Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 17
eftir setningu 1. nr. 42/1986 og þeim öðrum sérlögum, sem hér um ræð- ir, er sá, að fyrrnefndu lögin vísa um ógildingarheimildir beint til samn- ingalág'anna, en slík tilvísun er ekki í öðrum sérlögum.32) Fyrir gildistöku samningalaganna árið 1936 voru þegar fyrir hendi í íslenskum lögum ákvæði, sem heimiluðu dómstólum að leiðrétta eða breyta samningsákvæðum á sviði fjármunaréttar af sanngirnisástæð- um. Hér má nefna 2. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1917 um útmælingar lóða í kaupstöðum, löggiltum kauptúnum o.fl., 5. og 6. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup, og í ábúðarlögum var ógildingarákvæði af þessum toga allt frá árinu 1933 (lög nr. 87/1933) til ársins 1976, er lög nr. 64/ 1976 tóku gildi.33) Setning þessara sérlagaákvæða er vísbending þess, að löggjafinn hafi talið, að ákvæði III. kafla samningalaganna geymdu ekki fullnægjandi ógildingarheimildir, a.m.k. ekki að því er þessar tilteknu samningsteg- undir varðar. Og lögfesting þeirra sýnir einnig, að í flestum tilvikum, þar sem sett hafa verið sérlög um ákveðnar samningstegundir, hefur löggjafinn séð ástæðu til þess að lögfesta ógildingarheimildir, sem byggðu á sanngirnismati og væru ekki bundnar sömu takmörkunum og ógildingarreglur III. kafla samningalaganna. Þegar litið er til sérlagaákvæðanna, er ekki óeðlilegt að skoða setn- in'gu hinnar almennu ógildingarreglu 36. gr. sem lið í lagasamræmingu. Það hlýtur að mörgu leyti að teljast óeðlilegt, að settar lagaheimildir til þess að ógilda af sanngirnisástæðum samninga, sem sérlög eru ekki til um, séu þrengri en heimildir til þess að ógilda þær tegundir samn- inga, sem sérlög hafa þegar verið sett um. Það er t.d. erfitt að finna lagarök því til stuðnings, að heimildir dómstóla til þess að leið- rétta ósanngj arna samningsskilmála í verksamningum, ábúðarsamning- um, veðsamningum, skuldabréfum og samningum með afborgunarkjör- um eigi að vera þrengri en heimildir dómstólanna til þess að leiðrétta ósanngjarna samnirigsskilmála í höfundarréttarsamningum, vátrygg- ingarsamningum eða húsaleigusamningum, svo að dæmi séu tekin. Hægt væri að ná , jafnræði og samræmingu með því að setja jafnan í sérlög um einstakar samningstegundir ógildingarheimildir af sama toga og hin nýja regla, þegar slíkum sérlögum er til að dreifa. Það er 32) í greinargerðinni með lögum nr. 42/1986 segir, að lög nr. 44/1979 um húsaleigusamn- inga hafi nokkra sérstöðu og því sé ekki talið rétt, að ógildingarákvæði þeirra laga verði algjörlega felld niður. Rök þessa séu þau, að húsaleigusamningalögin feli í sér heildar- lög um þessa sérstöku gerð samninga, þar sem kveðið sé á um allan feril húsaleigusamn- ings. (Alþingistíðindi 1985-1986, Ed. þingskjal nr. 501). 33) Um sérlagaákvæðin sjá nánar yfirlitið i kafla 7.0. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.