Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 59
Þar sem minna fer fyrir þéttbýli gæti val umboðsmanna og verkefna þeirra verið með nokkuð öðrum hætti og meir í ætt við hefðbundin störf hreppstjóra. Umboðsstarfið þyrfti þá ekki að vera fullt starf. E.t.v. ættu þessir umboðsmenn að vera nánustu yfirmenn héraðslög- reglumanna eða fara með störf þeira. Umdæmi þessara umboðsmanna, sem nefna mætti lögsagnara, gætu verið sér hér segir: 1. Borgarfj arðarhreppur; 2. Hjaltastaðahreppur og Eiðahreppur; 3. Jökuldalshreppur, Hlíðarhreppur og Hróarstunguhreppur; 4. Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur. Sýslumaður, búsettur á Egilsstöðum, færi milliliðalaust með um- boðsstjórn í Egilsstaðahreppi, Vallahreppi, Skriðdalshreppi, Fljótdals- hreppi og Fellahreppi. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að sýslumaður fæli t.d. lög- reglustjóra í Höfn sem fulltrúa sínum að annast tengsl sýslumanns við lögsagnara í Borgarhafnar- og Hofshreppum. Kerfi af þessu tagi ætti ekki að vera algerlega lögbundið, heldur ætti að mega sveigja það til eftir því sem reynsla og búsetuþróun segði til um. Valddreifing Hér skulu talin ný verkefni sem hugsanlega mætti fela sýslumönn- um að einhverju eða öllu leyti: 1. Meðferð ákæruvalds, flutningur sakamála; 2. Veiting lögskilnaðarleyfa; 3. Veiting gjafsóknarleyfa; 4. Reynslulausn dæmdra manna; 5. Umsjón með öryggisgæslu á vinnustöðum; 6.1. Staðfesting skiplagsskráa, sjóða og stofnana; 6.2. Eftirlit með opinberum sjóðum; 7.0. Samvinna ríkis og sveitarfélaga og umsjón með sveitar- stjórnum; 7.1. Ráðgjöf fyrir sveitarstjórnir um stjórnsýsluverkefni; 7.2. Aðstoð við sameiningu og samvinnu sveitarfélaga; 7.3. Umsjón með að ályktanir og ráðstafanir sveitarfélaga séu lögmætar og að sveitarstjórnir sinni lögboðnum verkefnum; 7.4. Eftirlit með reikningshaldi sveitarfélaga; 7.5. Eftirlit með sveitarfélögum í fjárþröng og aðstoð við þau; 7.6. Úrskurðarvald um ágreining sveitarfélaga og varðandi lögmæti ákvarðana sveitarstj órna; 7.7. Úrskurðarvald um gildi sveitarstjórnarkosniiíga; 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.