Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 28
Það er rétt, að hin nýja regla 36. gr. samningalaganna setur samn- ingsfrelsinu takmörk og hefur áhrif á regluna um skuldbindingargildi löggerninga. En slíkt gera allar ógildingarreglur. Þessi takmörk hafa jafnan verið talin óhjákvæmileg og nánast forsenda þess, að hægt væri að viðurkenna regluna um frelsi til samningsgerðar. Það er á hinn bóg- inn ekki óeðlilegt, að sú spurning vakni, hvort of langt hafi verið geng- ið með setningu hinar nýju reglu. 1 greinargerðinni með lögum nr. 11/ 1986 er þessari spurningu svarað neitandi.51) Þar kemur fram, að hin nýja regla hefur sama megintilgang og aðrar ógildingarreglur, þ.e. að sporna gegn misnotkun á samningsfrelsinu. Það leiðir af eðli hinnar nýju reglu í 36. gr., að hún er undantekning- arregla. Heimild til þess að beita henni ber því að skýra þröngt. Hún er öryggisventill, ef svo má að orði komast, sem unnt á að vera að grípa til í neyðartilvikum til þess að komast hjá réttarspjöllum. Hin nýja regla víkur því framangreindum meginreglum engan véginn til hliðar, eða eins og segir í greinargerðinni með lögum nr. 11/1986 „. . . að þrátt fyr- ir lögfestingu frumvarpsins yrði það vissulega áfram grundvallarregla íslensks réttar, að samninsa beri að efna“.51) Þeim rökum var og haldið fram gegn lögfestingu hinnar nýju reglu, að hún væri til þess fallin að ýta undir vanefndir á samningum52) og reglan þannig túlkuð, að versnandi fjárhagsstaða skuldara frá því að samningur var gerður og þar til að efndum kemur verði fullgild ógild- ingarástæða skv. 36. gr. Hefur því til stuðnings verið vitnað til þess, að orðalagið „stöðu samningsaðilja“ í 2. mgr. 36. gr. feli þetta í sér.53) Óhjákvæmilegt er að víkja að þessu gagnrýnisatriði nokkrum orðum. Þess er fyrst að geta, að þetta orðalag, þ.e. „stöðu samningsaðilja“ á sér fyrirmynd í 2. mgr. 36. gr. norsku samningalaganna (pai’tenes stil- ling). Þetta orðalag höfðar fyrst og fremst til þess, hvort jafnræði hafi verið með samningsaðiljum, þ.e. hvort annar samningsaðilinn hafi með einhverjum hætti neytt yfirburðastöðu gagnvart viðsemjanda sínum.54) Með hliðsjón af orðum greinargerðarinnar og forsögu þessa orðalags má því ljóst vera, að það er misskilningur, að átt sé við fjárhagslega stöðu samningsaðilja. 1 annan stað er að geta þeirrar meginreglu í kröfurétti, að almennur 51) Greinargerðin á bls. 14. 52) Páll Sigurðsson, Orð skiilu standa, bls. 4-5. 53) Páll Sigurðsson, Orð skulu standa, bls. 10. 54) Sjá orð greinargerðarinnar á bls. 21 og NOU 1979:32 á bls. 61. Þar er þess til viðbótar getið, að orðin „partenes stilling" geti tekið til aldurs, reynslu, þekkingar og annarra huglægra atriða. Sjá einnig Kristian Huser, sama rit á bls. 36. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.