Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 58
skjali. Var þetta talið heimilt á sama grundvelli og rakinn var hér að ofan, þ.e. að brotið var talið samrýmast verknaðarlýsingu í ákæru og hefði verið reifað í málflutningi á grundvelli þess að það gæti varðað við nefnda lagagrein. Vísaði dómurinn nú í 3. mgr. 118. gr. oml. þessu til stuðnings. 1 öllum fyrrgreindum tilvikum hefur dómurinn farið út fyrir ákæru- skjalið sakborningi í óhag. Að því er varðar 1. og 3. lið ákæruskjals stafar þetta af því að dómurinn beitir lagaákvæðum sem hafa að geyma mun þyngri refsimörk (fangelsi allt að 6 árum í 247. gr. hgl. en fang- elsi allt að 2 árum og allt að 6 árum, ef mjög miklar sakir eru, í 249. gr. hgl.) en brot það sem ákært var fyrir. Að því er varðar ákærulið nr. 2 er ástæðan sú að ákærði er dæmdur fyrir háttsemi, sem ekki er getið í ákæruskjali og augljóslega er þarna notuð til þyngingar refs- ingunni. 4. Samkvæmt 20. gr. oml. fer ríkissaksóknari með ákæruvaldið. Að- alreglan er sú að hann metur það sjálfstætt hvort mál skuli höfða og fyrir hvaða verknað, sbr. 21. gr. og 115. gr. oml. Eftir að mál hefur verið höfðað hefur hann ákveðnar heimildir til þess að falla frá sak- sókn, sbr. 115. gr. oml. í valdinu til að ákæra felst að ríkissaksóknari ákveður sjálfstætt fyrir hvaða verknað hann ákærir. Nánar mætti lýsa þessu þannig: Hugsanlegt er að sakaður maður sé talinn hafa framið fleiri en einn refsiverðan verknað. Þá getur ákæruvaldið takmarkað saksókn við suma verknaðina en sleppt öðrum. Hugsanlegt er einnig að sakaður maður hafi með einum og sama verknaði brotið gegn mörgum ákvæð- um refsilaga. Hér gæti ákæruvaldið takmarkað saksókn við sum refsi- lagaákvæði en sleppt öðrum. Loks felst í þessu að ákæruvaldið getur tekið bindandi ákvörðun um hvernig færa skuli tiltekinn verknað til refsiákvæða. 1 slíkri ákvörðun felst takmörkun saksóknar. I öllum tilvikum eru dómstólar bundir við ákvörðun ríkissaksóknara. 5. Síðastgreind regla er staðfest með 3. mgr. 118. gr. oml. Þar segir: „Aldrei má dæma sökunaut fyrir aðra hegðun en þá, sem í ákæruskjali greinir, né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum.“ Þetta er meg- inregla í íslensku réttarfari. Hún segir fyrir um valdmörk milli ríkis- saksóknara og dómstólanna. Ekki skiptir þó minna máli að hún trygg- ir réttarstöðu sökunauts. Telja verður einnig að þessi regla hafi hlotið staðfestingu með 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins frá 4. 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.