Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 25
leigusamningum, sem orðin voru ósanngjörn vegna verðlagsbreytinga. Hafa íslenskir dómstólar beitt ákvæðinu í þessum tilgangi, og má þar nefna dóma Hæstaréttar í XI. bindi, bls. 478, XXII. bindi, bls. 293 og nú síðast dóm Hæstaréttar í LIV. bindi, bls. 1179.4 5) Ákvæði þessu hef- ur og verið beitt með lögjöfnun um leigusamninga um lóðir undir íbúð- arhúsnæði, sbr. dóm Hæstaréttar í XXIX. bindi, bls. 346 og dóm hér- aðsdóms í dómasafni Hæstaréttar LV. bindi, bls. 49 (55). Þá má einnig benda á, að dómstólar hafa gripið til óskráðra réttarreglna um brostnar forsendur til þess að leiðrétta verðákvæði í lóðarleigusamningum, sem raskast höfðu vegna breytinga á verðgildi peninga, sbr. dóma Hæstarétt- ar í IX. bindi, bls. 565 og XXVI. bindi, bls. 691. Hér er einnig rétt að geta ákvæða 36. gr. eldri ábúðarlaga nr. 87/ 1933. Þar sagði, að yrði breyting á verðlagi eða aðstaða til búskapar á j örð breyttist, gæti hvor aðili ábúðarsamnings krafist þess, að úttektar- menn endurskoðuðu leigumála jarðar og mætu endurgjald eftir jörð með hliðsjón af eldri leigumála og breytingum þeim, sem orðið höfðu, síðan hann var gerður. Sams konar ákvæði var einnig í ábúðarlögum nr. 8/1951 og nr. 36/1961, en er ekki í núgildandi ábúðarlögum nr. 64/ 1976. Ákvæði 36. gr. laga nr. 87/1933 var í dómi Hæstaréttar í XXXI. bindi á bls. 447 beitt af meiri hluta Hæstaréttar til hækkunar jarðaraf- gjalds. Athugun framangreindra sérlagaákvæða og dómsúrlausna veitir nokkra vísbendingu um, að það viðhorf hafi ríkt í íslenskum rétti, að samningar eða samningsskilmálar, sem augsýnilega leiddu til ósann- gjarnrar niðurstöðu í garð annars aðiljans, væru ógildanlegir eða að á- kvæði þeirra mætti leiðrétta. Eigi að síður ríkti óvissa um, að hve miklu leyti ákvæðum þessum yrði beitt með lögjöfnun. Er í því sambandi rétt að hafa í huga, að sérlagaákvæði af þessu tagi voru mun færri í ís- lenskum rétti en skandinavískum. Hér á landi eru t.d. ekki í gildi sér- stök lög um skuldabréf, en eins og fyrr segir þótti lögjöfnun í Skandi- navíu einna helst tæk frá ógildingarákvæðum skuldabréfalaganna. Þar við bætist, að í greinargerð með 8. gr. skuldabréfalaganna norsku var beinlínis tekið fram, að ákvæðinu mætti beita með lögjöfnun í öðrum samningssamböndum.40) Loks er þess að geta varðandi hugsanlega lög- jöfnun frá sérlagaákvæðunum, að í fræðiskoðunum og réttarframkvæmd 45) í málinu í LIV. bindi á bls. 1179 var um að ræða hafnarlóð í Vestmannaeyjum, sem leigð var með óuppsegjanlegum erfðafestusamningum. Héraðsdómur hækkaði endur- gjald fyrir lóðina með lögjöfnun frá 2. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1917, en Hæstiréttur beitti meginregltt sömu lagagreinar. 46) NOU 1979:32 á bls. 24. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.