Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 57
ið varða við 189. gr. hgl. en þar er m.a. átalin sú háttsemi opinbers starfsmanns að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings. Brot varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum. Að sumu leyti var háttsemi Kristjáns einnig talin varða við 1. mgr. 158. gr. hgl. (rang- færsla skjals), sbr. 138. gr. hgl. (fjallar um þyngingu refsingar ef op- inber starfsmaður fremur brot). 1 öðru lagi var mál höfðað gegn Kristjáni fyrir að hafa tekið við tékkum til greiðslu á opinberum gjöldum enda þótt hann hafi vitað að tékkarnir væru innistæðulausir. Hafi hann síðan látið hjá líða um margra mánaða skeið að framvísa tékkunum í banka svo að við haldið væri tékkarétti. Þá var og talið að hann hefði ekki heldur bakfært þá tékka í bókhaldi embættisins sem við framvísun reyndust innistæðu- lausir. Þessi háttsemi var talin varða við 139. gr. hgl. 1 þessum kafla ákærunnar var ennfremur ákært fyrir aðra háttsemi sem ekki skiptir þó máli fyrir það efni sem hér er til umræðu. I þriðja lagi var Kristján ákærður fyrir að hafa heimildarlaust í embættisnafni heimilað afhendingar á ótollafgreiddum varningi frá tollgeymslusvæðinu í Vestmannaeyjum án lögboðinnar tollmeðferðar og greiðslu aðflutningsgjalda. Þessi háttsemi Kristjáns var einnig tal- in varða við 139. gr. hgl. 3. 1 dómi sakadóms Vestmannaeyja segir um fyrsta ákæruatriðið m.a. svo: „Með háttsemi þessari telst ákærði hafa orðið brotlegur gegn 1. mgr. 247. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og með rangri færslu í bókhaldi embættisins við 158. gr. sömu laga að því er varðar liði A og C. Telur dómurinn heimfærslu brotsins undir 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga heimila þótt brot sé talið í ákæru varða við 139. gr. sömu laga, þar sem það getur sam- rýmst verknaðarlýsingu í ákæru og var reifað í málflutningi á grund- velli þess, að það gæti varðað við nefnda lagagrein". Um annan lið ákærunnar segir m.a. svo í tilgreindum dómi: „Ekki innheimti ákærði heldur dráttarvexti af tékkunum eða reyndi það. Voru þetta þó starfs- skyldur ákærða sem innheimtumanns ríkissjóðs. Þykir hann með þessu hafa misnotað aðstöðu sína tékkaskuldurum til ávinnings og með því hallað rétti ríkissjóðs. Ennfremur leiddi þessi háttsemi ákærða til þess að innheimtulaun hans urðu hærri en ella, svo sem að framan getur“. Þótti þessi háttsemi ákærða varða við 139. gr. almennra hegningarlaga. Að því er varðar þriðja ákæruatriðið var ákærði einnig fundinn sek- ur. Taldi dómurinn að heimfæra mætti brotið undir 249. gr. alm. hgl. enda þótt brotið hefði aðeins vei’ið talið varða við 139. gr. í ákæru- 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.