Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 5
EINAR ÁGÚSTSSON t Einar Ágústsson, ambassador, fyrrverandi utanríkisráðherra, lést á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn 12. mars 1986. Einar fæddist í Hallgeirsey í Austur-Land- eyjum 23. september 1922 og var því aðeins tæplega 64 ára, þegar hann féll frá. Foreldrar hans voru Ágúst Einarsson, kaupfélagsstjóri, og kona hans Helga Jónsdóttir. Einar lauk stúdentsprófi árið 1941 frá Menntaskólanum í Reykjavík og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1947. Hann varð héraðsdómslögmaður ár- ið 1951. Hann var góður námsmaður og lauk öllum sínum prófum með ágætum. Að hætti margra ungra lögfræðinga vann Einar ýmis störf fyrstu árin, en var skipaður fulltrúi í Fjár- málaráðuneytinu í ársbyrjun 1954 og vann þar næstu þrjú árin. Einar Ágústsson var alinn upp meðal samvinnumanna á söguslóðum Njálu, enda var hann alla tíð mikill samvinnumaður. Þegar samvinnuhreyfingin stofn- aði sparisjóð, var Einar ráðinn framkvæmdastjóri sjóðsins. Jafnframt varð hann fulltrúi forstjóra og stjórnaði auk þess lífeyrissjóði Sambandsins til árs- ins 1960. Eftir að Samvinnubankinn var stofnaður, varð Einar fyrsti bankastjóri hans árið 1963. Samvinnusparisjóðurinn og Samvinnubankinn efldust mjög undir stjórn Einars. Einar Ágústsson hóf þátttöku í stjórnmálum sem frambjóðandi B-listans í Reykjavík í þingkosningum vorið 1959. Hafði hann þá verið formaður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur frá árinu áður. Hann átti sæti í miðstjórn og fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins um árabil og var varaformaður flokksins á árunum 1967-1980. Árið 1962 var Einar kosinn borgarfulltrúi í Reykjavík. Glæsimennska hans og hæfileiki til að laða fólk til sín og til samstarfs áttu m.a. sinn þátt í miklum kosningasigri. Einar sat í borgarstjórn óslitið til 1971. í Alþingiskosningunum árið 1963 var Einar kjörinn á þing fyrir Framsóknar- flokkinn og var þingmaður Reykvíkinga til ársins 1979. Þegar Ólafur Jóhannes- son myndaði fyrri ríkisstjórn sína árið 1971, varð Einar Ágústsson utanrikisráð- herra og einnig í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, eða fram til ársins 1978. Stærsta og mikilvægasta málið, sem til kasta Einars kom sem utanríkisráð- herra, var útfærsla fiskveiðilögsögunnar, fyrst úr 12 mílum í 50 milur og síðan út í 200 mílur. Einar átti eðlilega ríkan þátt í lausn þessa mesta hagsmuna- máls íslensku þjóðarinnar. Hann flutti málstað íslands af hógværð og festu á alþjóðlegum vettvangi og hélt vel á máli sínu. Það var mikið afrek fyrir smá- 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.