Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 49
sýslumenn færu einvörðungu með umboðsstjórn. Aðalfrumvarpið varð að lögum 2. mars 1982 og nefnist loi no 82 — 213 du 2 mars 1982 relative aux droits et libertés des communes, des départements et des régions (lög um réttindi og frelsi sveitarfélaga, sýslufélaga og fylkja). Lögin eru almennt nefnd valddreifingarlögin. Fylgifrumvörp og önnur fyrirmæli voru gefin út á árunum 1982 og 198379). Sýslumenn fyrir 1982 Samkvæmt 72. gr. frönsku stjórnarskrárinnar eiga umboðsmenn stj órnarinnar í héraði að gæta þjóðarhags, annast stjórnsýslueftirlit og gæta þess að farið sé að lögum. Stöðu og starfssviði sýslumanna, eins og það var fyrir gildistöku valddreifingarlöggjafarinnar, má lýsa svo í stuttu máli: Sýslumaðurinn var fyrst og fremst umboðsmaður stjórnarinnar, skipaður með forsetaúrskurði í ríkisráði, venjulega án umsóknar, að tillögu forsætisráðherra og innanríkisráðherra. Sýslu- menn hafa aldrei notið neins öryggis í starfi, og verða þeir þannig fluttir milli sýslna líkt og sendiherrar, og þeim verður veitt lausn ef stjórnin telur það æskilegt. Sýslumaðurinn fer almennt með umboð stj órnarinnar og allra ráðuneytanna. Sýslumaðurinn er fulltrúi ríkis- ins í umdæmi sínu, hann er lögreglustjóri og honum ber að halda uppi lögum og reglu. Sérstaklega ber honum að vinna að því að koma lögum og fyrirmælum stjórnvalda í framkvæmd. Sýslumaðurinn er almennt yfirmaður þjónustustofnana ríkisins í umdæmi sínu (síðan 1964), en getur framselt vald sitt í ríkum mæli til forstöðumanna þessara stofn- ana. Utan valdsviðs sýslumanna eru herinn, dómstólarnir og skóla- kerfið. Sýslumaðurinn hefur pólitískt hlutverk í þeim skilningi að hann á að vera tengiliður milli stjórnarinnar og almennings. Einkum ber honum að veita stjórninni upplýsingar um almenningsálitið. Áður fyrr var pólitískt hlutverk sýslumanna mikilvægara en nú er, og var þá litið á þá sem pólitíska fulltrúa valdhafanna, sem m.a. áttu að keppa að því að kosningaúrslit yrðu þeim sem hágfelldust. Enn verður að telja að það sá á starfssviði sýslumanna að skýra stjórnarstefnuna fyrir ráðamönnum og almenningi í umdæmi sínu. Loks var sýslumaður fulltrúi og framkvæmdastjóri sýslunnar og sat fundi sýslunefndar og 79) Gaston Deffcrre hefur verið borgarstjóri í Marseilles frá stríðslokum. Sem ráðherra í stjórn Mendés-France 1954-1955 átti hann þátt í því, ásamt samráðherra sínum Houphouet-Bouigny, síðar forseta Fílabeinsstrandarinnar, að nýlendum Frakka sunnan Sahara var veitt sjálfstjórn, en sú ráðstöfun leiddi síðar til þess að leiðtogar nýlendn- anna voru tilbúnir til að taka við stjórn þeirra að fullu að fengnu sjálfstæði 1960, sbr. Miquel, s. 577. Gaston Defferre andaðist 7. maí 1986. 43

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.