Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 29
og einstaklingsbundinn ómöguleiki getur leyst skuldara undan efnda- skyldu, þannig að hann verði ekki dæmdur til þess að inna greiðslu sína af hendi, sbr. t.d. 24. gr. kaupalaga, Frá þessari meginreglu hefur verið gerð sú þýðingarmikla undantekning, að skuldari verður þó dæmdur til efnda í samræmi við aðalefni kröfu, ef efndir stranda einvörðungu á fjárskorti hans.55) Þetta þýðir m.ö.o. það, að versnandi fjárhagsstaða skuldara hefur ekki verið flokkuð með einstaklingsbundnum ómögu- leika. Hin nýja ógildingarrégla í 36. gr. samningalaganna breytir hér engu um. Til þess að hægt væri að leggja gagnstæðan skilning í efnis- inntak 36. gr., hefði vísbending um það þurft að koma fram, annaðhvort í lagatextanum sjálfum eða í greinargerð með frumvarpinu, þar sem um grundvallarbreytingu hefði verið að ræða. 10.0. ORÐALAGSNOTKUNIN „ÓSANNGJARNT EÐA ANDSTÆTT GÖÐRI VIÐSKIPTAVENJU.“ Því hefur verið haldið fram af andmælendum hinnar nýju ógilding- arreglu, að orðalagið „ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju" í 36. gr. samningalaganna sé „allt of víðtækt og ómarkvisst, til þess að það gagnist mönnum í almennum viðskiptum." Hefur verið á það bent, að orðalagið „óheiðarlegur" í 33. gr. (áður 32. gr.) sé markvissara og höfði „á skýrari hátt til siðgæðisvitundar manna.“56) Þetta geta tæp- ast talist haldbær rök gegn lögfestingu hinnar nýju reglu. I fyrsta lagi má benda á það, að bæði lagahugtökin, ósanngjarn og óheiðarlegur, eru teygjanleg og matskennd. Erfitt er hins vegar að sjá, að orðalagið ósanngjarn sé ómarkvissara en orðalagið óheiðarlegur. 1 upphaflegri greinargerð með 32. gr. samningalaganna (nú 33. gr.) er höfðað til almenns heiðarleika í viðskiptum, en í 36. gr. er höfðað til almenns sanngirnismats, eins og dómstólar telja það vera á hverjum tíma. Bæði þessi lagahugtök höfða því með jafnskýrum (eða öllu held- ur óskýrum) hætti til siðgæðisvitundar manna á hverjum tíma.57) I öðru lagi má á það benda, að viðmiðunarmarkið ósanngj arn í ógild- ingarheimildum kom fyrr inn í íslenskan rétt en óheiðarlegur. Þannig má benda á lög nr. 75/1917; lög nr. 39/1922, þ.e. 5. og 6. gr. kaupalaga og 36. gr. ábúðarlaga nr. 87/1933. Er því nokkur reynsla komin á beit- 55) Bernhard Gomard, Obligationsret. Almene emner, 1. hæfte, Naturalopfyldelse. Kaup- mannahöfn 1971. 56) Páll Sigurðsson, Orð skulu standa, bls. 10. 57) Um tengslin milli 32. gr. (nú 33. gr.) og 36. gr. samningalaganna að þessu leyti sjá t.d. Kristian Huser, sama rit á bls. 15. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.