Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 51
í sem ríkustum mæli fara fram í héraði81). Sýslumaður hefur á hendi yfirstjórn náttúruverndarmála, almanna- varna og aðgerða vegna náttúruhamfara og stórslysa. Hann er um- boðsmaður forsætisráðherra og annarra ráðherra með stérstök tengsl við innanríkisráðuneytið. Hann ber ábyrgð á framkvæmd stjórnar- stefnunnar í efnahagsmálum og félagsmálum í umdæmi sínu, og hon- um ber að hamla gegn atvinnuleysi. Hann getur skuldbundið ríkið með samningum, m.a. sveitarfélög, sýslufélög og einkaaðila. Hann einn hefur umboð til að koma fram gagnvart kjörnum héraðsstjórnum í nafni ríkisins og annast samvinnu við þau. Héraðsstjórnum og um- boðsmönnum ríkisins ber að aðstoða hvert annað í störfum þeirra. Sýslumaður getur sótt fundi sýslunefnda og tekið þar til máls, þar á meðal um stefnumál stjórnarinnar. Einu sinni á ári flytur hann sýslu- nefndinni skýrslu um störf ríkisstofnana í héraðinu. Sýslumaður og oddviti sýslunefndarinnar hafa samráð um samhæfingu í starfsemi sýslu og ríkis í héraðinu. Til þess að auðvelda sýslumönnum eftirlit með fjárstjórn sveitar- félaga hafa verið settar á fót endurskoðunarskrifstofur í hverju fylki, og er þeim einkum ætlað að fylgjast með að fjárhagsáætlanir héraðs- stjórna og reikningsgerð sé í samræmi við lög og reglur. Hin nýja löggjöf leggur mjög aukna áherslu á yfirstjórn sýslumanns varðandi alla stjórnsýslu ríkisins og rekstur í umdæminu á vegum ríkis- ins. M.a. nær yfirstjórn sýslumanns nú til miðstjórnarstofnana sem hafa höfuðstöðvar í umdæmi hans82). Sýslumaður annast yfirumsjón með eignum ríkisins í umdæminu. Starfssvið sýslumanna á sviði efnahagsmála, fjármála og félagsmála hefur mjög verið aukið. Hin nýju verkefni lúta einkum að áætlana- gerð, byggðamálum, aðstoð við atvinnurekstur og úrræðum í barátt- unni gegn atvinnuleysi. Aukin áhersla er nú lögð á það hlutverk sýslu- manna að sjá fyrir hag þeirra sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum, svo sem innflytjendur og fjallabændur. Þeim ber og að gæta þess að mönnum sé ekki mismunað. Störf á sviði fjármála eru einkum fólgin í formennsku í nefndum sem fjalla um fjárveitingar. Til þess að vinna að flutningi verkefna frá miðstjórnarstofnunum til umboðsmanna stjórnarinnar hefur verið sett á fót nefnd fulltrúa allra ráðuneyta (CIATER)83). Meginsjónarmið varðandi verkefnaflutninga 81) Sbr. umburðarbréf forsætisráðherra 12. júlí 1982, Journal officiel 13. júlí 1982 s. 2216, Bernard s. 121, 127. 82) Sérreglur gilda um París. 83) Forsetaúrskurður 10. maí 1982. 45

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.