Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 48
sem þeir önnuðust umboðsstörf fyrir stjórnina74). I reynd héldu nefnd- irnar áfram að vera sýslumönnum til ráðuneytis og fara að tillögum þeirra. Sýsluráð sem sett voru til höfuðs sýslumönnum og störfuðu milli aðalfunda reyndust fremur samstarfsaðilar sýslumanns en eftir- litsaðilar með störfum hans7"1). Frá árinu 1926 hafa ályktanir sýslu- nefndar tekið gildi án staðfestingar ráðherra70). Eftirstríðsárin Eftir seinni heimstyrjöld gætti tilhneigingar ráðuneyta til að koma á fót umboðsstjórnarkerfi varðandi einstaka málaflokka hliðsettu hinu almenna stjórnsýslukerfi þar sem sýslumenn fara almennt með um- boð fyrir öll ráðuneyti, en þessi þróun var stöðvuð með forsetaúrskurð- um (décrets) 14. mars 1964. Jafnframt var landinu skipt í 21 fylki (régions)77). Sýslumaður sá sem hafði aðsetur í höfuðstað fylkisins skyldi vera fylkisstjóri (préfet de la région). Ségja má að meðal sýslu- manna fylkisins sé fylkisstj órinn fremstur, e?i hann er þó engan veginn settur yfir starfsbræður sína. Árið 1964 voru sett á stofn þrjú ráð eða nefndir fylkisstjóranum til ráðuneytis, en aðalverkefni fylkjanna voru á sviði efnahagsmála og áætlanagerðar7S). Á árinu 1972 var stofnað fylkisráð þar sem áttu sæti þingmenn fylkisins og fulltrúar sýslunefnda og sveitarstj órna. Fylkisstj órinn annaðist framkvæmd samþykkta fylk- isráðsins. Valddreifing Á fyrsta þriðjungi 19. aldar var ekki um að ræða sjálfstæð sveitar- félög í Frakklandi fremur en hér á landi. Stjórnvöld sveita og borga voru nánast umboðsmenn sýslumanna, en frá 1832 hafa sveitarstjórnir í Frakklandi verið kjörnar. Eftir að Mitterrand hafði verið kjörinn forseti og Gaston Defferre tekið við innanríkisráðuneytinu í stjórn Pierre Mauroy árið 1981 var þegar hafist handa um samningu frumvarps um valddreifingu auk fylgifrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem miðuðu að því að veita sveitarfélögum stóraukna sjálfstjórn. Jafnframt var stefnt að því að sýslunefndir og fylkisstjórnir fengju eigin framkvæmdastjórn, en að 74) L. 18. júlí 1866 og 10. ágúst 1871. 75) Bernard s. 38-40. 76) Forsetaúrskurður 5. nóv. 1926. 77) Fyrstu fyrirmælin um hina nýju fylkjaskipun voru sett með forsetaúrskurðum 7. jan. 1959 og 2. júní 1960. Fylkin eru nú 22 með Korsíku. 78) Frá stríðslokum hefur stjórn efnahagsmála byggst á fjögurra ára áætlunum, Ardagh, s. 41-47, Trotignon s. 314-327. 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.