Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 62
hærri refsing en fyrir hlutdeildarbrot. 1 hrd. 1983, bls. 1847, var saksótt m.a. fyrir brot á 244. gr. hgl. (þjófnaður). Hæstiréttur tók þá kröfu ekki til greina en sakfelldi þess í stað fyrir brot á 254. gr. hgl. þótt ekki væri saksótt fyrir brot á þeirri grein í ákæruskjali. Niðurstaðan var m.a. rökstudd þannig: „Háttsemi ákærða varðar hann því refsingu samkvæmt 254. gr. almennra hegningarlaga, sem gerlegt þykir að beita, enda g'eymir sú grein refsiákvæði er felur í sér eftirfarandi hlut- deild í þjófnaðarbroti og með lægri refsiviðurlögum en greinir í 244. gr. þeirra laga.“ Hér má einnig benda á hrd. 1978, bls. 766 (771) og fleiri dóma sem hníga í sömu átt. 7. I ljósi þess sem nú hefur verið rakið verður að telja þær niður- stöður sakadóms Vestmannaeyja sem raktar eru í 2 hér að ofan um- deilanlegar. Þær sýnast ganga gégn meginreglu sem studd er veiga- miklum lagarökum svo sem vikið hefur verið að. Dómurinn styður niðurstöðu sína augljóslega við undantekningarregluna í 3. mgr. 118. gr. oml. Niðurstaða dómsins sýnist hins vegar fara gégn orðum grein- arinnar og íslenskri dómaframkvæmd. Líkur eru á að hún feli einnig í sér brot á 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. Að því er heimfærslu brots undir 247. gr. hgl. varðar er dómurinn m.a. rökstudd- ur með því að það geti samrýmst verknaðarlýsingu í ákæru og hafi verið reifað í málflutningi á grundvelli þess að varðað 'gæti við nefnda lagagrein. Þessi röksemdafærsla stenst að sjálfsögðu ekki. Rannsókn fyrir dómi og önnur málsmeðferð beinist fyrst og fremst að þeim at- riðum sem ákært er fyrir. Því eru ávallt verulegar líkur fyrir því að rannsókn hefði beinst í annan farveg ef ákært hefði verið á annan veg. Þessar líkur verða að koma sakborningi til góða. Sömu athugasemdir gilda um heimfærslu brota til 249. gr. hgl. Röksemdafærsla dómsins getur aðeins átt við í þeim undantekningartilvikum sem 3. mgr. 118. gr. oml. nefnir en ekki eins og atvik voru hér. Ummæli þau í dóminum í öðrum lið ákærunnar sem rakin eru í 3 voru til að þyngja refsingu ákærða. Sú háttsemi var þó ekki átalin sér- staklega í ákæruskjali og ekki verður séð af dómskjölum að verjandi hafi átt þess kost að taka til varna um þau með fullnægjandi hætti. Þessi málsmeðferð styðst ekki við nægjanleg lagarök. 1 heild verður því að halda því fram að ákærði hafi hvorki notið rétt- látrar dómsmeðferðar né dómsniðurstöðu í sakadómi Vestmannaeyja umrætt sinn. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.