu Gallíu í skattlönd. Sýslu- manni til ráðuneytis voru tvö ráð, annað um skattamál (conseil général), en hitt til úrlausnar ágreiningsmála á sviði stjórnsýslu. Allir ráðsmenn voru skipaðir af stjórninni. Départements greinast í smærri umdæmi, arrondissements, sem stjórnað er af fulltrúum sýslumanna, souspréfets. Napóleon skipaði sjálfur oddvita sveitarstjórna (sveitarstjóra, maires) í stærri sveitarfélögum, en sýslumenn nefndu þá í hinum smærri. Odd- vitar þessir höfðu með höndum ýmis umboðsstörf líkt og hreppstjórar hér. Það stjórnsýslukerfi sem Napóleon kom á hefur haldist í aðaldrátt- um fram á okkar daga. Þótt sjálfræði sveitarfélaga hafi aukist á þeim tíma sem liðinn er, hefur umsjón stjórnarinnar með sveitarfélögum fremur mátt kallast forræði en umsjón fram til þess er valddreifingar- löggjöf sú sem Gaston Defferre, fyrrum innanríkisráðherra, beitti sér fyrir tók gildi á árinu 1983, og í þessu efni hafa sýslumenn haft lykil- hlutverki að gegna. Sjálfræði sveitax-félaga Á ái’unum 1866 og 1871 voru völd sýslunefnda (conseils généraux) aukin og þeim veitt ályktunarvald um málefni sýslufélaganna, en sýslu- mönnum var ætlað að fi’amfylgja ályktunum nefndanna jafnframt því 72) Sbr. t.d. Jóhannes 18, 28-40; 19, 1-16. 73) Sverrir Kristjánsson s. 180. Diocletianus keisari (284-305) heimilaði landstjórum að framselja dómsvald sitt sérstökum dómurum er nefndust judices pedanei. Nánar um umboðsstjórn í Gallíu undir Rómaveldi, sjá HDF, s. 8-17. 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.