Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 69
var, komið með sprengiefni í poka, sem hann hafi læst inni í geymslunni. Þegar hann síðar leit í pokann, kom í ljós, að í honum voru bæði hvell- hettur og dynamít, en hann hafi talið að geyma ætti þetta aðskilið hvort frá öðru. (3) Verkstjóri línuflokks Rarik, sem m.a. lagði háspennulínu frá Kröfluvirkjun að Kísiliðjunni hf. seinni hluta áre 1979, skýrði svo frá, að fyrir hafi komið, að ekki hafi unnist tími til að hreinsa allt rusl við línustæði. Einnig sagði verkstjórinn fyrir dómi, að ekki væri farið yfir vírarusl og aðra ónýta hluti og athugað hvort þar leyndust hvell- hettur. Með síðargreindum orðum kvaðst verkstjórinn þó eiga við rusl frá vinnu við spennistöðvar, en þar væri ekki neitt sprengiefni. (4) Sami verkstjóri bar ennfremur, að sprengiefni, sem starfsmenn höfðu með höndum á vinnustað, hefði verið geymt í bifreiðum, er væru með talstöð. Héraðsdómur telur af þessu, að meðferð og umhirðu af hálfu Rarik hafi verið stórkostlega ábótavant og í ósamræmi við 3. mgr. 26. gr. og 27. gr. lága nr. 46/1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda. Einnig segir í héraðsdómi, að hvellhettan, sem tjóninu olli, hafi vel getað verið komin úr birgðum Rarik. Þótti dóminum skorta á, að Rarik hafi gefið nægilegt yfirlit um notkun sína og verktaka sinna á sprengiefni á svæð- inu. Ennfremur segir svo í héraðsdóminum: „Þegar sönnunaraðstaðan hér er virt þykir rétt að stefndi beri ábyrgð á tjóni stefnanda, þar sem þannig er í ljós leitt að hann er langstærsti notandi sprengiefnis á svæðinu á þeim tíma, sem hér skiptir máli, og fram er komið að starfsmenn hans fóru mjög gálauslega með sprengiefni á svæðinu og í algjörri andstöðu við áðurgreind lagaákvæði sem gilda um meðferð slíkra hættulegra efna.“ Samkvæmt þessu var Rarik dæmt að greiða S óskertar skaðabætur fyrir tjón hans af slysinu, enda var hann ekki talinn hafa mátt gera sér grein fyrir hættunni af hvellhettunni. 2. DÓMUR HÆSTARÉTTAR Dómarar í Hæstarétti urðu ekki sammála um niðurstöðu. Töldu þrír þeirra, að sýkna yrði Rarik, en tveir töldu rétt að staðfesta ákvæði héraðsdóms um óskoraða skaðabótaskyldu. 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.