Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 27
1978. Voru þetta talin veigamikil rök fyrir því, að lögfesta bæri reglu um ógildingu á ósanngjörnum samningum, eins og gert var með lögum nr. 11/1986.48) 9.0. REGLA 36. GR. I LJÓSI REGLNANNA UM SAMNINGS- FRELSIÐ OG SKULDBINDINGARGILDI SAMNINGA. Reglurnar um samningsfrelsið og skuldbindingargildi samninga eru meðal helstu grundvallarreglna í íslenskum fjármunarétti. Því hefur verið haldið fram af andmælendum hinnar nýju reglu, að með henni sé boðað til byltingar í samningarétti og henni stefnt gegn þessum þýðingarmiklu reglum.49) Skal nú að þessu atriði vikið. Þrátt fyrir mikilvægi reglunnar um samningsfrelsið er mönnum eigi að síður lj óst, að hætta getur verið á því, að með það frelsi sé misfarið. Á það einkum við, þegar ekki er fullt jafnræði með samningsaðilum. Er víða í löggjöfinni reynt að hamla gegn slíkri misbeitingu og samn- ingsfrelsi manna því settar skorður. í III. kafla laga nr. 7/1936 eru tal- in upp sérstök tilvik, er valdið geta ógildi löggernings. Þá gilda ófrá- víkjanlegar lagareglur um sumar samningstegundir, og má þar sem dæmi nefna ýmis ákvæði í lögum um vátryggingarsamninga og húsa- leigusamninga. Einnig má nefna, að um einstakar samningstegundir gilda frávíkjanlegar lagareglur, ef aðilar hafa ekki á annan veg samið í lögskiptum sínum. Má hér sem dæmi nefna lögin um lausafjárkaup. Löggjafinn hefur ennfremur séð ástæðu til þess að lögfesta reglur um heimildir dómstóla til þess að víkja til hliðar bersýnilega (augljóslega) ósanngjörnum samningum á ákveðnum réttarsviðum, sbr. ógildingar- reglur höfundalaga, vátryggingarsamningalaga, húsaleigusamningalaga og siglingalaga. Á sviði opinbers réttar gilda og reglur, sem sama marki eru brenndar. Er þar helst að nefna ýmis ákvæði í lögum nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Óskráðar réttarreglur um brostnar forsendur og réttaráhrif þeirra geta og veitt heimild til ógildingar eða leiðréttingar samninga eða samningsákvæða vegna atvika, sem áttu sér stað eftir samningsgerð. Þá er þess að geta, að fræðiskoðanir og réttarframkvæmd hafa mót- að ákveðnar reglur um túlkun löggerninga, sem haft geta þýðingu í þá veru að hamla gegn misbeitingu samningsfrelsisins.50) 48) Greinargerðin á bls. 12. 49) Páll Sigurðsson, Orð skulu standa. Fjölrit, Reykjavík 1986, bls. 3. Greinin birtist í þessu hefti Tímarits lögfræðinga. 50) Sjá nánar Stig Jörgensen, sama rit á bls. 6. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.