Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 23
við hinni almennu ógildingarreglu í 32. gr. (nú 33. gr.) samningalag- anna. Er það skýrt svo í greinargerðinni, að nokkur reynsla sé komin á beitingu ákvæðisins. Sömu stefnu að þessu leyti hafi verið fylgt í Danmörku, Norégi og Svíþjóð og þyki með hliðsjón af forsögu samn- ingalaganna eðlilegt að taka mið af því. Auk framangreindra ákvæða í 28.-31. gr. og 32. gr. samningalag- anna voru í III. kafla laganna heimildir til þess að breyta vissum samn- ingum vegna efnis þeirra, ef niðurstaða samninganna yrði bersýnilega ósanngjörn í garð annars aðilans. Er hér átt við févítisákvæði það, er var í 35. gr., og ákvæði það, er var í 36. gr. og fjallaði um samninga um takmarkanir á endurheimturétti vegna riftunar og um samninga um fyrirgerð veðs eða annarrar tryggingar, ef skuldbinding var eigi efnd. Af sama toga var einnig ákvæði 37. gr. um heimildir dómstóla til þess að losa menn undan samningum, er rýra óhæfilega atvinnufrelsi þeirra. Samkvæmt þessu er ljóst, þegar hin nýja regla 36. gr. er borin saman við reglur III. kafla samningalaganna, eins og þær voru fyrir gildistöku laga nr. 11/1986, að hinar síðarnefndu reglur hafa annað og þrengra gildissvið en hin nýja regla hefur og svara ekki þeim þörfum, sem henni er ætlað. í öðru lagi kann sú spurning að vakna, hverja þýðingu ákvæði 7. gr. laga nr. 58/1960, um bann við okri, dráttarvexti o.fl. (nú 31. gr. samn- ingalaganna), hefur samanborið við hina nýju reglu. Ákvæði þetta er efnislega samhljóða 31. gr. skandinavísku samningalaganna og lýsir þá löggerninga ógilda, er maður notar sér bágindi annars manns, fákunn- áttu hans, einfeldni eða léttúð eða það, að hann var honum háður, til þess að áskilja sér óhæfilega hagstæð samningskj ör. Þó svo að ákvæðið eftir orðalagi sínu veiti heimild til þess að taka tillit til efnis löggern- ings, er eigi að síður Ijóst af forsögu þess, að það er takmarkað við, að atvik það, er ógildingu veldui’, hafi verið til staðar við gerð löggern- ingsins. Þá er ákvæðið þeim takmörkunum bundið, að bersýnilegur mis- munur sé á áskildum hagsmunum og því endurgjaldi, er fyrir þá skal koma, eða þá hagsmunir þessir skuli veittir án endurgjalds. Ákvæðið veitir því ekki heimild til þess að taka tillit til aðstæðna eða atvika, sem upp koma eftir gerð samnings. Gildissvið ákvæðisins er því tak- markaðra en gildissvið hinnar nýju reglu. I þriðja lagi kann þeirri spurningu að verða varpað fram, hvort ekki hafi mátt beita með lögjöfnun ógildingarreglum þeirra sérlaga, sem áður er getið, og hin nýja regla því óþörf fyrir þær sakir. Af úrlausnum íslenskra dómstóla verður ekki séð, að á þetta álitaefni hafi reynt nema 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.