Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 45
varpinu er gefið í skyn, að þetta feli ekki í sér mikið frávik frá því, sem við á um reglurnar um brostnar forsendur, og sé jafnvel að ein- hverju leyti um sama hlutinn að ræða, — en þetta fær hins vegar alls ekki staðist, almennt séð, eins og hver og einn getur gengið úr skugga um með því að fletta upp í handbókum í samningarétti. Ef þarna hefði verið ætlunin að lögfesta meginregluna um brostnar forsendur sem ónýtingarástæðu, hefði þurft að orða ákvæðið á allt annan veg og mætti þar m.a. sækja fyrirmyndir til heimskunnra lögbóka sumra Vestur-E vrópuþj óða. Ekki má í þessu spjalli gleyma „norrænu réttareiningunni". 1 grein- arg'erð er tekið fram, sem eins konar rök í málinu, að Norðmenn, Svíar og Danir hafi fyrir nokkrum árum bætt almennu og víðtæku ógild- ingarákvæði inn í samningalög sín. Sem sagt, það er ekki leiðum að líkjast! Fyrir nokkrum áratugum þótti það vera eins konar „stöðu- tákn“ á skárri heimilum að eiga danskan postulínshund í betri stof- unni, en ég hélt, að þetta væri liðin tíð. Og hvað um þjóðfélagstilraun- ir Svía, sem við höfum stundum tekið upp með misjöfnum árangri? Þessi skyldi þó ekki vera í þeim fríða flokki. Áður en ég set punkt aftan við þessar hugleiðingar mínar, vil ég þó ekki, eftir allt saman, láta hjá líða að benda á eitt atriði í umræddri frumvarpsgrein, sem mér þykir jákvætt — eitt fyrir sig — og áhuga- vert af þeim sökum. Ákvæðið er þannig orðað, að ekki er skilyrði að samningur (eða annars konar löggerningur) verði ógiltur í heild sinni, heldur má, eftir atvikum, víkja honum til hliðar „að hluta eða breyta.“ Hin almenna og viðurkennda skoðun hefur verið sú meðal fræðimanna í norrænum samningarétti (og yfirleitt einnig í dómaframkvæmdinni), að annaðhvort verði löggerningur ógiltur eða ónýttur í heild sinni, cða að öðrum kosti látinn standa óhaggaður, nema e.t.v. í þeim undantekn- ingartilvikum, þar sem samningur er samsettur úr allmörgum samn- ingsþáttum, sem hver um sig er svo „sjálfstæður,“ að dnýta megi einn þátt án þess að ógilda samninginn í heild sinni. Þessi meginregla, sem er að ýmsu leyti stirð og einstrengingsleg, hefur verið talin gilda af- brigðalaust, nema í þeim sárafáu tilfellum, þar sem lög heimiluðu beinlínis og með berum orðum, að einnig mætti breyta löggerningi, ef sérstök ástæða þætti til, sbr. einkum B5. gr. sml. og 167. gr. siglinga- laga nr. 34/1985. Þarna hreyfir frumvarpið hins vegar við áhugaverðu atriði, sem ég tel að ætti að hafa í huga, þegar að því kemur, að samn- ingalögin verða tekin til allsherj arendurskoðunar — og reyndar fyrr. Tel ég, að heimild til breytingar á löggerningi mætti vel taka upp í nú- verandi 32. gr. sml., þótt ég geti ekki heldur stillt mig um, af „jafn- 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.